Þriðjudagur, 1. nóvember 2011
Samfylkingin fær Dani að leiða Ísland inn í ESB
Í eina tíð eftir fullveldi sáu Danir um utanríkismál í verktöku fyrir Íslendinga. Þegar til stóð að þakka fyrir veitta þjónustu og segja upp sambandssamningi við Dani tók Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, því illa. Alþýðuflokksmenn mynduðu lítinn en harðsnúinn minnihluta sem barðist gegn stofnun lýðveldis hér á landi.
Samfylkingin gerir málstað sínum lítinn greiða með því að leita ásjár danskra stjórnvalda.
,,Virkur" stuðningur Dana við að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þrátt fyrir eindregna og afgerandi andstöðu íslensku þjóðarinnar mun ekki mælast vel fyrir. Norrænar ríkisstjórnir ættu að hafa rænu á að láta Íslendinga eina um að ráða málum sínum í samskiptum við aðrar þjóðir.
Styðja aðildarferli með virkum hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Landráðaflokkurinn Samfylking ætlar að þröngva þjóðinni ínn í Evrópusambandið með áframhaldandi aðstoð og vilja erlendis frá með góðu eða illu.Þurfum að koma þessu liði frá völdum sem fyrst.Eina sem þessi ömuglega ríkistjórn hefur að markmiði er að koma landinu í Evrópusambandið.Ríkisstjórnin vinnur beinlínis gegn Íslensku þjóðinni einsog hún hefur sýnt og sannað.Erlendir aðilar eru farnir a' tala einsog búið sé að ákveða með inngöngu þjóðarinnar
"RÚV birti undarlega frétt í hádegisfréttum sínum þess efnis, að Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana „fagnaði komu“ Íslendinga í Evrópusambandið"!!!
Og ESB RÚV lætur ekki sitt eftir liggja!
Örn Ægir (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 19:15
Sammála hafi þeir skömm fyrir, fyrir landsdóm með þetta landráða pakk, segi og skrifa. Ég er búin að fá nóg af þessum endalausu svikum og þröngvistarfssemi þetta Samfylkingarfólkd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 19:19
Það mættu nú einhverjir góðir taka sig til og skrifa greinar í nokkur vel valin Blöð erlendis og kynna fyrir Evrópubúum að Íslenska þjóðin sé nú ekki á bakvið þessa aðildarumsókn. Aðildarumsóknin sé bara yfirgangur eins stjórnmálaflokks hér Samfylkingarinnar og svik annars, Vinstri Grænna.Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er á móti aðildarviðræðum og hefur ekki áhuga á að ganga í Evrópusambandið og mun ekki láta vinstri stjórnmálaelítuna hér þvinga sig inn í ESB né heldur annara þjóða evru elítur
Örn Ægir (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 19:25
Yfirgangurinn og frekjan er þvílík í þessu Samfylkingarpakki að keyrir algörlega um þverbak og fyrir löngu nóg komið.Þettað lið heldur að því séu allir vegir færir með Evrópuelítuna á bakvið sig gegn Íslendingum
Örn Ægir (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 19:29
Eg bara krossa fingur og bið að Grikkland og allt þetta EVRUDRASL hrynji yfir Jóhönnu !!!!! ,ekki seinna en núna.... þvi það gerir það hvort sem er fyrr eða seinna En gæti forðað okkur frá þvi sem værra væri ef það skeði núna !! En eg skammast minn lika fyrir okkar eigin dugleysi að reka ekki þetta Rikisstjórnar skrimsli af höndum okkar ...það er lika saga útaf fyrir sig !!! og reyndar óskiljanleg ??
Ransý (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 20:41
Held að Helle Thorning sé því miður stjórnmálaleiðtogi af svipuðu kaliberi og Jóhanna þótt sennilega sé hún betur innrætt.
Það verður því varla mikil hjálp í þessum stuðningi Dana.
En hafi þeir þökk fyrir viljann.
Karl (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 21:10
Er það nú ekki dálítið mislukkað að gera mjög lítið úr innræti pólitíska andstæðingsins Jóhönnu Sigurðardóttur?
Ég leyfi mér að varpa þessari spurningu fram þótt blessuð manneskjan sé mér nú langt frá því kær í núverandi hlutverki.
Árni Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 21:30
Landráðastefna í nafni internationalismans er orðið aðalsmerki sósíaldemókrata bæði á Íslandi, Danmörku og Sviþjóð. Og það breytist ekki.
Ég bjó í Danmörku í tvo áratugi og undirlægjuháttur socialdemokratanna í ESB-málum var sláandi. Þótt Helle Thorning-Schmidt leiði stærsta stjórnarflokkinn, þá hefur landráðaflokkurinn De Radikale Venstre töglin og hagldirnar í ríkisstjórninni. Alveg eins og sá hundflati undirlægjuflokkur réði ferðinni 1982-2001. Og þar mun Jóhanna hitta sína líka og sína mentora.
Vendetta, 1.11.2011 kl. 23:13
Ég vil minna á, að alveg eins og og Samfylkingin hefur svikið jafnaðarmannastefnuna, þá hafa Socialdemokratarnir einnig svikið alþýðuna í Danmörku á eftirfarandi hátt:
Íslendingar ættu ekki að treysta dönsku ríkisstjórninni fyrir neinu góðu, enda mun hún starfa í umboði ESB á fyrri hluta næsta árs. Ég vil benda á að Danir hafa aldrei haft nein áhrif innan ESB. Öll baráttumál danskra ríkisstjórna síðan ESB varð til hafa lotið í lægra haldi í ráðherraráðunum. Allt hefur tapazt. Mál, sem hafa varðað réttindi og sanngirni. Tapazt. Stóru ríkin, aðallega Þýzkaland, hafa ráðið öllu. Danir og Bretar hafa oft verið sammála um eitthvað mál, en Þýzkaland, Frakkland og suður-evrópsku löndin hafa haft aukinn meirihluta.
Þetta er líka það sem bíður Íslendinga, ef landið verður aðili: Miklar skuldbindingar, mikil útgjöld, engin áhrif.
Vendetta, 2.11.2011 kl. 00:09
Ég biðst afsökunar á hinum mörgu setningafræðilegu villum í síðustu athugasemd.
Vendetta, 2.11.2011 kl. 00:12
Að sjálfsögðu urðu Danir að sjá um utanríkismál fyrir Ísland á sínum tíma. Ástæðan er afar einföld: Ísland var eigi í neinni stöðu eða standi til að sinna þeim málum.
það var mikið gustukarverk og góvild hjá þeim Dönum að hlaupa undir bagga með Íslandi eins og þeir höfðu reyndar gert öldum saman.
Síðan þegar upp kom einhver histería um að láta Bandaríkjamenn sjá um það þegar þeir veifuðu dollurum til þeirra sjalla - þá skiptist svokölluð ,,þjóð" hérna í tvo meginflokka: 1. Lögskilnaðarmenn. 2. Hraðskilnaðarmenn.
Lögskilnaðarmenn vildu halda lágmarks siðsemi við aðskilnað við vinaþjóð okkar Dani og ma. gæta að lagalegum þáttu þar að lútandi en Hraðskilnaðarmenn vildu hlaupa uppí kjöltu Bandaríkjann í einum andskotans harðaspretti og gefa skít í siðlegheit og skyldur.
Sveinn Björnsson forseti var td. Lögskilnaðarmaður. Í raun höfðu lögskilnaðarmenn betur þegar sagan er skoðuð eftirá enda höfðu þeir rétt fyrir sér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.11.2011 kl. 00:14
Þetta er merkileg söguskoðun Ómar, eins og endra nær. Styrinn stóð um hvort við skildm strax, eða biðum fram til stríðsloka. Málamiðlunin var sú að ákvæði sambandsamningsins voru efnd en efnt til þjóðaratkvæðis um aðskilnaðinn. Fullveldið var síðan samþykkt með 95% gegn 1%.
Að þessi 95% þjóðarinnar vildu segja sig í sveit hjá bandaríkjamönnum er þvílíkt rugl og þvaður að það er vart hægt að eyða orðum á það.
Hvernig þau koma yfirleytt inn í þessa jöfnu er vandséð.
Ég held ég hafi aldrei fyrirhitt annan eins frauðhaus og bullara og þig Ómar minn. Mikið óskaplega áttu bágt þarna á útnáranum fyrir austan.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2011 kl. 01:14
Er það ekki alveg öruggt að það erum við sem vinnum og borgum fyrir þessi rugl skrif Ómars eins og mannvitsbrekkunnar Jóns Frímanns, og sjálfsagt mun fleiri ESB - strumpa sem eru að missa allt í brók af spenningi yfir tóma jólapakkanum frá Brusselsnýki hinum voða góða... ???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 02:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.