Ályktun Sjálfstæðisflokksins um ESB-umsókn

Eftirfarandi er úr drögum að landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusam-bandið (ESB) og styður því ekki aðildarviðræður ríkisstjórnarinnar. Samstarfinu við ESB er best viðhaldið og það eflt á grundvelli EES-samningsins. Sjálfstæðisflokkurinn varaði við því að hafnar yrðu aðildarviðræður við ESB án þess að ákvörðun um að óska eftir aðild væri tekin á grundvelli breiðrar samstöðu í samfélaginu og án þess að skýr samningsmarkmið lægju fyrir. Ekkert tillit var tekið til þeirra aðvarana og eru aðildarviðræðurnar nú í ógöngum á ábyrgð klofinnar ríkisstjórnar til málsins.

Samfylkingar-Eyjan vekur athygli á að ekki sé sagt berum orðum að Sjálfstæðisflokkurinn telji að slíta beri viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands.

Er ekki sjálfsagt að segja það ótvírætt að viðræðum við Evrópusambandið skuli slitið?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarf að slíta þeim formlega? Ef forsetinn hefur ekki undirritað frumvarpið á sínum tíma, þá er það raunar ógilt.  Hvað sem hverju líður, þá er sjálfhætt þegar nánast allir eru á móti inngöngu. Þarf atkvæðagreiðslu til að staðfesta það?

Það hefur enginn umboð til þessarar umsóknar.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2011 kl. 20:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Give me five.

Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2011 kl. 22:11

3 identicon

ESB er nú ein rjúkandi rúst, og hef ég aldrei vitað til þess hvorki hjá mönnum eða dýrum að þau leyti sér skjóls í brennandi húsi.Og nú er talað um stórt sambandríki, miðstýrt frá Brussel. Kanski tekst þeim það, sem Hitler tóks ekki.

Og nú kemur Pétur Blöndal fram með kvótafrumvarpið sitt, sem gefur erlendum auðhringjum kost á að kaupa upp allar fiskveiðiheimildir á Íslandi,þessir erlendu auðhringir yrðu örugglega fljótir að nýta sér fiskimiðin með hjálp stórra vogunarsjóða.

Síðan kemur Bjarni formaður, og vill halda í 110% leiðina, sem allir málsmetandi menn eru fyrir löngu búnir að afskrifa sem ein stór mistök.

Hanna Birna viðurkennir að það þurfi að mynda þjóðarsátt um sangjarnar afskriftir til handa almenningi, og virðist hún hafa meiri þekkingu á efnahagsmálum en karlpeningurinn,því það er hárrétt, það þarf að fara í þjóðarsátt um almennar afskriftir, vegna þess Forsendubrests sem varð við hrunið, á verðtryggðum lánum heimilanna.

Færa víxitöluna aftur til 1. jan 2008 með 3.25% þaki á víxitöluna á ári til næstu áramóta, Lög 7/1936 gr.36.

Því verðbólgumarkmið Seðlabankans hafa í mörg ár verið 2.5%-4.0% á ári, þegar þessi lán voru tekin, og ef ekki má treysta Seðlabankanum hverjum þá, fara bil beggja og sættast á 3.25% þak á víxitöluna.

Það færi vel á því að konurnar tækju Landfundin yfir, því þær virðast betur jarðtengdar en karlpeningurinn.

Jón Viðar (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 22:18

4 identicon

Margaret Thatcher ver lýðræði og sjálfstæði Bretlands gegn ólýðræðislegri viðleitni pólitíkusa og búrókrata að gera það að hluta af Bandaríkjum Evrópu (Federal United States of Europe) með myntsamstarf sem byrjunarreit. Frábær ræðumennska í breska þinginu í október 1990.

Hvernig dettur fólki eins og Sarkozy og Merkel í hug að stuðla að meiri samruna en orðið er í Evrópu? Hvaða skilaboð fólust í stríðinu í Júgóslavíu, uppbroti Sovétríkjanna og sjálfstæðisbaráttu þjóða almennt? Örugglega ekki ósk um endurreisn hins heilaga rómverska keisaradæmis með þeirri miðstýringu og heimyfirráðastefnu sem því fylgir. Eru pólitíkusar í dag gjörsamlega lausir við þekkingu og skilning á sögu Evrópu og samfélagsgerðinni sem þróast hefur í fyrirmyndinni, Bandaríkjunum?

http://www.youtube.com/watch?v=U2f8nYMCO2I&feature=related

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 22:23

5 Smámynd: Elle_

Orðin ´Bandaríki Evrópu´ eða ´United States of Europe´ eru móðgun við lýðræðislega stjórnarskrá og stjórnarfar Bandaríkjanna.  Það er ekkert lýðræðislegt við evrópska skrímslið.  

Elle_, 15.11.2011 kl. 23:29

6 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=eYRG9f5F4gw&feature=related

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 23:45

7 identicon

Sammála lokaorðum Páls. Það væri enn skýrari framsetning. Mér finnst reyndar líka, að kominn sé tími til að skoða fyrir opnum tjöldum kosti og galla EES-samningsins. Hann er orðinn 18 ára gamall, ýmislegt nú breytt og reynsla fengin.  Vingjarnleg kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 00:19

8 identicon

Mikið nær að tala um Sovétríki Evrópu sem eru að myndast úr þessu ólýðræðislega ESB apparati enda mikið af gömlum kommúnistum áhrifamenn innan sambandsins

Örn Ægir (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband