Fimmtudagur, 10. nóvember 2011
Æðarkollan, vargurinn og bjáninn
Austan úr Kína kemur fjárfestir sem vill kaupa prósentuhlutfall af Íslandi með Grímsstöðum á Fjöllum. Loftkastalasmíð Kínverjans, sem er útsendari kínverskra stjórnvalda, er jafn yfirgengileg og útrásarruglið í íslenskum auðmönnum rétt fyrir hrun.
Arðurinn af lofaðri fjárfestingu Kínverjans á að skila sér eftir marga áratugi - sem segir okkur að núlifandi fjárfestir muni ekki njóta góðs af heldur kínversk stjórnvöld.
Hver fellur fyrir blekkingunni? Jú, vitanlega Samfylkingin og sérstaklega sá ráðherra sem sér rústirnar í Brussel í hillingum. Í minnisblaði frá ráðuneyti Árna Páls Árnasonar er útsendari kínverska kommúnistaflokksins sagður æðarfugl sem þarf að hlú að.
Æðarbændur þekkja mun á æðarkollu og vargi - samfylkingarbjánarnir ekki.
Athugasemdir
Er það ekki Ásgeir Jónsson sem á þetta gullkorn?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 08:55
RÚV heldur áfram að lesa minnisblöð Árna Páls: Nú eru það orðin rök fyrir að selja Kínverjanum Grímsstaði, að lausaganga búfjár hafi verið bönnuð fyrir 20 árum og jörðin skert með þjóðlendulögum. Ætli mætti þá ekki með sömu rökum selja þessum Kínverja eða öðrum Kínverjum aðra hverja jörð á landinu. Og ríkið gæti orðið skaðabótaskylt, segir Árni Páll, á líkan hátt og við eignarnám, ef eigendur Grímsstaða fái ekki eftir þessi áföll að taka tilboðinu. Það er eitthvað nýtt, ef stjórnvöld verða skaðabótaskyld við það eitt að neita mönnum um undanþágu, og sjálfsagt geta margir nú hugsað sér gott til glóðarinnar. Árni Páll hefur sem ráðherra að mestu haft vit á að framkvæma ekkert. Ef hann gæti líka stillt sig um að opna munninn, teldist hann kannski með betri ráðherrum Samfylkingarinnar.
http://www.ruv.is/frett/grimsstadir-„teknir-eignarnami“
Sigurður (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.