Björn Valur líkir sjálfum sér við Quisling

Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri grænna var kjörinn á alþingi til að halda Íslandi utan Evrópusambandsins. Þann 16. júlí 2009 greiddi Björn Valur atkvæði á alþingi með tillögu um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Björn Valur líkir sjálfum sér við Vidkun Quisling sem varð að vörumerki landráðamanna í seinna stríði.

Rangt er hjá Birni Val að Quisling hafi verið skotinn í hnakkann. Löglegur dómstóll í Noregi dæmdi Quisling til dauða í stríðslok og var hann skotinn á fimm metra færi af tíu manna aftökusveit, þar sem tveir rifflar voru hlaðnir púðurskotum.

Eðlilegt er að Birni Val líði illa yfir svikunum frá 16. júlí 2009. Samt sem áður er full langt gengið hjá honum að gera sjálfan sig að píslarvætti í nafni Vidkun Quisling - og bera fyrir sig nafnlausa heimild.


mbl.is Segist hafa fengið líflátshótun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Samviskan er farin að heimsækja Björn Val í martröðunum, vegna hans svika við sína kjósendur og almenning í landinu.

Hann fékk líflátshótun að eigin sögn, en ætlar ekkert að gera í því? Er það ekki algjört ábyrgðarleysi að gera ekkert í því, ef satt reynist?

Var þetta bara 50% líflátshótun? Semsagt, þegar hann vaknaði af martröðinni, var hættan liðin hjá?

Það er erfitt að skilja Björn Val og hans svik og hálfkák í orðum og verkum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.10.2011 kl. 11:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Blaðamaðurinn, sem er ekki Baugsmiðill er þá ekki læs þegar allt kemur til alls. Það skýrir ansi margt.

Björn var að hafa þessa Quisling samlíkingu eftir öðrum, sé ekki hvernig hægt er að lesa annað úr hans orðum. Til þess þarf virkilega illgjarna hugsun, raunar er engin skortur á henni á þessari síðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.10.2011 kl. 12:42

3 identicon

Að einhverjir trúa þessu fyrirbæri um að ónafngreindur hafi hótað honum lífláti, segir allt sem segja þarf um andlegt atgervi sumra vinstrimanna.  Þetta er á pari við lygar Þorvaldar Gylfasonar um að "ónefndur" aðili í flugvél hafi sagt sér að Baugsmálið væri pólitískt.  Um leið gerðist hann blaðamaður á launum Baugsgengisins.  Björn Valur er einfaldlega með allt niðrum sig gagnvart þjóðinni og þá er gripið til svona örþrifaráða og spuna.  Eitthvað sem samfylkingarspunatrúðar kunna betur en aðrir.  Baugsmálið og spunaruglið sem var í gangi á sínum tíma var hannað af sömu starfsmönnum Jóns Ásgeirs, eiganda samfylkingarinnar.  Birni Val er launað ræfildóminn og svikin við kjósendur VG.  Samfylkingin sér um sína.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 12:49

4 identicon

„Hann bauðst ekki beinlínis til að skjóta mig en hann varaði mig við,“

...segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna. Björn Valur greindi frá því á bloggsíðu sinni í gærkvöldi að hann hefði fengið líflátshótun frá framkvæmdastjóra í stóru fyrirtæki."....

Ha ha ha ..... sælir eru einfaldir ....

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 13:18

5 identicon

Björn Valur tekur ekki eigin orð hátíðlega sbr. ESB umsóknin sem hann studdi.

Hvers vegna ætti hann þá að taka orð annarra alvarlega?

Og hvers vegna þá hótun þessa manns?

Líklegt er að hótunin sé innhaldslaust þvaður og engin alvara á bak við hana.

Eins og "pólitík" Björns Vals.  

Karl (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 13:58

6 Smámynd: Sólbjörg

Björn Valur veinar hátt í fjölmiðlum að hann sé hugsanlega í lífshættu. Getur verið að hann sé með því að reyna að fela umræðuna um kvótaeign formannsins - eða eitthvað annað óþægilegt?

Sólbjörg, 27.10.2011 kl. 17:11

7 identicon

Honum var líkt við Quisling af viðmælanda. Quisling var reyndar ekki tekinn af lífi með hnakkaskoti.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 17:46

8 Smámynd: Brattur

Þú ert hrikalega lélegur lygari Páll Vilhjálmsson... Axel Jóhann segir allt sem segja þarf um það...

Ef þú vilt láta taka mark á þér... reyndu þá að segja satt og rétt frá.

Brattur, 27.10.2011 kl. 20:17

9 identicon

Fyrir stuttu átti ég samtal við framkvæmdastjóra í stóru fyrirtæki innan vébanda Samtaka iðnaðarins. Sá var fullur heiftar út í stjórnvöld eins og títt er um marga vel stæða og sterkefnaða menn enda telja þeir öðrum fremur að of þungar kreppu byrðar séu lagðar á herðar þeirra. Þessi sagðist telja rétt að ég (og reyndar fleiri) fengi skot í hnakkann, rétt eins og Quisling forðum. Ég ætti að hafa það hugfast hvernig fór fyrir þeim norska, sagði framkvæmdastjórinn, það gæti auðveldlega hent fleiri, hótaði hann.

Ég velti því fyrir mér að leita til lögreglunnar en ákvað að láta kjurt liggja - í bili,“ segir Björn Valur á blogg-síðu s

gangleri (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 20:22

10 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Björn Valur er alltaf að toppa sjálfan sig í hálfvitaskapnum. Hvar var þetta úrhrak grafið upp?

Guðmundur Pétursson, 27.10.2011 kl. 21:29

11 Smámynd: Björn Finnbogason

Mér er sagt að þeir hafi verið að reyta arfa í Ólafsfirði einhverju sinni þegar Steingrímur ók þar um.  Björn Valur hafi lent á framrúðunni og Steingrímur sem eins og frægt er orðið má ekkert grænt sjá, hjálpar gömlum konum ekkert bara yfir götur heldur í ráðherrastóla, hafi brunað með hann á Alþingi.  Þar hafa þeir félagar nú nýverið fundið upp nýtt orð yfir kjósendur sína: Það er víst múgheimska sem kom þeim þangað sem þeir eru í dag.  Finnst þeim félögum rakið að nýta sér þá áfram, og svo er að sjá hve heimskir íslendingar eru einir og sér í kjörklefanum næsta kjördag....

Björn Finnbogason, 28.10.2011 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband