Ólafur Steph tekur viðtal við hálfguðinn Füle

,,Geturu lofað því að evran verði áfram einn af plúsunum við aðild og að evrusvæðið finni leið út úr vandræðunum?" Þannig spyr Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins Stefan Füle stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Aðildarsinninn Ólafur fékk einkaviðtal  við stækkunarstjórann sem kom i feluheimsókn til Íslands og hitti aðeins já-bræður sína.

Tilbeiðslan í spurningu Ólafs fær svar vð hæfi. Véfréttin frá Brussel segir: ,,Ég er sannfærður um að evran verði áfram traustur viti fyrir ríki eins og Ísland." New York Times segir að þessi ,,viti" sé um það bil að splundra Evrópusambandinu, en auðvitað veit Fréttablaðið á Íslandi betur.

Blaðamaður Economist segir ekki hægt að ýkja veruleikafirringu embættismanna frá plánetunni Brussel. Sem betur fyrir fyrir Ólaf Stephensen er íslenskukunnátta ekki algeng meðal erlendra blaðamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta viðtal er fínt.

Füle staðfestir m.a. það sem þið andstæðingar ESB hafið sagt um aðlögunina.

Það ætti að gleðja einhverja. 

Karl (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 08:19

2 identicon

Það er eitthvað fallega bernskt við þessa spurningu Ólafs sem rímar við frasann að kíkja í pokann - hjá jólasveininum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 09:22

3 identicon

Já það væri synd að segja annað en ESB - einangrunarsinnarnir með garðálfinn Össur fremstan í flokki, væri soldið krúttlegir í leit sinni að pakkanum sem þeir ætla að fá að kíkja í.   Strumparnir lifandi komnir.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband