Kostnaður við ESB-umsóknina

Beinn kostnaður við illa ígrundaða umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er vinnutími embættismanna, ferðalag og útgjöld vegna ráðgjafar og annar útlagður kostnaður. Öll ráðuneyti hafa þurft að leggja í verulegan kostnað vegna umsóknarinnar.

Óbeinn kostnaður af aðildarumsóknina er margvísleg töpuð tækifæri, svo sem að höfuðstöðvar norðurskautsráðsins voru ekki settar niður í Reykjavík, og sködduð ímynd landsins vegna flumbrugangs eins flokks sem vill ólmur gera bjölluat í Brussel.

Það er gott og vel að fá yfirlit yfir þá milljarða króna sem fara í súginn vegna ESB-umsóknarinnar. Betur væri þó að alþingi tæki ákvörðun um að leggja umsóknina til hliðar.


mbl.is Vilja eftirlit með kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert að verða eins og Cato gamli.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 18:36

2 Smámynd: Elle_

Munið þið þegar Össur sagði 09 að fáráðið myndi kosta um 900 milljónir?  Hann þóttist nú viss um að það færi ekki yfir 1 MILLJARÐ.  Hvað þá hærra.

Samt hafði hann nú þegar játað fyrir opinberri ransóknarnefnd að hafa ´ekki hundsvit á efnahagsmálum´. 

Æ, Jóhönnuflokknum er nokkuð sama þó ruglð kosti 500 MILLJARÐA eins og við sáum með ICESAVE og það á að rukka FLokkinn um kostnaðinn.   Þau verða líka að svara til saka. 

Elle_, 1.11.2011 kl. 22:19

3 Smámynd: Elle_

Vil að það komi fram að ég meinti Jóhönnu-FLokkinn.  Það á að rukkka þau fyrir þeirra persónulegu ofur-eyðslu og ef þau geta ekki borgað geta þau bætt tjónið með erfiðisvinnu fyrir ekkert. 

Elle_, 1.11.2011 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband