Sjálfstæðir Evrópumenn smala á landsfund

Samtök aðildarsinna í Sjálfstæðisflokknum heitir Sjálfstæðir Evrópumenn. Í nafni félagsins hefur verið hringt út undanfarið til að auka hlut aðildarsinna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvær vikur.

Meðal stuðningsmanna Hönnu Birnu Kristjánsdóttur eru margir þekktir aðildarsinnar s.s. Þorsteinn Pálsson, Þór Sigfússon og Ólafur Stephensen.

Í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna er Benedikt Jóhannesson útgefandi og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæmigert að ekki sé tekist á um málefni á fundi þessa dapurlega flokks.

Ekki frekar en hjá Samfylkingunni.

Þvílík pólitík.

Karl (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Aðeins Þór Sigfússon hef ég séð á landsfundum Sjálfstæðisflokksins til þessa. Það er dapurlegt Þór vilji sitja undir því að málefni Sjóvár verði rædd á landsfundinum sem þau væntanlega verða. En hann leggur það á sig til að blanda sér í formannskjörið með þessum hætti. Það er líka dapurlegt ef þessi hugleiðing er rétt hjá þér að þessi landsfundur eigi að snúast upp í farsa um formannskjör.

Ég hef ekkert álit á nauðsyn framboðs Hönnu Birnu til formann Sjálfstæðisfokksins. Hún situr ekki á þingi og hún væri eins og illa gerður hlutur á þingflokksfundum, hversu kjaftfor sem hún annars er. Hún þarf fyrst að fá þingsæti.

Svo liggur ekki margt merkilegt eftir hana af vettvangi borgarmálanna, Sjálfstæðisflokkurinn er úti í ystu myrkvum þar og áhrifalaus með öllu. Appeacement stefna hennar við Gnarrinn og Dag hefur engu skilið nema skömm í hattinn. á hún eitthvað sérstakt erindi í formannsframboð nema kannski eigin hégómagirnd?

Halldór Jónsson, 31.10.2011 kl. 21:03

3 identicon

Mikið er eg innilega sammála Halldóri ...hann les þessa ágætu konu út  alveg eins hún er !.....nei, má eg þá biðja um Bjarna Ben áfram !

Ransý (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband