Þriðjudagur, 25. október 2011
Evran er vandamál, ekki lausn
Evran átti að vera millistig í þróun Evrópusambandsins í átt að fjölþjóðlegu ríki Stór-Evrópu. Skuldakreppan sem hófst í Grikklandi og smitaði Íra og Portúgala sýnir svart á hvítu að evran verður ekki þetta millistig. Evru-ríkin eiga tvo valkosti: að stofna til Stór-Evrópu með sameiginlegu fjármálaráðuneyti eða brjóta upp evru-samstarfið.
Evru-löndin munu taka sér langan tíma í að komast að niðurstöðu. Mögulega munu fjármálamarkaðir taka völdin af Evrópusambandinu og þá yrðu þjóðríkin knúin til einhliða ákvarðana um taka upp nýja eigin mynt.
Hvort heldur sem er, Stór-Evrópa eða uppbrot evru-samstarfsins, er hagsmunum Íslands best varið sem lengst í burtu frá evrunni.
Skrifum undir hjá skynsemi.is og leggjum til hliðar umsóknina um aðild að Evrópusambandinu og evrulandi.
Binding við evru ekki lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.