Mánudagur, 14. nóvember 2011
Látum kínverska ljóðskáldið fá lóð
Kínverska ljóðskáldið sem vill kaupa upp prósentuhlut af Íslandi er með flokkskírteini í kínverska kommúnistaflokknum í vasanum. Ljóðskáldið landsækna má ekki fá undanþágu að kaupa íslensk öræfi til að leggja þau inn í kínverska útþenslu.
Við skulum samt sýna kínverska ljóðskáldinu fullan sóma og bjóða honum að kaupa sumarbústaðalóð.
Skáld þurfa ekki þúsundir hektara lands til að yrkja, - nema kvæðið heiti kínverskir landvinningar.
Athugasemdir
Annað tilboð, ef Nubo getur tekið 200 kg í bekk, þá skulum við skoða þetta
Gunnar Waage, 14.11.2011 kl. 14:34
Rétt skal vera rétt. Grímsstaðir eru ekki á "öræfum" heldur bújörð í röð byggðra bóla, að vísu dreifra, með sveitabæi á báðar hendur við hringveginn.
En það breytir ekki því að við eigum ekki að þurfa að vakna upp við það síðar að úrlendingar eða stór fyrirtæki og auðmenn eigi mestallt land okkar og heilu sveitirnar og dalina.
Ríkið á þegar stóran hlut í Grímsstöðum. Nubo þarf ekki að eiga 300 ferkílómetra til að reisa lágreist lúxushótel byggðamegin við hringveginn.
Tryggja þarf að hann eignist ekki meirihluta í jörðinni sem sameign á móti ríkinu, og gera ekki minni kröfur um eignarhald en gert er varðandi sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, þar sem útlendingar mega ekki eiga meira en 49% í þeim.
Vísa að öðru leyti til nýs bloggs míns um málið.
Ómar Ragnarsson, 14.11.2011 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.