Lilja, gildin og fólkið

Lilja Mósesdóttir greinir stjórnmálaástandið rétt og telur upp grunngildi sem meirihluti þjóðarinnar getur sammælst um. Aftur er þrautin þyngri að smíða framboð úr traustri analísu og fögrum lífsviðhorfum. Pólitík er meira og flóknara fyrirbæri.

Þegar grunngildin eru færð í búning stefnumála verða þau umdeildari. Stórt orð eins og réttlæti getur flúttað ágætlega við verðtryggingu en líka við afnám verðtryggingar, svo dæmi sé tekið.

Stefnumálin verða þau ekki nýju framboði helst ásteytingarsteinninn heldur fólkið. Takmarkað framboð er  af fólki sem hvorttveggja er félagsvant og hefur eitthvað fram að færa. Það fólk er flest starfandi í fjórflokknum. Nóg er af lukkuriddurum sem kunna, geta og vilja stúta öllum félagsskap sem er tilbúinn að taka þá um borð. Ný stjórnmálahreyfing er berskjölduð gagnvart lukkuriddurum.

Flokkurinn sem Lilja talar um gæti orðið til - en ekki nema brotni úr tveim eða fleiri starfandi stjórnmálaflokkum.


mbl.is „Vil endurvekja grunngildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt orðað Páll. Sammála.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 14:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með góðu gildin.  Og það er traustvekjandi að Lilja byrjar sína pólitísku göngu með útgangspunkt um einmitt þessi gildi.  Vilji er það sem þarf í upphafi. 

Líka sammála þér um að ný framboð eru viðkvæm fyrir eiginhagsmunapoti fólks sem reynir að komast áfram með slíkum.  Það er eitthvað sem þarf að varast.  En minn grunur er sá að Lilja velji að vera í betra sambandi við grasrótina sem hefur verið að mótmæla og vinna einmitt að þessum grunngildum.  Mín von er sú að þær hreyfingar geti sameinast um að verða í einhverskonar kosningasamkomulagi.  Sameinast um góða stefnuskrá um einmitt þessi grunngildi.  Ef þeim tekst það, þá er ég ekki í vafa um að slíkt framboð gæti orðið stórt og sterkt með rætur sínar í vilja almennings og kröfum þeirra um réttlátara og skilvirkara samfélag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 14:33

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Lilja er flott, frjálsar handfæraveiðar er stór hluti af

grunngildunum, frelsi er það sem vantar til að leysa byggða, mannréttinda, fátæktar og atvinnuvanda gjaldþrota þjóðar.

Aðalsteinn Agnarsson, 6.11.2011 kl. 15:23

4 identicon

Lilja virkaði mjög sannfærandi á mig.  Og sjálf er hún dæmi um, að uppúr grasrótinni sprettur iðulega réttsýnasta fólkið.  Tek svo undir vel orðaðar og góðar vonir  Ásthildar og mér finnst Aðalsteinn setja hlutina í rökrétt samhengi, því það er einmitt dæmi um lífvænlega heilbrigða skynsemi sem ég tel Lilju standa fyrir og sem þjóðin kallar eftir.  Við erum mörg sem höfum vonað að af slíku framboði yrði.  Ég fagna framboði Lilju og er alveg viss um að margir munu fylkja með Lilju til réttlætis, jafnréttis, valddreifingar og sjálfbærni lands og þjóðar.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 15:50

5 identicon

http://www.visir.is/telur-breytingar-a-kvotakerfinu-ogna-bankakerfinu/article/2011110629114

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 16:02

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það er eins og Páll segir, pólitík er meira og flóknara en grunngildin sem meirihluti þjóðarinnar getur sameinast um. Ég efast ekki um Lilju,en vildi hún ekki einnig taka upp aðferð Kvennalistans gamla,sem samþykkti engan formann,og þær skiptust á að sitja á þingi. Kanski var ég að misskilja hana,en tel bráðnauðsynlegt að hún sé og verði foringinn.  

Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2011 kl. 16:23

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mjög gott hjá Lilju, Það er það sem vantar. Trúverðugan og góðan Jafnaðar manna flokk. Jöfnuð og réttlæti, þó það kunni að vera erfitt að koma á réttlæti, ætti alla vegana að vera hægt að laga það, því verra getur það ekki verið! Gangi þér vel Lilja!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 6.11.2011 kl. 16:27

8 identicon

Fyrir hvern talar sá sem ekki vill ógna bankakerfinu?

http://www.svipan.is/?p=26572

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 16:40

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð ábending hjá þér Elín.  En ég tel að Lilja þurfi að skoða skoðun sína á kvótamálum.  Hún er að vísu frá landsbyggðinni, en vonandi hlustar hún á góð rök þeirra sem vita betur í þessum málaflokki.  Það kemur enginn alvitur inn, það þarf að slípa til og færa rök fyrir málum.  Ég mun fylgjast með þessum þreifingum Lilju, þó minn hugur stefni annað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 17:39

10 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og þetta er sama Lilja sem vill að ríkið geri upptæk 40% af lífeyrissjóð vinnandi fólks með rökunum "af því bara".

Jón Bragi Sigurðsson, 6.11.2011 kl. 19:55

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Elín.

Það á ekki að vera neitt markmið í sjálfu sér að ógna bankakerfi.

Bankakerfið er mikilvægt í nútímasamfélagi.

Að ógna því getur valdið miklum skaða og sóun á skattfé. Tala nú ekki um sparnað fólksins.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.11.2011 kl. 20:42

12 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Hér er eitt lítið dæmi um réttsýni rökfestuLilju.

Eftirfarandi rökræður áttu sér stað á milli okkar í haust á FB og þær dugðu til þess að ég hef ekkert álit á henni sem heiðarlegum og réttsýnum stjórnmálamanni:

"Jon Bragi Sigurdsson Hvernig rímar þetta sem þú skrifaðir um daginn: "Fáranleg hugmynd að setja byggingu fangelsis í einkaframkvæmd þegar ríki og sveitarfélög eiga inni hjá lífeyrissjóðunum sem nemur um 40% af eign þeirra vegna ógreiddra skatta."

og það sem haft er eftir þér í dag:

"Lilja Mósesdóttir, nefndarmeðlimur efnahags- og skattanefndar, segir ástæðu þess að ráðuneytið vilji hækka upphæðina vera þá, að ríkissjóður geri ráð fyrir að hafa um 2 milljarða króna tekjur af útborgun séreignasparnaðarins. Hún segir ergilegt að alltaf sé verið að sækja tekjur ríkissjóðs í vasa heimilanna."
Top of Form 1

Jon Bragi Sigurdsson Er lífeyrissjóðseign launþega "vasi heimilana" þegar þeir sjálfir vilja hafa not af þeim en ekki þegar þú vilt byggja fangelsi fyrir þá sömu peninga?

07 September at 20:14

Lilja Mósesdóttir Ég hef lagt til að ríkið nái í skatttekjur á næsta ári með því að leggja á útflutningsskatt. Gagnrýni mín beinist að því að sú leið sé ekki farin nú þegar útflutningsfyrirtæki hafa frá hruni notið gífurlegs hagnaðar af of lágu gengi.

08 September at 10:29

Lilja Mósesdóttir · 14 mutual friends Mér finnst auk þess ásættanlegra að ríkið nái í sinn hlut af eignum lífeyrissjóðanna án þess að heimilin séu sérstaklega hvött til að eyða lífeyri sínum.

08 September at 10:38

Jon Bragi Sigurdsson Það er þetta viðhorf sem ég er ósáttur við, að fólk þ.e. heimilin séu vitleysingar sem ekkert hafi með sína eigin peninga að gera, sem það hefur safnað með því að láta 12-15% af tekjum sínum renna í lífeyrissjóð. Ríkið getur samkvæmt lögum lagt tekjuskatt á þessa peninga þegar þeir eru greiddir út en ríkið á ekkert í peningum launþega svo lengi sem þeir eru í sjóðnum. Og allt tal um að ríkið eigi 40% af lífeyrissjóðunum ber vott um fádæma frekju og virðingarleysi gagnvart launþegum, heimilum og almenningi þessa lands. Lífeyrissjóðirnir virðast vera þeir einu sem eiga peninga á Íslandi í dag og það stendur ekki á græðginni bæði frá ríki og atvinnurekendum að komast með krumlurnar í þessa peninga.

08 September at 12:48

Jon Bragi Sigurdsson Auðvitað vilt þú ekki að "að heimilin séu sérstaklega hvött til að eyða lífeyri sínum" þar sem að þú vilt stela þessum peningum af þeim.

