Grikkir bjóðast til að lýðræðisvæða evruna

Grikkir veðja á Evrópusambandið þori ekki að taka áhættuna af grísku nei-i við björgunarpakkanum frá Brussel. Evrópusambandið muni í aðdraganda þjóðaratkvæðis, sem efnt verður til í janúar, bæta skilmálana fyrir fjárhagsaðstoð til að auka líkurnar á því að Grikkir samþykki björgunarpakkann.

Evran er verkefni valdaelítunnar í Brussel og var keyrð áfram án lýðræðislegs umboðs. Segi Grikkir nei við björgunarpakkanum er úti um evruna.

Á hinn bóginn: kaupi Evrópusambandið sér velvild grísks almennings með því að draga úr niðurskurðarkröfum er komið fordæmi fyrir pólitískri fjárkúgun. 

Þau eru skemmtileg verkefnin sem vinir okkar í Brussel standa frammi fyrir.


mbl.is Greiða þjóðaratkvæði um björgunarpakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband