Mánudagur, 14. nóvember 2011
Stjórnvöld og vantraustið
Helför samfylkingarhluta ríkisvaldsins til Brussel er framtíðarsýn ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. frá stofnun vorið 2009. Á altari Evrópusambandsins skal fullveldi og fiskimiðum fórnað til að skapa störf fyrir helstu skjólstæðinga Samfylkingarinnar; blýantsnagara með háskólagráðu.
Helförin til Brussel er yfirlýsing um að Íslendingar geti ekki og kunni ekki að sitja landið. Þegar stjórnvöld eru einbeitt að afsala forræði þjóðarinnar til útlendinga er vart við því að búast að bjartsýni aukist meðal þjóðarinnar. Kraftur og þor kemur ekki með úrtölum og eymdarvæli um vangetu okkar til að búa afkomendum okkar mannsæmandi líf.
Þjóðin þarf stjórnvöld sem treystir þjóðinni að ráða fram úr sínum málum á eigin forsendum.
Sveiflast milli bjartsýni og svartsýni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin getur ekki ætlast til að fá störf uppí Brussel.
Við fáum 6 þinmenn og þeir eru kosnir. Þeir gætu alveg eins verið Sjálfstæðismenn ef þeir fá næga kosningu.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.11.2011 kl. 11:37
Það er hárrettog margt hefði verið á góðri leið til hins betra núna ef þessi eiginhagsmuna og glötuðu stjórnvöld hefðu ekki haldið öllu föstu til að hlú að sjálfum ser og sinum ....En svona kannanir eru ekki algildar og spurnig fyrir hverja samdar ??
Ransý (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.