Miðvikudagur, 16. nóvember 2011
Sekir menn breskir og íslenskir sauðir
Í Bretlandi eru þeir kallaðir ,,sekir menn" trúgjörnu heimskingjarnir sem í blindni trúðu á evruna og samrunaþróun Evrópu. Sögulega tilvísunin er í menn friðarkaupa við Hitler á fjórða áratugnum. Þeir seku í dag trúðu á ,,stóra-evrusvindlið."
Hér á Íslandi er tilsvarandi hópur fólks sem sem ekki er rétt að kalla seka heldur sauði. Íslensku sauðirnir trúa Evrópusambandinu eins og nýju neti þótt stærsta verkefni sambandsins, evru-samstarfið, skilji eftir sig sviðna jörð í jaðarríkjum.
Íslensku sauðirnir, sem eru blindir í ESB-trú, segja ekki hægt að taka upplýsta afstöðu til ESB fyrr en aðildarsamningur liggur fyrir. Í leiðinni viðurkenna þeir að eigin afstaða sé ekki upplýst heldur byggð á fordómum - þar sem enginn aðildarsamningur liggur enn fyrir.
Íslensku sauðirnir segja Ísland græða aðild að Evrópusambandinu þegar fyrir liggur að við munum borga með okkur til sambandsins.
Sauðarökin um að við séum með EES-samningnum að yfirtaka lög og reglur Evrópusambandsins í stórum stíl halda ekki ekki vatni. Á árunum 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent.
Kjánasjónarmiðin um að Ísland verði að fá ,,sæti við borið" eru út í bláin. Ísland fengi sex þingmenn af 751 á Evrópuþinginu eða 0,8 prósent. Atkvæði Íslands í ráðherraráði Evrópusambandsins yrðu sambærileg og Malta hefur núna, þrjú atkvæði af 345 eða 0,8 prósent.
Íslensku sauðirnir munu áfram klappa þann stein að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu. Á meðan brennur Róm.
Athugasemdir
Úlfar í sauðagæru. Stjórnlagaráð er grín. Lýðræðinu er fórnað.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 08:15
Sammála Páli. En það lítið af þessum 3.119 lögleiddu tilskipunum, sem ég hef reynt að lesa, finnst mér oft illskiljanlegt, auk þess sem mér líkar ekki, að valdi til breytinga á þeim og til að túlka þær hefur verið afsalað til ESB - löggjafarvald og dómsvald Íslendinga (fullveldi) sem sagt skert í 3.119 skipti.
Sigurður (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.