Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Evru-fangelsi Grikkja
Grikkir eru læstir inn í evru-fangelsi. Brjótist þeir út úr fangelsinu bíður þeirra steinaldarhagkerfi. Kjósi þeir að sitja áfram í fangelsi munu þeir búa við varanlegan efnahagslegan samdrátt og vera bónbjargarmenn um fyrirsjáanlega framtíð.
Evran gróf undan samkeppnisstöðu Grikkja í heilan áratug vegna þess að Grikkir litu á evruna sem ódýra leið að fjármagna neyslu. Grikkir þurfa 40 til 50 prósent gengisfellingu til að ná tilbaka tapaðri samkeppnisstöðu.
Val Grikkja í þjóðaratkvæðagreiðslunni er um gálga eða aftökusveit.
Grikkja er að ákveða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki þversögn í þessu? Voru það þá ekki Grikkir sem grófu undan samkeppnisstöðu Grikkja, með afstöðu sinni gagnvart evrunni?
Er það áfenginu að kenna að einhver drykkjumaður er á leiðinni í gröfina fyrir aldur fram? Er það ekki drykkjumaðurinn sjálfur sem hellir víninu í sig?
Theódór Norðkvist, 3.11.2011 kl. 00:19
Grikkir eru ekki læstir inni í evrufangelsi, heldur eru forráðamenn evrusamstarfsins fastir í eigin lokkunar-evru-fangelsi.
Höfum staðreyndirnar á hreinu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.11.2011 kl. 00:40
Frekar illa orðuð grein, Páll. Svona svolítið Brusselskt.
Halldór Egill Guðnason, 3.11.2011 kl. 04:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.