Páfavaldið í Evrópusambandinu

Grikkir hættu við þjóðaratkvæðagreiðslu um neyðarlán frá Evrópusambandinu þegar Þjóðverjar og Frakkar sögðu að atkvæðagreiðslan væri spurning hvort um það hvort Grikkjum yrði hent út úr evru-samstarfinu eða leyft að vera þar áfram.

Hótun Frakka og Þjóðverja um útskúfun óreiðuríkja úr evru-samstarfinu jafngildir hótun um bannfæringu páfa á miðöldum. Enginn þjóðhöfðingi vill eiga yfir höfð sér þá afneitun enda fyrirséð að þegnar viðkomandi þjóðhöfðingja gerður uppreisn gegn honum.

Páfavaldið er sterkt yfir veikum þjóðhöfðingjum í smáríkjum í vanda, eins og Papandreou og Grikkjum. Gagnvart stærri ríkjum horfið málið öðruvísi við. Bretar efast sem aldrei fyrr um framtíð sína í Evrópusambandinu. Vandræðin við að leysa grísku skuldakreppuna auka ekki á tiltrú Brusselvaldsins. Tillögur um að flytja auknar valdheimildir til Evrópusambandsins, til að styrkja það í baráttunni við óreiðuríkin, eru á hinn bóginn eitur í beinum Breta sem finnst þegar nóg komið.

Samstaðan á meginlandinu er að rofna vegna óviðráðanlegra skulda sumra evru-ríkja og hótanir ganga á víxl. Jaðarríki eins og Bretland íhugar að endurheimta tapað fullveldi til Brussel.

Ísland ætti ekki að snerta Evrópusambandið og hvergi gefa færi á sér. Afturköllum umsóknina um aðild.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband