Sunnudagur, 6. nóvember 2011
Egill Helga elur á falsi
Allir læsir vita hvað aðildarsamningur við Evrópusambandið felur í sér: aðild að Evrópusambandinu. Allir heiðarlegir menn í lýðræðissamfélagi eru þeirrar skoðunar að stjórnmálaflokkar eigi að segja það sem þeir meina og meina það sem þeir segja.
Það er ömurlegt að horfa upp á það að að aðildarsinninn og umræðustjórinn Egill Helgason leggur sig fram um að vekja þá tálsýn að aðildarsamningur við Evrópusambandið feli í sér annað en aðild annars vegar og hins vegar að fals sé eftirsóknarverður kostur í stjórnmálum.
Athugasemdir
Egill er bara krati.
Fals er aðalsmerki krata.
Þeir voru glaðir þegar fólk gat lánað "ókeypis" frá útlöndum.
Þeir eru talsmenn keynesismans og afbaka hann greyið með meiri skuldsetningu og prentun gerfipeninga.
Þeir eru því miður verndarar Too Big To Fail bankanna og stórfyrirtækjanna. -Hvað var því til sönnunar viðkvæði Jóhönnu við almennri niðurfellingu eftir hrun?
Þeir eru talsmenn falskra lífsgæða. Kalla það oftast velferðarsamfélagið... (Það er svo sem ágætis hugtak, en bara misnotað út fyrir allar grensur..).
jonasgeir (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 19:13
Mér finnst alveg ótrúlegt að ég sé neyddur til að borga fyrir þennan þátt Silfur Egils.
Ég reyndi að horfa á þennan þátt í dag.
Þetta er bara það lélegasta sem ég hef séð.
Karl (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 19:50
Verður að fara að stöðva þessa krata misnotkun á ríkisútvarpinu í þágu Evrópusambadsins. Hreinlega gengur ekki lengur þettað er útvarp allra landsmanna en ekki hægt orðið að horfa né hlusta vegna hlutdrægni í fréttaflutningi og ESB áróðri.Segji það alveg eins og er hef bara ekki list á að horfa á sjónvarpið né hlusta á útvarpið lengur vegna þessa.Þettað er algjörlega óþolandi og maður er neyddur til að borga fyrir.
Örn Ægir (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 20:48
Ég varð eiginlega gapandi á ruglinu þarna í Silfrinu, þar sem hagfræðisnillingurinn talar um krónuna sem brandara og gagnrýnir kaupmáttinn í aðra röndina og samkeppnishæfni í útflutningi í hina. Samkeppnishæfni, sem byrrir á því fyrst og fremst að kýla niður framleiðslukostnað með lækkun launa.
Af hvaða tímum missti þessi drengur í hagfræðinni?
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 21:16
Þá á ég við Þórlind. "byggir á" átti svo að standa þarna. Hann hélt því fram að við gætum framleitt samkeppnishæfar tölvur og bíla ef við værum með aðra mælieiningu en láist þó að nefna að launakjör réðu mestu um þessa hæfni. Við eigum væntanlega að miða okkur við Kínverja þar til að eiga möguleika á fjölbreytni. Nú, eða koma upp algerlega sjálvirkum iðnaði og sleppa við að borga fólki laun.
Svo var yndislegt að heyra formann rafiðnaðarsambandsins að segja að það væri barnalegt bull að benda á að ESB stefni í miðstýrt stórríki. Í hvaða sápukúlu býr þessi maður?
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 21:22
Allir læsir vita hvað aðildasamningur felur í sér? Ertu búinn að sjá þennan aðildarsamning Páll? Ertu að fullyrða það að það sé komin fram samningur og það séu fáir ef einhverjir læsir á Íslandi? Nema þú greinilega! Hef engann sérstakann áhuga á ESB aðild en frábið mér svona fávisku og bjálfahátt eins og er hér að ofan!
haukur (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 00:19
Liggur ekki ´bjálfahátturinn´ í að halda fram að samningurinn verði nokkuð annað en 90 þúsund blaðsíður af EU-lögum??
Elle_, 7.11.2011 kl. 00:28
Þ.e. hinn svokallaði ´samningur´.
Elle_, 7.11.2011 kl. 00:30
Elle 90 þúsund og reglugerðirnar. Einhverstaðar er hægt að nálgast reglugerðina um andaregg,sem ku vera 367,þús bls. Annars er þetta til að henda gaman af,en alvaran er að þessi stjórn vill hrifsa af okkur fullveldið,reynið bara að þræta fyrir það. Við erum læs á Lissabonsáttmálann,varla er hann ómark,eða hvað?
Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2011 kl. 00:58
Skyldi Guðmundur í rafmagninu vita um 22 % atvinnuleysið í Evrulandinu Spáni?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 03:07
Hver er þessi Þórlindur? Er hann á gelgjunni ennþá?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 03:09
Þetta er einfaldlega raunsætt stöðumat.
Það verður afskaplega erfitt að sliíta aðildarviðræðum ef samningur er á síðustu metrunum, sama hvaða stjórnmálaflokkur á í hlut eða hvaða loforð hafa verið gefin.
Hvað varðar ljót orð sem falla hér um skoðanir Þórlinds, þá má benda á að í þættinum voru heilir þrír gestir sem voru á öndverðum meiði við hann.
Egill Helgason (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 08:19
Ekki ætla ég að tjá mig um Þórlind, enda hlustaði ekki á hann eða slagsíðulegan þáttinn. En hvað veldur óþolandi EU-slagsíðunni í þættinum í OKKAR RUV?
Elle_, 7.11.2011 kl. 12:17
Hvaða ljótu orð hafa fallið hér um skoðanir Þórlinds? Tek undir með Jóni Steinari. Það var yndislegt að heyra formann rafiðnaðarsambandins tala um barnalegt bull annarra.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 13:40
Hann svarar ekki núna. Hvað veldur EU-slagsíðunni í SILFRINU??
Elle_, 7.11.2011 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.