Sunnudagur, 30. október 2011
Soros: evru-björgun er dauðadæmd
Evru-björgun ríkja Evrópusambandsins í síðustu viku er dæmd til að mistakast, segir fjárfestirinn George Soros sem þekktur varð fyrir 20 árum að veðja gegn veru Bretlands í myntbandalaginu sem var undanfari evrunnar.
Ríkisskuldir Grikkja lækka aðeins um 20 prósent, segir Soros, en ekki um 50 prósent eins og haldið er fram. Ástæðan er sú að skuldir Grikkja gagnvart einkaaðilum lækka en ekki gagnvart Evrópska seðlabankanum.
Einkaaðilar eiga að afskrifa 50 prósent lána til Grikkja og spurningin hvort CDS-tryggingar verði ekki virkar við slíkar afskriftir er óleyst, segir Soros.
Misheppnuð evru-björgun er enn eitt áfallið fyrir Evrópusambandið.
Lánshæfiseinkunn Kýpur lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli Stjórnendur ESB taki ekki svona álíka mark á George Soros og Össur á Paul Krugman, þeir halda að einhverjar pólitískar lausnir virki í andstöðu við hagfræðina.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 10:57
Æiii ... ekki vera svona vondur við litlu sætu bláu ESB - strumpana sem trúa því að Brussel jólasveinninn er á leiðinni til byggða með pakkann sem þeir fá að kíkja í.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 12:01
Grikkland verður Evrópubúum dýrt.
Ef bankarnir verða neyddir eða sannfærðir til að afskrifa tugi prósenta af skuldum Grikklands þá munu þeir snarhækka verð á þjónustu sinni og útlánum gagnvart öðrum viðskiptavinum sínum.
Ef Grikkland fer á hausinn og allar skuldir landsins afskrifast, þá verður niðurstaðan sú sama. Bankarnir fá sennilega ekki að fara á hausinn og verður bjargað af skattgreiðendum, sem eru líka að borga hærra verð fyrir bankaþjónustu sína og lán / afborganir.
Ef ESB ætlar að bjarga Grikklandi með beinum fjárstuðningi eða lánum, þá rýkur framboð á evrum í loft upp (annaðhvort vegna peningaprentunar eða vegna innflæðis á lánum í öðrum myntum sem verður breytt í evrur). Verðlag á öllu mun því hækka á alla aðra.
Eina varanlega lausnin er sú að leyfa Grikklandi og lánadrottnum Grikklands að fara á hausinn, og vinda þannig ofan af skuldafjallinu. Það er engin hætta á "heimskreppu" ef evran hrynur. Evrópa er bara lítill depill á heimskortinu. Meira að segja gjaldþrot USA yrði enginn heimsendir. Það að halda þessum skuldafjöllum á floti er það sem drepur hagkerfi.
Geir Ágústsson, 31.10.2011 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.