Laugardagur, 5. nóvember 2011
Benedikt býður Bjarna formanni ESB-faðminn
Benedikt Jóhannesson formaður Sjálfstæðra Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum stóð fyrir áróðursherferð fyrir Samfylkinguna við síðstu þingkosningar. Í herferðinni var málflutningur Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu lofsamaður.
Núna býður Benedikt Jóhannesson Bjarni Benediktssyni formanni ESB-faðminn og RÚV sér um að breiða út boðskapinn.
Jafnframt segir Benedikt að hann styðji Bjarna Benediktsson til áframhaldandi formennsku í flokknum. Þeir Bjarni munu vera frændur. En það getur ekki verið vinarbragð af Benedikt að styðja Bjarna til formennsku.
Athugasemdir
Bjarni tók ekki afstöðu gegn ESB fyrr en hann mátti til þegar Sigmundur Davíð hafði gert það fram að því hundsaði hann ályktun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins og fram til þessa dags hefur hann verið frekar vingulslegur og ekki verið að sýna harða og skothelda afstöðu til eins eða neins. Næstu kosningar munu snúast um ESB það vita allir sem vilja vita og hætt er við að landsfundarfulltrúarnir sem samþykktu ályktunina um að draga ESB umsóknina til baka þeir verði sjálfum sér samkvæmir og kjósi þá manneskju sem lýsir þvi yfir með óyggjandi og trúverðugum hætti að Íslandi sé best borgið utan ESB því þetta er jú "Sjálfstæðisfólk"!
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 18:22
Þessi Benedikt virkar á mig eins og einhver einfeldningur. ESB taglhnýtingarnir hér á blogginu hafa haldið á lofit lista frá honum með rökum fyrir aðild frá 2010, en í þeim lista stendur ekki steinn yfir steini. Kannksi, ef og líklega eru inntakið, án raka og svo vitnar hann í Maó og fer með öfugmæli í hverjum einasta lið.
Nú segir hann að ESB andstæðingar séu fífl, en viðurkennir þó af miklu lítillæti að það séu þó kannski ekki allir. Hann heldur því fram að andstæðingar ESB séu a móti af þeirri einu ástæðu að Samfylkingin sé með. Hann segist aldrei hafa séð rök gegn inngöngunni.
Af hvaða plánetu er þetta kjánaprik spyr ég?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 18:55
Það er til marks um áræðanleika Bjarna að öll Baugspressan agíterar nú fyrir áframhaldandi formennsku hans og er komin í einhverskonar smear campaign mild á Hönnu Birnu.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 18:57
Benedikt segir: "En það er ekki þar með sagt að það séu allir asnar sem eru á móti Evrópusambandinu. Menn eiga bara hins vegar að afgreiða þetta með rökum en ekki því að þeir séu á móti því bara vegna þess að Samfylkingin sé með því.“
Er ekki nóg af rökum á móti Evru og Evrópusambandi og Benedikt og aðildarsinnar orðnir rökþrota mér sýnist það. En þeir halda samt áfram að bulla þó það blasi við að Evran og Evrópusambandið eru hreinlega ekki að ganga upp.Almenningur er í ESB löndum að vakna upp við vondan draum og átta sig á stórfeldum göllum þessa ólýðræðislega fyrirbæris og hverra hagsmunum það þjónar.Þettað fyrirbæri sem ESB er verður hrunið áður en langt um líður og ef svo ólíklega vildi til að almenningur í Evrópu samþykkti það að sameina fyrirbærið í eitt ríki vilja þá Benedikt og félagar láta innlima Ísland í þann hungraða risa sem úr því yrði?Ef svarið er já hljóta þeir að ganga hér erinda erlendra ríkja og eiga því væntanlega von á einhverri umbun í staðin(baugsgengið átti að fá að sitja að innflutningi til landsins las ég einhverstaðar og tel það trúverðuglegar heimildir) vegna þess að gjaldþrota Evrópu vantar nýlendur til að nærast á og þar yrði Ísland góður biti.
Örn Ægir (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 18:58
Það að segja að þeir sem ekki eru sammála séu fífl! segir allt sem segja þarf um manninn Jón.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 19:00
Jamm...og ekki gleyma því að hann var hugmyndafræðingur og leiðtogi Áframhópsins, sem barðist á hæl og hnakka fyrir því að við kyngdum Icesave ánauðinn án möglunnar. :ap segir m ér ennþá meira um þennan kafbát.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 19:02
Benedikt hefur kannski mismælt sig varðandi stuðning við Bjarna. Ekki eru nema 19 dagar síðan Páll fræddi lesendur sína á því, að hann styddi Hönnu Birnu.
