Grikkir greiða atkvæði um þýskt skattfé

Þjóðaratkvæðagreiðsla í Grikklandi um neyðaraðstoð sem fjármögnuð er að stórum hluta úr ríkissjóði Þjóðverja getur ekki endað nema illa. Annað tveggja hafnar gríska þjóðin neyðarláninu og skilmálum sem því fylgja eða samþykkir og slekkur þar með á voninni um að geta lifað með reisn.

Gagnvart Evrópusambandinu lítur málið jafn illa út. Hafni Grikkir lánapakkanum er úti um evruna og Evrópusambandið eins við þekkjum það. Samþykki Grikkir verður litið á Evrópusambandið sem kúgara.

Þess vegna er ólíklegt að það komi til boðaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Grísk hlutabréf falla um 6,31%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem valdaelíta ESB/EVRU svæðisins hatast og óttast mest við eru þjóðaratkvæðagreiðslur eða bein aðkoma almennings að ákvörðunum í aðildarlöndunum.

Þess vegna hefur þessi makgráðuga valdaklíka komið því sem mest þannig fyrir að aldrei er kosið um neitt sem máli skiptir nema í þeirra þrönga hópi.

Í þau örfáu skipti sem ekki hefur verið komist hjá því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um einhver málefni innan ESB aðildarlandanna, þá hefur valdaklíkan oftlega ómerkt atkvæaðgreiðslurnar með því að breyta reglum sambandsins og eða þá látið kjósa aftur og aftur þangað til þóknanleg niðurstaða fæst að mati valdaapparatsins.

Hverjir ákváðu til dæmis örlög Grikklands og þessara björgunaræfinga allra saman, það voru aðalega aðeins 4 manneskjur, þau Merkel og Sarkozy og svo Mr. Barosso framkvæmsastjóri ESB og svo Tricket Seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins.

Aðrar þjóðir ESB og EVRU samstarfsins og ekki hvað síst Grikkir sjálfir urðu síðan bara að drjúpa höfði og þegja.

Nú eru allar hlutabréfavístölur á ESB/EVRU svæðinu í frjálsu falli annan daginn í röð. Fallið er orðið yfir 6% bara í dag, eða helmingi meira en í gær.

Þetta getur aldrei endað með öðru en ósköpum því miður !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 13:56

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér sýnist að það eigi að bola Papandreou frá með vantraustsyfirlýsingu og svo verður loforðið afturkallað. Það mun kosta byltingu í landinu og jafnvel hernaðaríhlutun Evruríkja.  Spái því.

Valkostirnir eru annars engir, hvernig sem atkvæðagreiðslan fer. Gjaldþrot eða gjaldþrot með ókleyfum skuldum. Það er enginn munur á því að Banksterarnir éti landið soðið eða steikt. 

Þetta snýst náttúrlega ekki bara um Grikki. Dómínóeffektinn á önnur ríki verður staðreynd.  Ef þeir bola Papandreou frá núna, þá verður ekki bara uppþot á Grikklandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 14:03

3 identicon

Sammála greiningu Jóns Steinars.

Ef þeir bola Papandreo frá til að leyfa ekki Grískum almenningi að hafa bein áhrif á framtíð sína til þess eins að þóknast ESB/EVRU Valdaklíkunni sem vill bæði sjóða og steikja Grikki lifandi.

Fyrir þau helstu markmið sín að bjarga stærstu og verstu Braskbönkum og vogunarsjóðum ESB/EVRU svæðisins, þá verður bylting í landinu og jafnvel hernaðaríhlutun í nafni ESB.

Það verður svona "Sovésk" íhlutun eins og í Ungverjaland og Tékkóslóvakíu til að berja niður and-kommúníska niðurrifsstarfssemi eins og það hét þá.

En af hálfu ESB verður sagt að það sé verið berja niður And-Evrópska múgæsingarstarfssemi eins og það verður látið heita opingberlega af Ráðstjórninni í Brussel !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband