Mánudagur, 24. október 2011
Andlitsframboð Gumma Steingríms
Andlitsframboð býður ekki fram stjórnmál heldur þekkt fólk. Guðmundur Steingrímsson fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og þar áður varaþingmaður Samfylkingarinnar og uppistandari í sjónvarpi er prýðilega til þess fallinn að setja saman andlitsframboð.
Guðmundur segir í viðtali að andlitsframboðið verði skipað þekktu fólki en hann segir fjarska lítið um stefnumál framboðsins enda eru málefni aukaatriði.
Þegar Guðmundur er tilbúinn með andlitsframboðið boðar Össur til kosninga. Farðinn lekur fljótt af andlitsframboði og hégóminn einn blasir við. Össur sýndi það þegar hann slátraði ríkisstjórn Geirs H. Haarde að hann kann tímasetningar.
Athugasemdir
ertu orðinn smeykur?
Tómas (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 22:45
Heldurðu Páll, að nokkur tímasetning sé góð fyrir þessa stjórn? Sé einhver taktík rétt nú um stundir held ég að Thomas Möller hafi haft rétt fyrir sér allan tímann.
Gústaf Níelsson, 24.10.2011 kl. 22:55
Skil hvað þú átt við og þó pínu "svei" fyrir Guðmundi þá haft áhyggjur af þessu sama. EN vil ekki vanmeta vaxandi óánægju millistéttarinnar... sem let's face it er frekar "frjálsyndlega miðju sinnuð"... sem sennilega kallaðist Social Democrat í nágrannalöndum okkar (þ.e. þessum sem við hættum að bera okkur saman við í góðærinu ;-o)
Guðmundur hefur vissulega rétta andlitið EN það sem meira er... hann gæti haft meira í pokahorninu en það... sem aftur sennilega MUN meira en nokkur leiðtogi Fjórflokkana hefur!!!
Ps. væri áhugavert að heyra meira um "Thomas Möller" leiðina sem Gústaf Níelsson talar um, þekki hana ekki.
ASE (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 23:31
Var einmitt að hlusta á viðtalið við hann á Klinkinu. Ég er auðvitað ESB andstæðingur, en svona burt séð frá því, fannst mér þetta ansi rýrt innihald fyrir mann sem er að stofna nýjan flokk, enginn málefni nema ESB, og ekkert um næstu skref. Allt svona út og suður og aðalmálið að það yrðu þekkt nöfn sem væru i framboði. þar sem einmitt kom berlega í ljós í kosningu í Stjórnlagaþingið að menn voru einmitt að setja út á það að þarna veldust bara Elítu fólk og þekktir einstaklingar. Það er einmitt ekki það sem fólk vill í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2011 kl. 01:14
Eru ekki Reykvíkingar brenndir með akkúrat svona borgarstjórn, Besti = andlitsframboð.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 04:49
Kristján B. Jónasson skrifaði þetta:
"Penninn-Eymundsson varð gjaldþrota með nokkuð sérstæðum hætti. Arion tók þá ákvörðun að greiða skuldir þrotabúsins að stórum hluta. Hefði það ekki verið gert er nærri því pottþétt að íslenskur bókaútgáfur hefðu meira og minna orðið gjaldþrota. Vegna þessarar ákvörðunar hefur hins vegar þurft að leggja fyrirtækinu til eigið fé. Á öllum málum eru tvær hliðar."
Ef Guðmundur gerir út á hégómann, eigingirnina og umfram allt heimskuna - þá á hann góða möguleika.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 09:50
Guðmundur veit að þekktu andlitin trekkja alltaf á Íslandi.
Það er auðvitað vegna þess að Íslendingar velja alltaf þekktu andlitin og nenna ekki að kynna sér málefnin.
Íslendingar eru eymingjar og verðskulda það sem þeir kjósa yfir sig.
karl (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 09:52
Sæll.
Sýnir þetta ekki bara vel að eina stefnumál þessa ágæta manns er bara að vera á þingi? Er honum ekki nokk sama um annað? Þetta er þriðji flokkurinn hans og ég held að þetta sýni vel að Guðmundur S. kann vel við sig á þingi og ætlar sér að vera þar út ævina. Til hvers að pæla í málefnum ef hann þarf þess ekki til að komast á þing? Svo þegar hann fær nóg einn daginn verður hann sendiherra eða eitthvað slíkt.
Helgi (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.