Hlegið að aðildarsinnum

Hafiði ekki fylgst með því sem er að gerast í Evrópu? spurði Martin Wolf aðildarsinna og uppskar hlátur. Financial Times, þar sem Wolf starfar, studdi evruvæðinguna og barðist fyrir aðild Breta að sameiginlegum gjaldmiðli Evrópusambandsins.

Wolf og Financial Times eru fyrir löngu búin að sjá að sér og greiningin er í stuttu máli þessi: evru-samstarfið er dautt og Evrópusambandið svo stórlaskað að framtíðarhorfur eru í óvissu.

En mitt í allri evru-eymdinni verður líka að hafa gaman að lífinu; hlæjum að kjánaprikunum á Íslandi sem standa á þröskuldinum í Brussel með umsókn í hendi. Ætli síkáti utanríkisráðherrann okkar hafi verið á fundinum með Wolf?


mbl.is Wolf segir krónuna reynast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í ljósi eldri afstöðu Wolf, þá hafa Villi og co líklega haldið að þeir væru að fá hingað sérfræðing, sem tæki undir evrusönginn þeirra.  Maður kímir óneitanlega yfir myndum af fundinum, þar sem allir evruálfarnir horfa pínlegir í gaupnir sér á meðan á ræðu Wolf stóð.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 22:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það versta er að bölmóður SA og ASÍ gerir ekkert annað en að draga úr frumkvæði og áræðni hér til uppbyggingar og ýta undir fólksflóttann. Þeir hamast við að tala ástandið fjandans til. Meira að segja Jóhanna Sig finnur sig knúna til að leiðrétta þá, þótt málflutningurinn sé ætlaður markmiðum hennar.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 23:02

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Áhorf á fréttir Ruv. settu mig útaf laginu! Þannig; Missti ég einhverja daga úr?   Nei strákarnir hérna fara ekki með fleipur.

Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2011 kl. 23:23

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Er Óðinn Jónsson í fríi? Það var birt frétt á RÚV þar sem erlendur sérfræðingur fékk að segja satt um evruna! Ætli Helgi Hjörvar kalli þetta ekki hneyksli?

Haraldur Hansson, 26.10.2011 kl. 23:47

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hvað síkáta utanríkisráðherra okkar snertir þá væri ekki úr vegi að skjóta saman í flugmiða handa honum til Afghanistan...aðra leiðina. Þau Ingibjörg Sólrún gætu þá tekið við af Kananum og gert þarlendum lífið leitt .

Þráinn Jökull Elísson, 27.10.2011 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband