Föstudagur, 11. nóvember 2011
Samtök afneitara í hálfvelgjunni
Samtök afneitara eru útrásarafgangar sem heita formlega Samtök atvinnulífsins. Í gær kom frá afneiturum hálfvolgur stuðningur við samfylkingarhluta ríkisvaldsins um að ,,klára aðildarviðræður" við Evrópusamband á hverfandi hveli.
Hálfvelgja afneitara kemur enn betur í ljós í dag þegar efast um að evran verði lögeyrir á Íslandi og setja því stefnuna á annan gjaldmiðil, bara einhvern annan.
Sjálfstraust afneitara getur ekki byggst upp fyrr en eftir meðferð. Krónuvinafélagið gæti kannski hjálpað þeim fyrstu sporin.
Raunhæft að skoða aðra mynt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Krónan sjálf er meðvitundarlaus og hefur alltaf verið. Það eru þeir sem stýra og hafa stýrt þjóðfélaginu í öll ár, sem styrkja eða veikja krónuna eftir sínu atferli. Ílla upplýstir, spilltir og illa menntaðir íslenskir ráðamenn hafa alltaf komið krónunni í ruslflokk gjaldmiðla. Eru menn búnir að gleima núllunum sem hurfu hér um árið. Óstjórn á óstjórn ofan er íslenskt prinsipp. Ef taka á upp annann gjaldmiðil, þá verður hann bundinn. Íslensk króna gæti verið bundin við Evru eða dollar, en illa styrt samfélag fer þá sjálfkrafa í gjaldþrot, samber Grikkland og að sjálfsögðu Ísland strax fyrta daginn. "Raunhæft að skoða aðra mynt " er bullshitt.
Margir íslendingar flytja á erlenda grund, vegna óreiðuskulada á Íslandi, en að sjálfsögðu tekur þetta fólk hegðunar vandamálið með sér til nýja landsins og hefur ekki dvalið lengi þar, þegar það er komið í sömu óreiðuna á ný. Góð efni í stjórnmálamenn.
Önnur mynt færi í nákvæmlega sama far og krónan, með þessum ómenntuðu siðleysingjum sem stjórna þessu ömurlega samfélagi. En ok " Þetta reddast ".
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 09:46
Eitthvað sýnist mér þeir farnir að verða valtir í trúnni.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2011 kl. 09:51
@V.Jóhannsson:
Það er ekki krónunni að kenna hvernig staðan er hér. Dollarinn er líka í klandri vegna þess hve illa Kanarnir hafa haldið á spöðunum undanfarið, í USA er veruleg verðbólga og dökk ský á himni. Hið versta er ekki að baki í USA. Ástæða vandræða margra evruríkja er evran. Krónan hefur haldið niðri atvinnuleysi sem ríkisstjórnin hefur síðan reynt eftir megni að auka ásamt Landsvirkjun.
Krónan var kolvitlaus skráð á árunum fyrir hrun vegna þess að Seðlabankinn hélt stýrivöxtum of háum og afbakaði þar með markaðslögmálin. Leiðréttingin varð auðvitað sársaukafull eins og ég of fleiri fundu á eigin skinni. Gjaldeyrishöftin halda gengi krónunnar einnig núna röngu, alveg eins og á árunum fyrir hrun. Vandræði okkar eru því ríkisafskipti og léleg stjórnun ríkisfjármála, krónan á að fá að fljóta og hún mun sennilega falla eitthvað meira en það gerir viðskipti við okkur mjög álitleg og mun minnka atvinnuleysi hérlendis. Í þessu felst m.a. vandi Grikkja, þeir geta ekki aukið tekjur sínar með gjaldfellingu síns gjaldmiðils. Það gætum við ekki ef við hefðum annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Það er því lífsspursmál að halda í hana.
Það væru slæm mistök að binda krónuna við dollar eða evru, gengið þarf að vera raunhæft en ekki eitthvað rugl sem embættismenn í visku sinni ákveða, líkt og seðlabankinn gerði og gjaldeyrishöftin gera núna. Kínverjar binda gengi yuansins við $ og fyrir vikið eru þeir í nokkru klandri eins og þú veist ef þú hefur aðeins kynnt þér málin þar.
Vandi okkar er of stórt ríkisbákn og of háir skattar. Segja þarf opinberum starfsmönnum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum upp í hundraða vís, þá er hægt að lækka skatta og aðrar opinberar álögur og þá munu fyrirtæki landsins hressast og eftirspurn aukast.
SA verða svo að eiga það við sig sjálf hvort þau ætla að vera marktæk í þjóðmálaumræðunni, þau eru það auðvitað ekki með núverandi forystumenn frekar en ASÍ með Gylfa.