Sigurður (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 21:29
utanthingstjorn.is
Það er eina framkvæmanlega lausnin út úr flokka-spillingar-stjórnsýslu Íslands.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2011 kl. 21:30
Jón ef öll Baugspressan agiterar fyrir Bjarna er það ekki bara ágætt, það eru nefnilega nokkur áreiðaneg dæmi um það að svoleiðis aðgerðir virka bara oft ekki vel á Íslendinga og snýst gjarnar upp í andhverfu sína.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 21:57
Hverjum er ekki sama hver verður formaður SjálfstæðismútuFLokksins. Það er ekki bara sami rassinn undir þeim öllum heldur eru þeir í alvöru heimskir. Það er rétt hjá þeim ESB sinnum sem það finnst. Bjarni gáfaður? Nei. Hanna Birna gáfuð? Njett. Það gerir bara ekkert til því söfnuðurinn er svo gersamlega stjúpid að þeir munu aldrei sjá nokkurn mun. Bara þeir sem hafa hag að því að komast að úldnu kjörkötlunum sem Steingrímur hrærir í þessa dagana dregur þá að einsog gamma. Gammar gera gagn í náttúrunnin en mútuliðið sem sækir í ríkisjötunar er vita gagnslaust því miður.
Gísli Ingvarsson, 5.11.2011 kl. 23:28
Bjarni Ben hefur fallið fyrir freistigu áður..
Vilhjálmur Stefánsson, 6.11.2011 kl. 00:12
Það getur vel verið að Benedikti þyki svo vænt um flokkinn sinn, að hann bendi frambjóðendum á að halda öllum kostum opnum,í afstöðunni til Esb. Það kallar hann víðsýnni og breiðari stefnu,sem nái betur til fjöldans. En hvað þetta minnir á V.G. sem höfðaði til þeirra óttaslegnu sárþjáðu landa hans eftir hrun,sem mændu á rammfalskan,valdafíkinn "Braveheart"en bíða nú eftir falli hans. Kjósendur eru orðnir svo leiknir í að geta í eyðurnar,fylgjast með svipbrigðum frambjóðenda,að þeir láta ekki blekkjast. Ég hef ekki séð neinn hrekja RÖKIN þeirra fjölmörgu pistlahöfunda hér á bloggi MBL. Ég gömul kelling dáist að þeim og þykir svo mikið til þeirra koma,að fengi ég að kjósa þá í ábyrgðarstöður fyrir landið,væri ég í vanda,nema þeir flykktust allir (minni á að konur eru menn) í sama flokkinn,þannig hugsa svo margir,það væri kanski lausn allra mála,fyrir ÍSLAND.
Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2011 kl. 02:44
Auðvitað á það að vera rök,andstæðinga (vina minna ),gegn ESB. drallinu.
Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2011 kl. 03:16
Benedikt Jóhannesson varðar ekkert um sjálfstætt, fullvalda Ísland.
Hann vill láta innlima Ísland með þeim hætti að meðtaka allt lagaverk Evrópusambandsins og reglugerðir þess allar og æðsta dóm ESB-dómstólsins, enda er alls ekki boðið upp á að komast undan því. Hvað veldur slikri ósjálfstæðis-afstöðu manns í Sjálfstæðisflokknum? Er búið að lofa honum bitlingi í Brussel?
Jón Valur Jensson, 6.11.2011 kl. 10:27
Sjálfstæðisflokkurinn er því miður ekki heill í málinu. Illugi Gunnarsson, ESB-innlimunarsinni og gamall samherji Bjarna unga Ben., er kominn aftur í þingflokkinn, og þar eru fyrir Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem sé þrír ESB-þingmenn. Eftir að Framsóknarflokkurinn losnaði við Guðmund Steingrímsson og fekk Ásmund Daða í staðinn, er sá flokkur miklu heilli, en þarf að losa sig við Siv til að verða sá einarði sjálfstæðis- og fullveldisflokkur, sem nú er full þörf á.
En mikilvægt væri, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins tæki afar skýra og einarða afstöðu fyrir flokkinn í þessu máli, svo að línur hans verði hreinar við næstu kosningar og ESB-ósjálfstæðis-frambjóðendunum verði þar ekki vært á framboðslistum. Stuðningur við ósjálfstæði er höfuðsynd í Sjálfstæðisflokknum.
Jón Valur Jensson, 6.11.2011 kl. 10:35
Tek heilshugar undir með Jóni Vali, vel mælt.
Sólbjörg, 6.11.2011 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.