08 September at 12:51

Lilja Mósesdóttir Jón Bragi Sigurðsson - ríkið getur ekki stolið því sem það á. Reyndu nú að vera málefnalegur!

08 September at 13:43

Jon Bragi Sigurdsson Þú hefur ekki fært nein rök eða vísað til neinna laga varðandi það að ríkið eigi 40% af lífeyrissjóðunum. Vilt þú ekki líka vaða í sjóði atvinnurekenda og taka 40% af þeim peningum sem þeir eiga og eru ætlaðir til launagreiðslna í framtíðinni?

08 September at 13:47

Jon Bragi Sigurdsson Og er eitthvað verið að "að sækja tekjur ríkissjóðs í vasa heimilanna" með því að skattleggja útgreiðslu lífeyrissparnaðar ef að ríkið á þessa peninga fyrir og hefur alltaf átt þá?

08 September at 13:50

Elín G. Gunnlaugsdóttir · Friends with Guðjón D Gunnarsson Lilja er nú ekki í þeim hópi sem vill vera að skerða þann hluta sem fer til okkar.

08 September at 13:55

Lilja Mósesdóttir Jón Bragi Sigurðsson- þegar ég er að tala um að ríkið vaði í vasa heimilinna, þá er ég að vísa til þeirra skatttekna sem ríkið ætlar fá í gegnum eyðslu heimilanna á séreignarsparnaði - ekki þeim hluta sem að ríkið á.

08 September at 15:34

Lilja Mósesdóttir Það sem sumum finnst erfitt að skilja er að samkvæmt lögum ber öllum að greiða tekjuskatt af tekjum sínum án tillits til þess hvernig þær eru notaðar. Sérstakt samkomulag var gert við lífeyrissjóðina um að leyfa lífeyrissjóðunum að ávaxta þar til lífeyri er greiddur út tekjuskattinn sem annars hefði átt að greiða við inngreiðslu í sjóðina. Markmið þessa samkomulags var að efla lífeyrissjóðina.

08 September at 15:42

Jon Bragi Sigurdsson Nú ferð þú einfaldlega með rangt mál Lilja. Að það sé ekki greiddur tekjuskattur af þeim hluta tekna sem greiddur er í lífeyrissjóð er ekkert "samkomulag" um að "leyfa" það eru einfaldlega lög frá Alþingi:
Lög nr. 90/2003, um tekjuskatt, 28. gr. 5. liður þar sem stendur m.a: "Þrátt fyrir ákvæði þessa kafla telst ekki til tekna: Framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða*1) [og lögum um starfstengda eftirlaunasjóði.]1) [Þó skal telja framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda til skattskyldra tekna ef iðgjaldagreiðslur frá launagreiðanda eða sjálfstætt starfandi manni fara fram úr 12% af iðgjaldsstofni auk 2.000.000 kr. á ári.]"

08 September at 18:42

Lilja Mósesdóttir Auðvita þurfti að tryggja lagalegan grunn samningsins! Í kjölfar kjarasamninga þarf í flestum tilvikum lagabreytingar til að innleiða það sem samið var um.

08 September at 21:01

Jon Bragi Sigurdsson Þú skrifar hér að ofan: "Það sem sumum finnst erfitt að skilja er að samkvæmt lögum ber öllum að greiða tekjuskatt af tekjum sínum án tillits til þess hvernig þær eru notaðar."

Ertu að segja að þessi lög um tekjuskatt séu ekki "samkvæmt lögum"!?

Með sama hundalógík mætti segja að að allir eigi að greiða 40% skatt af öllum launum sínum ef ekki hefði verið gert "samkomulag" um að "leyfa" fólki að hafa skattleysismörk.

Þau lög sem virðast falla þér í geð heita "samkvæmt lögum ber..." en þau sem þú vilt ganga framhjá/brjóta eru bara "samkomulag um að leyfa"!

Mér finnst þetta vægast sagt einkennilegur málflutningur og einkennilegur skilningur á landslögum, ekki síst af manneskju sem situr á Alþingi.

Þarf ég að endurtaka það að þessi lög sem ég vitna í eru samþykkt af Alþingi og undirrituð af forseta Íslands? Þarf eitthvað meira til svo að þau séu í fullu gildi?"

Þegar hér var komið sögu kaus Lilja að henda mér út af FB-síðu sinni...

Jón Bragi Sigurðsson, 6.11.2011 kl. 20:51

13 identicon

Það er alla vega ljóst að allt lífeyrissjóðskerfið er snargalið:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Vilhjalm_Birgisson/galid-lifeyrissjodskerfi-

Mismunun á milli hins almenna og hins opinbera launþega er svo alveg sér-kapítuli fyrir sig.  Hér þarf að stokka allt kerfið upp, það ætti öllum að vera augljóst.  Ekki veit ég hverjar skoðanir Lilju eru á því, en það er alla vega réttlætis og sanngirnismál, því hví skyldu opinberir starfsmenn njóta lögbundins lífeyris, meðan almennir sitja uppi með sárt ennið, efrir að þing skipaði þeim að borga í sjóði sem síðan hafa farið, vægast sagt, illa að ráði sínu. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 21:35

14 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það eru alveg sjónarmið útaf fyrir sig Pétur Örn. En þingmaður sem ekki skilur eða vill skilja muninn á lögum og samkomulagi og álítur að í lagi sé að brjóta lög bara ef henni sýnist svo er harla lélegur pappír að mínu mati.

Og víst er að ekki styrkist lífeyrisjóðurinn okkar almennra launþega við það að ríkið taki 40% af þeim einsog Lilja vill.

Jón Bragi Sigurðsson, 6.11.2011 kl. 21:42

15 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Síðan hvenær er það brot á lögum, að leggja til að lögum verði breytt, Jón Bragi?

Það eru greinilega einhverjir aðrir en Lilja, sem skilja ekki eða vilja ekki skilja.

Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 22:58

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Guð forði okkur frá nýjum flokkum hagfræðinga eins og Lilju Mós. Hún þolir ekki gagnrýni eins og frá Jóni Braga, hugmyndir hennar um útflutningsskatt er bara gengisfelling eða gjaldeyrisskattur.

Lifi fjórflokkurinn, sérstaklega Sjálfstæðislfokkurinn. Hann er eina von fólksins

Halldór Jónsson, 6.11.2011 kl. 23:21

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Guð forði okkur frá nýjum flokkum hagfræðinga eins og Lilju Mós. Hún þolir ekki gagnrýni eins og frá Jóni Braga, hugmyndir hennar um útflutningsskatt er bara gengisfelling eða gjaldeyrisskattur. Hugmynir hennar um nýjan flokk eru þokukenndar og barnalegar. En hún er ekki verri en önnur flokksbrot sem kvikna og deyja jafnharðan.

Lifi fjórflokkurinn, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er eina von fólksins útúr vandanum

Halldór Jónsson, 6.11.2011 kl. 23:24

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

útflutningsskattur væir frekar líkara gengisstyrkingu fyrir útflutningsfyrirtækin. .. ekki gengisfelling.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.11.2011 kl. 00:06

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þ.e fyrirtækin fengi minni pening.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.11.2011 kl. 00:06

20 identicon

Af hverju er þér það keppikefli Halldór Jónsson, að fjórflokkurinn einn lifi?

Er það eitthvað svona í anda "Guð blessi Ísland" og drottinn blessi kærleiksheimilin 4, en ekki heimili okkar "venjulega fólksins" eins og Steingrímur J. kallar okkur flest af alkunnum aumingjagrettu hroka sínum?

En ég er sammála því sem þú skrifar á bloggi þínu, að þátturinn um Ingimar Eydal var fínn (ég hefði tekið undir það þar, ef ég væri innskráður). 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 00:28

21 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Spurningu þinni hef ég svarað á þinni síðu Jóhannes

http://joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/entry/1203122/#comment3234852

Hún er ekkert að leggja til að lögum verði breytt heldur að halda því fram að landslög gildi ekki og hafi ekki gilt. Og ef hún vill láta breyta lögum um tekjuskatt á inngreiðslur í lífeyrissjóð þá er það ekki frumlegra en það að Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram frumvarp um það á Alþingi fyrir tveimur árum síðan...

Jón Bragi Sigurðsson, 7.11.2011 kl. 07:59

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var nokkuð ljóst í upphafi að ef og þegar Lilja ákvæði að stofna nýjan stjórnmálaflokk færu hinir flokkarnir á límingunum.  Og hvað er árangursríkara en að senda út bloggara til að rakka niður allt sem hún hefur sagt og gert.  Þannig eru leikreglur fjórflokksins.  Það á svo sem eftir að koma fleira frá þeim það er alveg öruggt.  Þess vegna er best að skoða hvað hún hefur fram að færa, og hvað hún hefur gert meðan hún situr á alþingi.  Auðvitað eru henni mislagðar hendur, en það geta allir gert svo sannarlega.  En miðað við allt og alla sem sitja á Alþingi núna þá hefur maður tekið eftir hennar málflutningi, og því sem hún hefur staðið fyrir.  Ég held að hún verði sterkur leiðtogi með sanngirni og heiðarleika að leiðarljóst.  Svo er að bíða og sjá hverja hún velur með sér.  Ég fyrir mína parta vona að hún leiði saman sem flest smáframboðin og grasrótina, fólkið í landinu en ekki einhver "andlit" og framapotara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 11:16

23 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ertu með þessu að segja Ásthildur að ég sé gerður útaf "fjórflokkunum" þar sem ég hef tekið eftir alveg fáránlegum málflutningi hjá henni?

P.s. Hvert á ég þá að sækja launin mín?:)

Jón Bragi Sigurðsson, 7.11.2011 kl. 11:41

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tókstu þetta til þín Ég tala af biturri reynslu.  En við skulum bara sjá hvað gerist þegar framboðið kemst á koppinn.  Það getur vel verið að peningar séu ekki í boði, en allavega er það svo að siðurinn er hér eða ósiðurinn að flokkshestar geisast fram og rakka niður alla sem reyna að fara utan fjórflokksins.  Það  er nefnilega til fólk sem vill engar breytingar á stöðu hans og bregst til varnar í stað þess að leyfa málum að þróast, og leyfa fólki að koma því að sem brennur á því.

Upphrópanirnar eru byrjaðar strax.  Lýðskrumari, flokkaflakkari, miðjumoð, samsull.  Allt gert til að gera manneskjuna tortryggilega.  Það er auðvitað ekki það sama og að vitna í það sem hún hefur sett frá sér.  En það er samt broddur í þessu hjá þér, þó það sé ekkert í samræmi við hinar upphrópanirnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 12:41

25 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

No hard feelings Ég einsog aðrir vonast sífellt eftir einhverju nýju og betra en því miður varð ég fyrir vonbrigðum þegar ég fór að rýna í málflutning Lilju Mósesdóttur.

Jón Bragi Sigurðsson, 7.11.2011 kl. 12:53

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við erum orðin brotinn og algjörlega án trausts á flestum þeim sem eru að bjóða sig fram til að sinna okkar málum. En það sem ég er að vonast eftir er samkrull þeirra smáflokka og grasrótarinnar sem hefur verið að spjalla saman yfir kaffibolla og ræða sín mál, þvert á allar flokkslínur.  Ef þetta fólk ásamt Lilju og fleiri góðum nær að tala sig saman um sanngjörn stjórnmál, þá mun ég ekki leggja minn fót á þá tilraun.  Ég er auðvitað sammála þér með það að reynslan sýnir að við verðum að spyrja óþægilegra spurninga og vilja fá svör. Það er eðlilegt og sjálfsagt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 14:18

27 identicon

Ég held að Ásthildur tjái tilfinnningar okkar mjög margra.

Og ég vil minna á að hvaða ástæðu höfum við til að treysta hrunflokkunum BDS?  Og hvaða ástæðu höfum við til að treysta VG, eftir að sá flokkur seldi sig AGS sem lúxus-auðvalds-mella? 

Að kvöldi 24.apríl 2009 horfði ég á umræður flokksformanna í sjónvarpi RÚV ohf. fyrir þingkosningarnar daginn eftir.  Og þar lagði ég vel við hlustir, mjög vel við hlustir, því hér hafði orðið Hrun og maður vildi því leggja sitt litla lóð á vogarskálar réttlátra eftirmála.  Ég er einn þeirra sem fannst lítið tilefni vera til að verðlauna hrun-flokkana, BDS, en að ég skyldi láta glepjast af loðmullu fagurgala og lygum Steingríms Jóhanns Sigfússonar það kvöld get ég seint fyrirgefið sjálfum mér.  Ma. hvað varðar ESB, því þangað er stefnt, þó hann segði allt annað að kvöldi 24.apríl 2009.  Maðurinn er skinheilagur rað-lygari, það vita flestir nú-orðið. 