Helgi (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 10:09
Krugmann segir að dögum Evrunar ljúki með bum bum í dálki sínum í New York Times föstudaginn 11.nóv.Útrásaliðið hjá Samtökum atvinnulífsins ætlar ekkert að læra
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 11.11.2011 kl. 12:00
Um leið og SA vilja skoða ESB þá snýr Náhyrðin við þá baki strax. Heyftin gagnvart ESB er svo mikiil að þeir sætta sig við helmingi lægri lífskjör til framtíðar svo lengi sem við göngum ekki í ESB.
Sjálfstæðir Íslendingar. Bjartur í Sumarhúsum.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2011 kl. 12:34
Hvað táknar merki Samfylkingar? Er þetta sól eða appelsína? Má bara Samfylking vísa til hækkandi sólar í ræðum sínum? Má bara sólguðinn tala?
http://www.samfylkingin.is/Frettir/ID/168/Uppbyggingin_er_hafin
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 13:05
Það er ekkert að marka hvað ameríkanar segja um evruna, því þeir reyna að vermda sinn dollar. Evran stendur betur að vígi en dollar. Allir vita að krónan hefur fallið frá upphafi síns ferils eða 99.99%. Krónan var félld í mínu ungdæmi og þá var smámynt með dönsku skjaldamerki og tíkallinn var blár og svo kom rauður, en fallhraðinn er svipaður og óstöðvandi. Ég á nokkra blágrá hundraðkalla í skúffuni minni og það þótti dóttur minn fyndið - nei, nú er hundraðkallinn í mynt. Ég segi bara: BÖ
Það versta við lífið er, að það er hægt að venjast öllum ánskotanum. Íslendingar hugsa eins og afturreka þorkhausar og hafa enga hæfileika til að hugsa fram í tímann.
Útgerðin fer ekkert illa út úr því, þótt krónan verði bundin við t.d. evru, því bróðurpartur af þeirra innkomu er í evrum og/eða í annarri erlendri mynt, sem liggur á erlendum bankareikningum, sem ekki skilar sér til íslenska samfélagsins, enda skulda þeir í erlendri mynt og af hverju ættu þeir þá að skipta yfir í ónýta íslenska mynt? En það er aftur á móti verslunin, sem getur ekki okrað fyrir jól og áramót- asjúfúll- og er í djúpum skít! Samkepni er af hinu góða og þjóðin á að bynda krónuna við evru eða taka hana upp sem ALVÖRU gjaldmiðil. Það eru fjárfestinga glæpamennirnir sem eru óhressir með niðurfellingu á krónunni og verðtryggingunni og ef almenningur vill fylgja þeim, þá verði honum að góðu.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 13:58
Hvernig var það með ykkur Baugssleggjuna, í Baugsfylkinguna og SA....
Voru þið ekki örugglega jafn ósáttir við að lýðræðið var ekki virt með að þjóðin fengi að hafa um það að segja hvort að farið var í milljarðarausturinn í bjölluatið í Brussel, í stað þess að örflokkur með hund í bandi tók ákvörðunina um glapræðið og þær hugmyndir að leggja ESB ruglið á ís, svona á meðan ruslið brennur til kaldra kola..???
Var eðlileg lýðræðisleg kosning eða skoðanakönnun um hvort að sækja ætti um ESB of kostnaðarsöm að mati ykkur Baugssleggjunnar, Baugsfylkingarinnar og SA, og þess vegna varð "mikil" lýðræðisástin að víkja það skiptið....???
Hvers vegna var Baugssleggjan, Baugsfylkingunni og SA alfarið á móti að þjóðin hefði eitthvað um málið að segja þegar það var ljóst á þeim tíma að innan við 20% þjóðarinnar vildi ganga inn í ESB brunarústirnar..??
Hvers vegna treystu Baugssleggjan, Baugsfylkingin og SA ekki niðurstöðu þjóðarinnar sem fór fram á bindandi og endanlega þjóðaratkvæðagreiðslu ef að samningaviðræður lykju einhverntíman..??? Í stað þess að hinduðu þið með öllum tiltækjum ráðum að þjóðin hefði endanlegt útskurðarvaldið með því að sjálfskipa ykkur sjálfa ESB - einangrunarsinna í að taka ákvörðunina á endanum fyrir okkur þjóðina, og að reyna að villa um fyrir almenningi með að bjóða að í lokin verður haldin algerlega óbindandi og dýrast skoðannakönnun allra tíma, og fara síðan með niðurstöðuna eins og ESB og ykkur hentar.
