Pólitíkin eftir ESB-umsóknina

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu mun áfram herja á samfylkingarhluta ríkisvaldsins vegna umsóknarinnar. Allir sem eitthvað vita um pólitík eru samt með það á hreinu að umsókn Össurar og félaga er komin í öndunarvél og bíður jarðsetningar.

Umsóknin heldur stjórnmálaumræðunni í spennitreyju. Þegar umsóknin verður lögð til hliðar skapast nýr pólitískur veruleiki sem gæti kollvarpað innbyrðis stöðu stjórnmálaflokkanna og ef til vill klofið einhverja þeirra.

Ómögulegt er að spá fyrir hvernig úr spilast. Þó er freistandi að spá Framsóknarflokknum sterkri stöðu þar sem hann er með allar forsendur til að lesa sig inn í nýjar pólitískar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tilgangur þessara ríkisstjórnar er einmitt sá að gera alla stjórnmálastarfssemi það pirrandi í augum almennings svo hann beini augunum að ESB sem einu lausnina til að losna undan Alþingisruglinu í þeirri merkingu. Þetta væri freistandi undankomuleið fyrir marga. Ef þeim tekst þetta þá eru þau búinn að vinna sitt ætlunarverk. Ég er ekki einn þeirra samt.

Valdimar Samúelsson, 1.11.2011 kl. 11:05

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er ekki frá því að það sé rétt að hér myndi skapast heilbrigð málefnaleg umræða um framtíð landsins ef þetta ESB krabbamein væri horfið af borðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 11:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Fólk leitt og þreytt á pólitík segir gjarnan, út með þessa gömlu flokka stokkum upp,stofnum nýja. Eins og það hafi ekki verið gert gegnum tíðina,alls konar bræðingar orðið til,úr hverju varð Samfylkingin til og afhverju varð hún til? Mér bíður í grun að þá liggi þeir ekki eins vel við höggi,vegna gagnríni á fyrri gjörðir þeirra stjórnmálamanna sem þar eru innan borðs núna. En Sjálfstæðis og Framsókn verða að þola ágjafir vegna gjörða fyrri stjórnmálamanna sinna oft mjög ósanngjarnra. Það vita allir að Framsókn hefur staðið sig best og mest í stærsta hagsmunamáli Íslands seinni ára,Icesavekúguninni. Í þessum,liggur við að segja hildarleik, hafa þeir barist eins og berserkir,aldrei gefið tommu eftir. Erfiðara er að þétta raðir í stórum flokki eins og Sjálfstæðisflokkurinn er. Þessir tveir,ættu að hagnast á nafni sínu,en ekki gjalda þess. Fyrri tíðar hagsmunaárekstrar sem enn eru ekki uppgerðir,verða örugglega leiddir til lykta,eftir að við höfum rekið þessa stjórn af höndum okkar.það bíða einstaklega, já stórkostlegir einstaklingar á hliðarlínunni,þá þarf að virkja.

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2011 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband