Evrunni bjargað - í kortér

Grikkir með sitt litla hagkerfi fyrir tíu milljónir íbúa setti Evrópusambandið með 500 milljónir íbúa á annan endann. Eftir ítrekaða neyðarfundi fæddist áætlun um að afskrifa helming grískra ríkisskulda og endurfjármagna eigið fé evrópskra banka.

Sameiginleg lausn Evrópusambandsins á grískri lausn mun eflaust hvetja Íra, Portúgali, Spánverja og Ítali til að fara fram á sambærilega þjónustu - afskriftir ríkisskulda.

Björgunarpakkinn sem samþykktur var í nótt mun endast fram í miðja næstu viku. Þá verður komin samstaða á fjármálamörkuðum að pakkinn sé of lítill og berist of seint.


mbl.is Leiðtogar ESB ná saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Komið frá sama spámanni sem spáði að Evran lifði ekki af árið 2010.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.10.2011 kl. 08:28

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Grikkland er þurrausið og allt fjármagn þaðan flúið. Til að bjarga landinu þarf infrastrúktúrinn, iðanaður, atvinna, almannatryggingar og kaupgeta að leiðr´ttast til 2008 ca.  Það er engin leið.

Á íslensku má segja að ESB hafi gert samkomulag um að glæpamenn skuli taka helmings ábyrgð á ábyrgðarlusum lánum og fólkið borga restina af áhættusækni þeirra. Til að mæta því er Grikkjum drekkt í enn frekari lánum, sem aldrei verður hægt að greiða. Að skuldsetja sig út úr skuldum er ekki hægt.

Þetta er fordæmi, sem mun ganga endanlega frá sambandinu. Styrkur evrunnar felst nú í stolnu fé og þaðan sem það kemur er ekki svigrúm fyrir meiri þjófnað. Nú dregur sannarlega til tíðinda. Kannski að 29. Október verði jafn svartur nú og árið 1929. Það skyldi þó aldrei verða.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 08:37

3 identicon

Hann hefur spádómsgáfur blessaður...he he he.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 08:37

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sleggjan og hvellurinn: Hvað með þennan spádóm minn: Það er ekki búið að bjarga Evrunni.

Ykkur til fróðleiks þá dó hún raunar 2010 en hefur verið haldið í öndunarvél til þessa.  Nú voru þeir að taka úr henni blóð til að gefa henni blóð. Hvað haldiði að það gangi lengi? Bara svona til að biðja ykkur unglingana um smávegis spádómsorð.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 08:41

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í rauninni "lifði"evran ekki út árið 2010, er eitthvað líf að vera á "gjörgæslu" tengdur við "öndunarvél"??????

Jóhann Elíasson, 27.10.2011 kl. 10:37

6 identicon

Spurðu lækna Jóhann. Þeir fægja og bóna löngu eftir að vélin er búin að bræða úr sér.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 10:50

7 identicon

Það er magnað og jafnframt kátbroslegt að svona lítil þúfa geti velt svona þungu hlassi miðað við ofur trú ESB - einangrunarsinna á bákninu ógurlega.   Gefur augaleið að eitthvað mikið er að í uppbyggingu Evrópusambandisins. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 11:05

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þið viljið sjá gjaldmiðil tengda í öndunarvél þá er nær að líta á krónuna með gjaldeyrishöftin.

Grikkland þarf bara að borga 50% af skuldum sínum. Er það ekki ágætt tilboð?

Þú vilt semsagt að Grikkland þarf ekki að borga krónu??? Væri það ekki hætta á moral hazard ef það verður gert.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.10.2011 kl. 11:39

9 identicon

Þetta er ávísun á moral hazard ef þú vilt tala útlenskuna. -Ekki ESB málið.

Af hverju má ekki ég líka segja bráðu hinir.  Augljóslega.

Þetta er framlenging á reikningi Evrópualmenningsins til ónýts, gráðugs og spillts bankakerfis sem lifir enn í ESB reglugerðarbákninu.

Grikkland ætti að fara heiðarlega á hausin.  Það væri það eina eðlilega.  -Og eina vonin að góðri framtíð þar og í Evrópu.

Það vilja ekki Brusselbýrókratarnir, því þá missa þeir kanski vinnuna.

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 14:00

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég veit ekki betur en einmitt bankakerfið þarf að taka á sig 50% skell af sínum skuldabréfum í grikklandi. skattborgarar fá afslátt á sínu ríkisreikning.

Ekki slæmt.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.10.2011 kl. 14:24

11 identicon

Evruþjóðir eru að taka á vandanum, þeir geta ekki velt vandanum yfir á aðra einns og íslendingar

Jonas kr (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband