Fólksflótti úr ESB-umsóknarríki

Íslensk stjórnvöld eru ekki með neina framtíðarsýn fyrir þjóðina aðra en að leggja landið og miðin inn í Evrópusambandið. Noregur er með stefnu um að halda óskertu fullveldi og þangað sækja íslenskar fjölskyldur.

Fólksflóttinn frá ESB-umsóknarríkinu Íslandi til staðfestunnar í Noregi verður aðeins skiljanlegur í pólitísku samhengi.

Á meðan Jóhanna Sig. og Steingrímur J. bjóða upp á brunarústir í Brussel sem framtíðarsýn mun fólksflóttinn halda áfram.


mbl.is Fjöldi barna og unglinga meðal brottfluttra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk er ekki að flýja ESB.

Það er að flýja Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím Sigfússon.

"Norrænu velferðarstjórnina". 

Karl (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 15:39

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég gæti trúað að það verði margföldunar áhrif fljótlega. Fyrst voru það 10 fjölskyldur svo 100 síðan byrjar píramída lögmálið að virka. Það skeður það er víst. Kannski Jóhanna og kó vilji það svo það verði pláss fyrir Albana og Búlgara.

Valdimar Samúelsson, 7.11.2011 kl. 16:35

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undarlegt hversu lítið ber á fólksflutningum til ESB ríkja?

Árni Gunnarsson, 7.11.2011 kl. 18:01

4 identicon

Þetta kemur ESB ekkert við. Launin í Noregi eru margfalt betri en í öðrum nágrannalöndum og auðvelt að komast in í tungumál og kerfið.

Launin eru að vísu mjög góð í Danmörku miðað við Ísland og ekkert því til fyrirstðu að fara þangað, nema ef væri heilsugæslan, sem hefur farið hríð versnandi síðustu ár.

Svíþjóð er á sama plani þar, því miður og launin lægst miðað við krónu.

Bý sjálfur í ESB landi og hef það margfalt betra en á Íslandi, þótt ekki sé nema veðrið. Ykkur er mikil vorkun og sérstaklega með kommúnistastjórnina, sem er að rústa þessari litlu velferð sem eftir er.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 23:16

5 identicon

Nú held ég að þú hafir toppað sjálfan þig í bulli páll og hefur samt margt vitlaust komið frá þér.

Fólkið er að flýja lítinn kaupmátt sem er afleiðing gengishrun krónunnar. krónunnar sem þú ert svo hrifinn af. Lítill kaupmáttur þýðir að fólk nær ekki endum saman og fer. Þetta áttu að vita.

Það væri betra ef þú settir þig inní málin áður en þú skrifar.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband