Laugardagur, 22. október 2011
Jóhanna: Vinstri grænir eru ábyrgir fyrir ESB-umsókn
Í landsfundarræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar segir skýrt og ákveðið að samstarfsflokkurinn Vinstri grænir eru ástæða þess að umsóknin um aðild að Evrópusambandinu var samþykkti á alþingi. Orðrétt segir Jóhanna
Við skulum líka átta okkur á því að þrátt fyrir andstöðu innann VG við aðild að ESB hefði aðildarumsókn um ESB ekki orðið að veruleika, nema á grundvelli þessa stjórnarsamstarfs. Af yfirlýsingum forystumanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks blasir við að umsóknin yrði dregin til baka kæmust þeir aftur til valda.
Vinstri grænir gengu til kosninga með þá stefnuskrá að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Vinstri grænir fengu tæp 22 prósent fylgi í þingkosningunum 2009. Samtals fengu andstöðuflokkar aðildar Íslands að ESB 60 prósent atkvæðanna.
Engu að síður er það einangruð Samfylking, sem fékk rúm 29 prósent atkvæða við síðustu kosningar, sem stjórnar ferðinni í stærsta pólitíska deilumáli seinni tíma sögu Íslands.
Eðlilega þakkar Jóhanna Vinstri grænum að svíkja kjósendur sína og stefnumál í þágu Samfylkingarinnar. En hvarflar ekki að forsætisráðherra að í grundvallaratriðum er það rangt að stjórnmálaflokkur með 29 prósent fylgi ráði ferðinni í stórpólitísku máli sem varðar alla þjóðina?
Athugasemdir
Samfylkingin gaf á síðasta ári út sérstaka söngbók fyrir flokksfélaga, væntanlega fyrir framlag til flokksins úr ríkissjóði. Var það gert til að fagna 10 ára afmæli flokksins. Í kverinu eru ýmsir góðir baráttusöngvar sem Atli Heimir Sveinsson valdi. Í inngangi segir Atli um val sitt að hann hafi valið þau lög og ljóð sem ætla mætti að flestir flokksfélagar kynnu.
Þar er fallegur boðskapur eins og:
Því fáninn rauði okkar merki er,
því fáninn rauði okkar merki er,
því fáninn rauði okkar merki er,
lifi kommúnisminn og hinn rauði her.
Þetta er auðvitað eitthvað sem Atli Heimir ætlar flestum Samfylkingarmönnum að kunna. Stríðssöngur jafnaðarmanna á bls. 22 kemur að góðum notum eftir að Samfylkingin og VG hófu árásarstríð gegn Líbýu. Kanakokteillinn bls. 31 segir frá því að þeir sem þiggi veigar á vellinum drekki Víetnamablóð.
Svo vona ég að söngurinn sameini Samfylkingarfólkið, segir Atli Heimir að lokum.
Frjálslyndur og nútímalegur jafnaðarmannaflokkur.
http://www.andriki.is/default.asp?art=18082011
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 10:41
Steingrímur J. er formaður VG og hefur komist til valda á Íslandi fyrir tilstilli kjósenda VG. Nú er ljóst að hann komst í stjórnarsamstarf með því að ganga gegn stefnuskrá flokksins sem hann fékk stærsta hluta atkvæða út á. Margyfirlýsti og þrumaði það á öllum fundum og í ritum að VG væru algerlega andsnúir ESB aðild, það kæmi aldrei til greina ef VG kæmust til valda.
Er til lagabókstafur sem tekur á svona stjórnsýsluglæpum eins og Steingrímur J. hefur framið?
Það eru til lög og refsingar um þá sem beita fagurgala og prettum til að hafa fé af grandvaralausu fólki. Sama hlýtur að gilda um refsingu fyrir því að koma sér í stöðu fjármálaráðherra með fagurgala, svikum og prettum. Steingrímur J. hefur sannarlega með svikum tekist að hafa fé af ríkissjóði hvað varðar eigin laun og bitlinga. Það á að sækja hann til saka og mér er full alvara.
