Föstudagur, 28. október 2011
ESB-aðild: þýskt forræði á Íslandi
Þjóðverjar setja leikreglurnar í Evrópusambandinu, um það þarf enginn að efast um eftir neyðarfundinn um framtíð evrunnar í vikunni. Þýskt refsingarsamband kallar einn breskur dálkahöfundur niðurstöðu neyðarfundarins.
Danir buðu Ísland Þjóðverjum árið 1864 en þeir þýsku afþökkuðu og vildu heldur landsvæði þýskumælandi fólks í Slésvík og Holtsetalandi. Á 19. öld beindist áhugi Þjóðverja að myndun Þýskalands.
Bjóðist Þjóðverjum Ísland á 21. öld myndu þeir segja ja, danke. Þjóðverjar eru áhugasamir um að verða stórveldi og í gegnum Ísland gætu þeir orðið það á norðurslóðum.
Ísland reyndi það í 650 ár að vera hjálenda og gafst ekki vel.
Evran hefði ekki bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
um hvað ertu að tala drengur?
Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2011 kl. 09:07
Heill og sæll Páll; sem og, aðrir gestir, þínir !
Sleggju/Hvellur !
Allt; frá valdadögum Vilhjálms II. Keisara, hafa Þjóðverjar fylgt eftir - í blindni, útþenzlustefnu sinni - munum Sólskins hlutdeild Þýzkalands, í Afríku og Suður- Ameríku, strax; fyrir aldamótin 1900.
Norðurhjara væntingar Þjóðverja í dag; eru af nákvæmlega sama meiði - núna fela þeir sig reyndar, á bak við ESB hlutdeild, sína.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 13:27
Sennilega hefðu ESB - einangrunarsinnar mikið gagn að því að kynna sér bein tengsl Nasista og áhrif þeirra á stofnun þess fyrirbæris sem kallast ESB.
Því miður er það mörgum æði erfitt að viðurkenna sannleikann þó svo að þeir stingast á haus og bólakaf ofan í hann.
Á netinu má finna óumdeilanlegar heimildir og lesa ljósrit þúsundir skjala sem sýna og sanna hvernig mál þróuðust á þeim tíma og þátt þessara glæpamanna í að skapa Evrópudrauminn í Brussel.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 14:53
http://en.wikipedia.org/wiki/Godwin%27s_law
Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2011 kl. 17:12
Hárrétt hjá Guðmundi. Þarna er aragrúi skjala sem sýna að rætur Evrópusambandsins eru sóttar til Nazista um undirlagða Evrópu:
Newly discovered documents reveal that the undemocratic structure of the “Brussels EU” has its roots in the post WWII plans of the IG Farben/Nazi-coalition in a conquered Europe.
2009
http://www.eu-facts.org/en/roots/index.html
Elle_, 28.10.2011 kl. 17:50
Og þar kemur ólýðræðið í sambandinu líka skýrt fram í orðunum ´undemocratic structure´.
Elle_, 28.10.2011 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.