Hversu margir ætli milljarðarnir á endanum verða sem þið hafið kastað á ESB báið þegar allir földu ESB - reikningarnir verða opnaðir...??? Milljarðarnir sem við þurfum að borga án þess að hafa viljað koma nálægt ruglinu, í stjórn illa gefinna og gerðra ESB - einangrunarsinna.
Hvernig líður ykkur ESB - einangrunarsinnum með að úr brunarústum ESB var verið í 17 sinn að hafna ársreikningum Brusselmafíunnar..???
Tignarlegt...???
Það er mikil reisn yfir ESB - einangrunarsinnunum þessi misserin með sjálfa hagfræðibrekkuna Össur "Krugman" Skarpa í fararbroddi með glænýju Nóbelskenninguna "....að best er að kaupa hús sem stendur í ljósum logum...!!!"
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 14:06
þessi örflokkur er stærsti flokkurinn á Alþingi í dag.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2011 kl. 14:33
Ath. " Raunhæft að skoða aðra mynt" er óraunhæft miðað við hugsunarhátt banka elitunar og stjórnmálamanna á Íslandi.
Að taka af verðtryggigu( sem sumir segja að sé ekki hægt!) og hafa vexti í samræmi við aðrar Evrópuþjóðir er algjörlega útilokað með þeim hugsunarhætti sem auðkennir þetta fólk.
Ég vil hafa ALVÖRU gjaldmiðil á Íslandi, en fyrst þarf að skipta út þessu brenglaða liði, sem stýrir og stjórnar þessari þjóð.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 14:59
Samkvæmt skoðanakönnunum sem þið sem aðrir takið svo mikið mark á þá er Baugsfylkingin með um 20% fylgi og er eini flokkurinn sem hefur það á stefnuskránni að ganga í ESB. 80% þjóðarinnar styður ekki Baugsfylkinguna.
Skemmtilegast af öllu þá var fylgið innan flokksins um inngöngu í ESB aðeins 60% sem er mesti hlutfallslegi ágreiningur innan nokkurs flokks um þetta ömurlega mál. Þetta eina stefnumál, sem er búið að kljúfa þjóðina á tímum sem hefðu átt að fara í eitthvað gáfulegri vinnu.
Lítill hluti þjóðarinnar getur skuldbundið 80% í að taka þátt og greiða fyrir feigðarflan sem þetta, sem er ekkert annað en pólitískt raðnauðgun á henni af Baugsfylkingunni og ESB - einangrunarsinnum. Viðurstyggilegasta afbökun á lýðræðinu sem örflokkur og sértrúarsöfnuður getur neytt þjóð í með allskonar óþverraskap, skítatrykkjum, hótunum og mútum.
Það er þetta með "lýðræðið" fyrir og eftir umsóknina í ESB... sem ESB - einangrunarsinnar og heiglar hafa aldrei þorað að taka slaginn um.
ESB - einangrunarsinnalýðræðið er á pari við ESB - "lýðræðið".. virkar bara í eina átt... í austur til Brussel. Einn stór einstefnuloki - Made in EU. Heil 12% Norðmanna sjá ESB ljósið ykkar og hverju skyldi jú valda...??? Samvæmt Baugssleggjum þá vill ESB ekkert með orku frekar en aðrar auðlindir eins og hafið og fiskinn að gera, svo að þar höfum við margt sameiginlegt með Norðmönnum, nema þeir eru landfræðilega fasttengdir ESB löndunum. Aðeins 12% fylgi ætti að fá þokkalega skarpan skólakrakka að hugsa um hverju veldur og ghvað þá að láta sér detta í hug að rjúka inn í alelda og að hruni komna bygginguna.. Eða eru Norðmenn svona svakalega vitlausir eins og mikill meirihluti okkar.. og jafn vitlausir og Færeyingar og Grænlendingar..?? Hverju skyldi nú valda að Danir hafa ekki gert neitt í að reyna að telja þessum grönnum okkar hughvarf..??? Jú .. þeir munu bak við tjöldin gert allt að halda auðlindum þessara þjóða frá ESB skrýmslinu. Þeir hafa meira út úr þeim svona.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 15:09
En Samfylkingin vann kosningasigur og er stærstsi flokkurinn í dag. Það er staðreynd.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2011 kl. 15:39
Sennilega fer hún ekki mjög langt á þeim atkvæðum mikið lengur, og segir allt um galla kerfisins sem við búum við að henni er sætt yfirleitt. Engin flokkur hefur drullað jafn illilega á sig og Samfylkingin á jafn stuttum tíma í stjórn og tapað þriðjung atkvæða og það á sama tíma og stjórnvöld telja sig vera að gera frábæra hluti á öllum sviðum.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.