Fimmtudagur, 3. nóvember 2011
Grikkir fá Icesave-meðferð
Þegar Ísland neitaði að ábyrgjast skuldir einkabanka fengum við að heyra að Evrópusambandið myndi setja okkur á svartan lista með tilheyrandi útilokun frá lánsviðskiptum. Ekki gekk það eftir þótt þjóðin neitaði að ábyrgjast Icesave-skuldirnar.
Óvíst er hvort Papandreou forsætisráðherra Grikkja hafi fengið hugmyndina að þjóðaratkvæðagreiðslu frá Íslendingum. Viðbrögð elítunnar í Brussel eru sambærileg - en þó margfölduð með nokkrum tugum þar sem í húfi er gjaldmiðlasamstarf 17 ríkja og sjálft Evrópusambandið. Það kemur fjarska illa út fyrir lýðræðisþjóðir að leggjast gegn þjóðaratkvæðgagreiðslu.
Evru-samstarfið einkennist af hótunum og gagnhótunum. Samstarf á þeim grunni er dæmt til að mistakast. Merkilegast er þó að aðildarsinnar á Íslandi halda enn að evran sé góð hugmynd.
Andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ESB að breytast í hræðslubandalag.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 10:08
Já, það er ótrúlegt að einhver skuli enn vera að leggja til að við göngum í ESB.
Þetta minnir óneitanlega á það þegar krakki er lagður í einelti af hópi af stærri krökkum. Ef til vill myndu sumir þolendur eineltisins vilja ganga í lið með stóru krökkunum svo þeir verði ekki fyrir barðinu á eineltinu lengur, langar að komast í svölu klíkuna og taka þátt í því að leggja aðra í einelti.
Kannski er það bara það sem Samfylkingin vill... taka þátt í eineltinu á öðrum til að sleppa við að vera strítt.
Andri (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 10:22
Kæmi ekki á óvart. Við ´frábæru og sterku evrópskugen´ gegn öðrum ómerkilegri hlutum heims??
Elle_, 3.11.2011 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.