Föstudagur, 11. nóvember 2011
Kjarna-Evrópa smíðuð í París
Helsti sáttmálahöfundur Frakka, Jean-Claude Piris, var kallaður úr stöðu lífeyrisþega til að skrifa nýjan sáttmála fyrir Kjarna-Evrópu Frakklands, Þýskalands og nokkurra annarra er fléttuðu nánar saman fullveldinu til að bjarga evrunni.
Ríki eins og Grikkland, Portúgal, írland og e.t.v. ekki Ítalía yrðu í Kjaran-Evrópu. Parísarpælining er mest lesna fréttin í Telegraph í morgun. Bretar eru logandi hræddir við að samrunaþróun stóru meginlandsríkjanna útliloki Bretland og önnur ríki utan evru-samstarfsins s.s. Danmörku, Svíþjóð og Pólland.
Þjóðverjar sjá fram á að erfitt verði að gera nauðsynlegar breytingar á Lissabonsáttmála hinna 27 ESB ríkja til að bjarga evru-samstarfi þeirra 17 sem læst eru inni með sameiginlegan gjalmiðil sem skapar óstöðugleika og skuldakreppu.
Fréttar af smíði Kjarna-Evrópu munu auka veltuna í veðmálum um framtíð evru-samstarfsins og skapa fleiri tækifæri til spákaupmennsku.
Segir evruna forgangsatriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki er Árni Johnsen yfirsmiður? Mér sýnist að þetta sé tómt torf.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.11.2011 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.