Icesave valdníðsla Steingríms Jóh. og auðræðis-mellu-háttur hans fyrir hönd AGS og erlenda vogunarsjóði og hrægamma er efni í heila glæpasögu.

En ... "We wont get fooled again!"  Við sem höfum orðið vitni að rað-lygum mannsins látum ekki blekkja okkur aftur, því þeir sem tala tungum tveimur og akta í stíl eru ekki traustsins verðir.

Það er ósk mín að réttsýnt fólk til jafnaðar, heilbrigðs frelsis og bræðra-og systralags og samkenndar í samfélagi okkar "venjulega fólksins" stofni nýtt stjórnmálaafl, þvert á flokka og myndi þá skjaldborg um hag alls almennings þessa lands, sem við vorum svikin um og að hér verði hreinsað til.  Mér sýnist að sú ósk okkar margra gæti ræst með tilkomu þess nýja stjórnmálafls sem Lilja stefnir að.  En ég get alveg sagt eins og Ásthildur, að við skulum ekki tapa okkur í gagnrýnisleysi heldur einnig að spyrja óþægilegra spurninga. 

Þegar þingið nýtur einungis 11% trausts þjóðarinnar, þá er eitthvað meira en lítið að.  Það er augljóst öllum nema blindum vörslumönnum valdsins.  Skoðanakannanir sýna það trekk í trekk að vantraust almennings er algjört á hinum hefðbundnu og samtryggðu flokkseigendaflokkum.

Það er staðreynd að við erum rík þjóð í mörgum skilningi þess orðs og auðlindir til lands og sjávar miklar og því ætti hér öllum að geta liðið vel og haft það gott ... ef ekki væri sú misskipting sem nú ríkir og hefur, þvert á fagurgala-loforðin, farið vaxandi undir skinhelgum pilsfaldi heilagrar Jóhönnu Sig. og Steingríms J., þar sem hagsmunaklíkurnar fá að valsa um og vefa spunaþráð blekkinganna og sjónhverfinganna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 15:34

28 identicon

Og bara svo það fari nú ekkert á milli mála, þá hef ég aldrei á ævinni verið flokksbundinn og er ekki enn, en hef reynt að kjósa hverju sinni skv. bestu vitund hverju sinni, sem reyndar er orðin ansi erfið þraut, því lygar og svik flokkanna virðast vera samtryggð. 

En grátlegast af öllu er hvað við, venjulegir nóboddíar í öskustó hrunsins, við öll hin óbreyttu ... við Jónarnir og Gunnurnar ... látum deila okkur í dilka eins og sauði til slátrunar, samkvæmt gamalkunnri og steinrunninni flokkadráttahugsun -divide et impera- og það sem enn verra er ... að sjálft helvíti þeirrar hugsunar er að við kljúfum okkur sjálf þannig í herðar niður í hjaðningavígum.  Þannig verða bræður og systur okkar allt í einu andstæðingar okkar, iðulega út af einhverjum tittlingaskít eða meinloku, enda þótt við vitum innst inni að þau eru sammála okkur hvað varðar öll þau siðferðis- og samfélags- og stjórnmálalegu gildi sem megin máli skipta.

Ég endurtek því, að það er ósk mín að réttsýnt fólk til jafnaðar, heilbrigðs frelsis og bræðra-og systralags og samkenndar í samfélagi okkar "venjulega fólksins" láti af flokkadráttum og sameini kraftana í eina breiðfylkingu, nýtt og öflugt stjórnmálaafl.  Við vitum öll að hér varð Hrun, við vitum öll að ekkert hefur breyst eftir Hrun, við vitum öll að almenningur þráir nýtt afl til grundvallarbreytinga sem hér þarf að framkvæma á öllu gjörspilltu hagsmuna-klíku-kerfinu.  Við vitum öll að mjög margir kjósendur 4-flokkanna eru hundfúlir út í þá, enda sami grautur þar í sömu skál og allir hafa þeir nú á afrekaskránni að hafa brugðist hinum almenna kjósanda sínum.  Alls staðar heyrum við fólk tala um, að það þráir ... bara ... að hér verði byggt upp úr rústum Hrunsins samfélag fyrir allan fjöldann - en ekki klíkuhópana.  Samfélag sem byggir á réttlæti, sanngirni, samkennd og jafnrétti. 

 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 15:50

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæl þú manna heilastur Pétur Örn Björnsson.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband