Fimmtudagur, 10. nóvember 2011
Samtök afneitara vildu Icesave og nú ESB
Samtök atvinnulífsins og samtök afneitara eru sama fyrirbrigðið þar sem 2007-andinn tröllríður húsum. Samtökin vildu að íslenska þjóðin ábyrgðist Icesave-reikninga útrásarfeðganna með Björgólfsnafnið og núna vilja samtökin flytja fullveldið til brunarústanna í Brussel.
Andlegur leiðtogi SA er Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri sem leiddur var í hásætið af þeim Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, kenndum við Baug.
Samtök afneitara eru í sögulegu vinfengi við Sjálfstæðisflokkinn. Ef flokkurinn ætlar sér eitthvað í íslenski pólitík verður að slíta á þau tengsl.
SA vill halda áfram aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli það sé ekki málið að flestir hugsandi menn munu sjá kostina.. og samþykkja aðild þegar þar að kemur.. þess vegna eru andstæðingar svona taugastrekktir og vilja stöðva... en svona er þettta bara...lýðræðið blívur
Jón Ingi Cæsarsson, 10.11.2011 kl. 17:44
Samfylkingin og Samtök afneitara eru heitasta kærustuparið í íslenskri pólitík nú um stundir.
Páll Vilhjálmsson, 10.11.2011 kl. 17:48
Hver er munurinn á örlagafífli og hirðfífli?
Alveg sorglegt að til sé svona fólk, -Jón Ingi?
Öllum sem til þekkja í ESB himnaríkinu, (því það er dautt), finst svona tal fyndið. Eða hreinlega bara sorglegt.
jonasgeir (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 17:49
-Alveg ótrúlegur félagsskapur þessi samfylking. Eiginlega mesta furða að ástandið sé ekki mikið, mikið verra á Íslandi eftir stjórn þessa hóps.
jonasgeir (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 17:51
Ég held að hugsandi menn þurfi ekki annað en að horfa yfir til Evrópu til þess að taka skynsama ákvörðun í þessum málum. Það eru engar líkur á öðrum en að aðild að ESB verði hafnað. En þeir sem vilja ekki í ESB eru auðvitað á móti umsókn um aðild að ESB og berjast því gegn henni.
Einar (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 17:51
Sjálfstæðisflokkurinn er að mála sig útí horn með sinni ESB afstöðu.
SA sem hefur verið besti vinur XD í mörg ár snúa baki við stefnu XD með afdrifaríkum hætti.
Þetta hefur mikil áhrif á tilvonandi landsfund XD.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2011 kl. 18:21
Varðandi glæsilega Icesavesamning Svavars, Indriða og Steingríms, þá vildu allir formenn atvinnurekenda, allir formenn verkalýðsfélaga og formaður Alþýðusambands Íslands samþykkja þann samning óséðan.
Samning sem bar í sér áratuga þrældóm þjóðarinnar og lagði allar eigur hennar að veði til að fá einhverja ímyndaða velvild Brusselveldisins.
Það tekur enginn mark á þessu fólki lengur, því miður. Við eigum ekki lengur talsmenn fólksins í verkalýðsstétt hvað þá í Samtökum atvinnurekenda.
JónasH. (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 18:40
Ekkert í ESB verður eins í framtíðinni, eins og fortíðinni. Það er óvefengjanleg og viðurkennd staðreynd um alla Evrópu.
Framtíð heimsins alls er í algerri óvissu, og ekki nokkur "ofur"svikapeningaöfl klíkustofnana heimsveldanna geta breytt þeirri staðreynd.
Ekki gæti ég, með góðan og heiðarlegan réttlætis-ásetning að leiðarljósi, né góðri samvisku, samið um eitthvað fyrir lýðinn (almenning), um eitthvað sem enginn í heiminum veit hvað er, eða verður. Það væri mikið ábyrgðarleysi og hugsunarleysi, að semja um eitthvað núna, sem maður hefur hreinlega ekki nokkra yfirsýn yfir.
Það er samt gerður út dýr áróður á Íslandi af ESB, m.a. á kostnað bláfátakra og rændra þræla (tæplega matvinnunga) ESB-sambandsins, um ó-staðreynd, burtflogin og brostin gæði EES og ESB "ráns-fjórfrelsisins".
Er heiðarlegt og skynsamlegt fyrir einhverja þjóð, að sækja um aðild að ESB við núverandi aðstæður og raunverulegar staðreyndir ESB-sambandsins, eftir allt sem á undan er gengið, og allt það ó-vissa sem á eftir að koma?
Ef svo er, þá spyr ég hvort einhver getur útskýrt nákvæmlega fyrir mér, hvað lýsingarorðin heiðarleiki og skynsemi þýða í raun?
Getur verið að við þurfum að endurskrifa íslensku orðabókina, áður en lengra verður haldið?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2011 kl. 19:25
Góð Anna Sigríður! Góð
anna (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 19:38
Mannvitsbrekkan Össur fullyrðir að það er best að kaupa hús sem stendur í björtu báli.
Hann er dæmigerður fyrir hversu alvarlegt málefnalegt gjaldþrotið sem ESB - einangrunarsinnar halda á lofti þessi misserin.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 19:41
S og G. Það eru í raun bara tveir flokkar á Íslandi. Þeir eru flokkur heiðarlega rekinna fyrirtækja og verkamanna og flokkur stjórnmálamanna/embættismanna. Nöfnin á flokkunum eru bara plat, og eru bara tilkomin vegna sundrungarhugsjóna heimsmafíunnar.
Blind trú á allt sem er sagt í ríkisfjölmiðlum og pólitískum fréttablöðum, ásamt skorti á heiðarlegri og réttkátri gagnrýnis-hugsun og rökræðum, er stærsti vandi íslendinga í dag.
Umræðan snýst of mikið um falskt yfirborðið, en ekki um staðreyndir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2011 kl. 19:44
rökræður allmennt á íslandi í dag eru ekki þess virði að skrifast í sögubækur til lesturs fyrir komandi kynslóðir á þessari öld. Hvert stefnir þetta?
Eyjólfur Jónsson, 10.11.2011 kl. 19:50
Guðmundur 2 Gunnarsson. Ef maður vill endilega brenna inni, þá kaupir maður hús, sem stendur í björtu gjöreyðingar-báli. Það eru enn einhverjir sem hafa kjark til að berjast við að bjarga íslenskum almenningi frá brunanum, sem betur fer.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2011 kl. 19:54
Eyjólfur. Það þarf líklega að senda alla fullorna íslendinga í mannasiða-skóla í staðinn fyrir háskóla, í nokkra mánuði.
Fjárauka-á-lögin (fjárglæfralögin) voru víst til umræðu á alþingi íslenska ESB-alþingsins í dag, þar sem Jóhönnu var sagt að ætti að samþykkja miljarða-gjöfina til Háskólans, sem hún gaf umboðslaust og án innistæðu, og án þess að hika, fyrir stuttu síðan. Það gerðist um svipað leyti og menntamálapakkinn var afgreiddur frá ESB-sambandinu.
Þetta er orðinn meir en lítið spennandi ESB-pakki fyrir íslenska vinnandi skattborgara. Þetta er bara fullkominn jólafiðrings-spenna, í anda frelsarans!
Spurning hver ætti að vera kennarinn í mannasiða-skólanum óstofnaða. ESB-Eiríkur Bergmann "hlutlausi", eða einhver annar hlutlaus, mannasiðaður, heiðarlegur, velviljaður, lýðræðis-sinnaður og fróður íslendingur?
það eru skriftar áróðurs-áhrifa-skoðanir í þjóðfélaginu.
Sjálfboðaliðar óskast í enn óstofnaðan mannasiða-skóla fyrir fullorðna einstaklinga, embættis og stjórnmálamenn. Alla í sama skólann!!! Eru ekki einhverjir óháðir og hæfir sjálfboðaliðar til, sem eru orðnir atvinnulausir vegna EES-ESB-AGS-bankaránsins heimsþekkta, sem hafa áhuga á að starfa við björgunarstörf?
Umsækjendur verða að hafa hreint siðferðisvottorð, því mannasiðir krefjast siðferðislegrar réttlætiskenndar.
En að öllu háði, gamni og gríni undanskildu, þá þarf einhvernvegin að smala þessari þjóð saman til samstöðu, um mikilvægu raunverulegu lýðræðis-réttlætismálin.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2011 kl. 20:42
"Samfylkingin og Samtök afneitara eru heitasta kærustuparið í íslenskri pólitík" Oboðslega er þetta barnalegt. Páll veit vel að það er nú ekki líklegt að Vilhjálmur Egilsson eða aðrir í SA sem eru virkir Sjálfstæðismenn séu að dufla við Samfylkinguna og vildu hana helst frá. En þetta er samtök sem hafa væntanlega kynnt sér málin vel og vilja eins og aðrir sjá hvað við fáum út úr þessum samningum. Minni á að megið af LÍÚ er væntanlega í þessum samtökum Annars skilst mér að Heimssýn og Evrópuvaktin sé nú meira en svo illa við ESB að þau hika ekki við að taka við fé sem er eyrnarmerkt umræðunni um ESB.
Svo er ekki fallegt að halda stöðugt að illa upplýstu fólki allskonar bulli sem stenst ekki skoðun. Og treysta á að það kynni sér ekki málið sjálft. Held að fólk ætti helst að meta málflutning Heimssýnar út frá því að ef þeir hefðu rétt fyrir sér væri ESB svo mikið kúgunartæki og ömurlegt að það væri engin þjóð lengur í því og ennin að sækja þar um. En óvart er ekkert ríki sem vill þaðan út í alvöru. Það er skrýtið!
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2011 kl. 21:27
Anna ég er sammála að flokkakerfið er handónýtt.
Sorglegast er að vinstri flokkarnir eru algjörlega búinn að sýna það að þeir eru ekkert skárri en aðrir.
Hvar er þetta gagnsæji sem þeir voru alltaf að tala um?
Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2011 kl. 22:09
Magnús Helgi. Þú skrifar.:
HVAÐA PENINGA HEFUR HEIMSSÝN OG EVRÓPUVAKTIN ÞEGIÐ SEM ERU - "EYRNAMERKTIR UMRÆÐUNNI UM ESB" - SEM ÞEIR ÁTTU EKKI EÐLILEGA AÐ FÁ Á SAMA HÁTT OG ESB - EINANGRUNARSINNAR SEM FENGU SINN HLUT EINNIG....????
ÞESSAR NOKKRAR MILLJÓNIR KOMU EKKI ÚR SJÓÐUM ESB AF 240 MILLJÓNUNUM SEM Á AÐ REYNA AÐ KAUPA ÞJÓÐINA MEÐ, HELDUR NOKKURRA MILLJÓNA SJÓÐ ALÞINGIS SEM VEITTUR VAR Í KYNNINGU Á KOSTUM OG GÖLLUM INNGÖNGU Í ESB.
ALÞINGI OG SJÓÐIR ÞESS ERU EKKI ENNÞÁ ORÐIN EIGN ESB, OG EKKI VAR ESB TALIÐ VÆNLEGAST TIL AÐ FINNA GALLANA HJÁ SJÁLFUM SÉR. ÞAÐ ER JÚ MIKILL MEIRIHLUTI ÞJÓÐARINNAR SEM VILL EKKI Í ESB, SVO AÐ VARLA TELST ÞAÐ ÓEÐLILEGT AÐ SÁ HÓPUR FÁI ÖRLÍTIÐ BROT AF ÞEIM KOSTANAÐI SEM FER Í BJÖLLUATIÐ Í BRUSSEL, Í KYNNINGU Á KOSTUM OG ÓKOSTUM ESB, Á MÓTI HUNDÐUM MILLJÓNA SETTAR Í BEINAN ÁRÓÐUR FRÁ ESB.
Þakka þér og þínum líkum sem hafið ma. haldið því fram að Heimsýna og Evrópuvaktin eru á spena hjá ESB, því varla gagnast hún aumum málstaðinum sem þið haldið á lofti í þeirri barnalegu trú að þið eruð að styrkja möguleikann um ESB - einangrunarvistina fyrir þjóðina.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 23:14
Jón Ingi; Sem betur fer er ennþá til vottur af lýðræði á Íslandi, annað en hægt er að segja um ESB!
Björn (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 23:51
Anna Sigríður,við vorum að fá einn "kennara" og ekki af verri togunum . Ný Framtíð er flokkur sem elur sína fundi fyrst um sinn í Brautarholti 4 út af kaffinu. Gúnnar pPáll er formaður, bara að skrá sig inn:561 3401. gjörið svo vel.
Eyjólfur Jónsson, 11.11.2011 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.