Sólbjörg, 22.10.2011 kl. 12:24
Eins og ég hef áður sagt er Samspillingunni einkar lagið að láta samstarfsflokka sína sitja uppi með svarta-pétur í umdeildum ákvörðunum, þeir sem glepjast í samstarf við Samspillinguna geta varla verið óbrenglaðir.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 12:35
Nei, Jóhanna skilur ekki að það sé neitt rangt við það að 29% flokkur og nú 19% örflokkur (Guðmundur2) skuli ekki ráða og stjórna öllu. Og skilur alls ekki andstöðu neinna við það og kallar þá bara VILLIKETTI. Komið er fram við Jón Bjarnason eins og hann sé að brjóta lög nánast þó hann vinni samkvæmt alþingi og sinni sannfæringu. Og ekki síst SAMKVÆMT STEFNU VG. Í hvaða öðru lýðræðisríki kæmust þau upp með slíkt rugl??
Elle_, 22.10.2011 kl. 12:56
Nei, Jóhanna skilur ekki að það sé neitt rangt við það að 29% flokkur og nú 19% örflokkur (Guðmundur2) skuli ráða og stjórna öllu.
Elle_, 22.10.2011 kl. 12:59
Hvað fellur undir landráð??
Eyjólfur G Svavarsson, 22.10.2011 kl. 13:50
Mér finnst það alveg draumastaða, að Jóhanna Sigurðardóttir hafi verið endurkjörin formaður í Samfylkingunni og ætli að halda fast í gömlu stefnumálin sín, þótt þau hafi ýmist rekið upp á sker eða dagað uppi. Það sýnir mikið áræði hennar að nota landsfundinn til að berja á íhaldinu og Framsókn, auk þess að núa VG kosningasvikum sínum um nasir. Ég efast ekki um, að þessir þrír flokkar verða nú að játa sig sigraða og krjúpa við fótskör þessarar 69 ára gömlu heiðurskonu. Jóhanna lengi lifi!
Sigurður (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 14:00
Elle_, 22.10.2011 kl. 14:09
Eins og Sigurður segir þá eru það stefnumál samfó að sækja um aðild að ESB og ekkert við því að segja. Það er virkilega gott hjá ræðuhöfundi Jóhönnu að að reka upp í andlitið á VG kosningasvikaglæp þeirra. Samfó bera enga virðingu fyrir VG, fyrirlíta þau innilega þó svo að svik þeirra hafi gagnast þeim sjálfum og einmitt þessvegna.
Það ætti ekki að vera mögulegt að viðhafa þau svik sem Steingrímur hefur framið og komast upp með það og sitja svo átölulaust sem fjármálaráðherra. Það er ekki skrítið að ekkert breytist þegar engin mótmælir eða finnur grundvöll fyrir kæru á Steingrím.
Við þurfum greinilega að breyta okkur sjálfum fyrst til að stjórnarfarið breytist á Íslandi. Við þurfum, held ég að læra að nota umboð og mátt okkar kjósenda til að ná fram leiðréttingum með lagalegum hætti og taka á svikum og landráðaglæpum. Fara í málin yfirvegað og vel ígrundað, þá fyrst breytist eitthvað raunverulega í þessu landi.
Sólbjörg, 22.10.2011 kl. 14:58
Vandamálið er líka að það eru Jóhanna og co. sem setja lögin í landinu. Það voru líka Jóhanna og co. sem VILDU að VG sviku kjósendur - SKÍTT MEÐ kjósendur VG, SKÍTT MEÐ aðra kjósendur en örflokksins: Evrópusambandinu og Samfylkingunni ALLT.
Elle_, 22.10.2011 kl. 15:28
Það er svo satt hjá þér Elle, það er valtað yflr allt og skítt með alla er stefnan. En VG verða að taka 100% ábyrgð á sínum ákvörðunum alveg eins og við öll . Skiftir engu þó einhver vilji að við gerum eitthvað ólöglegt og svikullt þá er það alfarið okkar ábyrgð hvað við gerum, ekki við neinn annan að sakast eða kenna um.
Bæði Jóhanna og Steingrímur þverbrjóta lög og reglur og virða einskis dóma Hæstaréttar, þau eru td. búin að taka sér dómsvaldið og eru stórhættuleg bæði tvö, meira en marga grunar.
Ef VG eru ekki starfhæfir sem samstarfsflokkur þá er stjórnin fallin.
Sólbjörg, 22.10.2011 kl. 17:54
Já, þau eru stórhættuleg og já, vissulega eru VG menn ábyrgir sjálfir fyrir að vera gólftuska 19% flokksins. Þau voru ekki beint með hlaðna byssu að höfðinu og hafa engar skýringar nema vilja völd.
Elle_, 22.10.2011 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.