Fimmtudagur, 20. október 2011
ESB aumingjavæðir Grikki
Grikkir reyna ekki lengur að bjarga sér úr kreppunni, þeir horfa til norðurs til Evrópusambandsins að koma með lausnir fyrir Grikkland, sagði ræðismaður Íslands í viðtali við Spegilinn í kvöld.
Eflaust ætluðu Grikkir sér ekki að aumingjavæðast þegar þeir urðu aðilar að Evrópusambandinu. Fullveldið var framselt frá Aþenu til Brussel í góðæri. Núna er hallæri og fullveldið verður ekki endurheimt.
Eina von Grikkja er að gjaldfella eigin mynt til að bæta samkeppnisstöðu sína. Með evru og án fullveldis er Grikkjum allar bjargir bannaðar.
Grænt ljós í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Grikkland gekk í ESB 1981 aðeins á undan Portúgal og Spáni. Þessi lönd höfðu búið við herforingjaeinræði og ógnina frá fasisma. Grísku efnahagslífi fleygði fram áratugina eftir - landið breytist úr fátæktarbæli í sæmilega stöndugt ríki með velferðarkerfi. Því miður fylgdi alltaf mikil spilling með - og svo gerðist það að fjármál ríkisins fóru alveg úr böndunum. En þetta tal um aumingjavæðingu er fráleitt - lífskjör í Grikklandi hafa batnað ótrúlega síðustu áratugina.
Egill Helgason (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 20:14
ESB-aðild tók sjálfsbjargarviðleitnina frá Grikkjum, sagði viðmælandi Spegilsins. Þegar kreppir að líta Grikkir ekki í eigin barm heldur norður í leit að ölmusu. Þannig fer fyrir þjóðum sem framselja fullveldið sitt. Við skulum halda okkar fullveldi til að börn okkar komist ekki í þá stöðu að ganga með betlistaf í hendi til ESB.
Páll Vilhjálmsson, 20.10.2011 kl. 20:26
Hverju veldur að þetta fjölþjóða samfélag þar sem Ísland mun leika stóra rullu með 0.06% - in sín ef að inngöngu verður, fá ekki að koma nærri þegar Frakkar og Þjóðverjar hittast til að taka ákvörðun um framtíð evrunnar og betliríkja eins og Möltu...??? Hvað varð um mikil áhrif ög völd allra smá og meðalstóra ríkja í sambandinu...??
Fá þau kannski aðeins að vera með þegar lög eins og að banna börnum innan 10 ára að blása upp blöðrur eru afgreidd..???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 21:01
Að EU-aðild hafi haft áhrif á sjálfsbjargarviðleitni Grikkja, neikvæð áhrif, er ekki svo rangt hjá Páli. En var þar EU eða Brüssel um að kenna? Vissulega ekki, það var Grikkjum sjálfum að kenna. Þeir notfærðu sér það að geta sent reikninginn til Brüsssel, sem svaf á verðinum eða hafði ekki nógu gott regluverk. Grikkland fór ekki of snemma í EU, hinsvegar hefðu þeir ekki átt að fá að taka upp Evruna. Þeir voru ekki undir það búnir. En hvað hefur þetta með okkur Íslendinga að gera? Við yrðum auðvitað EU “Musterschüler”. Stórasta land í heimi!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 21:05
Grikkir fölsuðu sínar skýrslur. Auðmenn svíkja miskunnarlaust undan skatti. Spilling er landlæg.
Klingir það einhverjum bjöllum?
En vitanlega vill bjáninn, Gummi ekki fyrsti, fá vafningameistara og kögunardrengi aftur við stjórvölinn.
Kannski það ætti að banna honum að blása í blöðrur...
Jóhann (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 21:20
Mikið óskaplega er nú gaman að fá vaktstjórann Jóhann geðprúða á Baugsfylkingarvaktinni. Og allt er komið í bók og röksemdafærslan magnaða... "viljið þið kannski fá frammara og sjalla í stjórn... ???? Bjarna vafning .... ????" Sem að vísu með allt niðrum sig gagnvart flokksmönnum vegna Icesave svikanna og er nú þegara búinn að gjörtapa fyrir Hönnu Birnu ef hún fer fram.. Það er ekki mál núverandi stjórnarflokka að ákveða hverjir taka við. Stjórn og flokkar sem eru í fylgi sem rétt nær tveggja stafa tölu eða þá snillingsins Jóhanns að ákveða eitt né neitt í þeim efnum.. Komma hyskið ákveður ekki fyrir þjóðina hvernig hún á að kjósa og setja saman stjórn fyrir né eftir kosningar. Þjóðin gerir það og þeir flokkar sem síðan mælast með mesta traust hennar,... ólíkt núverandi stjórnvöldum voru búin að semja um stjórn áður en til kosninga kom, undir því skilyrði að VG yrði systurflokkur Baugsfylkingarinnar og henda öllum sínum stefnumálum, flokkssamþykktum og kosningaloforðum.
Aumingjaháttur ESB er algjör þegar eigin ræfildómur er varinn með að Grikkir eru svo vondir og óheiðarlegir ... og þeir meir að segja fölsuðu bókhaldið til að villa um fyrir ræfils blýantsnögurunum í Brussel...
... Og auðvitað höfðu ESB ræflarnir ekki minnstu hugmynd um alla spillinguna fyrr en þeir fengu hana í andlið þó svo öllum heiminum var hún ljós ... eða er það ekki Jóhann ...??? Það kom bara svona stórkostlega á óvart og ESB er bara lítið einfalt samband sem dundar sér helst við að banna börnum blöðrublástur og þjálfa upp evrópuherinn í að fylgjast með að í barnaafmælum verður lögum og reglum sambandsins fylgt í hvívetna. Hvernig var hægt að ætlast til að þekktur blöðruskapur eftirlitsmanna ESB gæfi þeim nokkra ástæðu til að kynna sér málefni óheiðarlega Grikklands fyrir inngöngu þess..??? Enda eru öll ríki ESB þekkt af einstökum heiðarleika og spillingarleysis og eins og allt í ESB paradísinni og þar er enga spillingu að finna,..... nema þá í Grikklandi.
Meðfylgjandi er nýr listi um sæti Evrópusambandsþjóðanna á listanum yfir spilltustu lönd veraldar.:
1. Danmörk mælist með minnstu spillinguna, 3 - 4. Finnland og Svíþjóð, 7. Holland, 11 - 12. Lúxemburg, 14. Írland, 15 - 16. Austurríki og Þýskaland, 20. Bretland, 22. Belgía, 25. Frakkland, 26. Eistland, 27. Slóvenía, 28. Kýpur, 30. Spánn, 32. Portúgal, 37. Malta, 41. Pólland, 46. Litháen, 50. Ungverjaland, 53. Tékkland, 59 - 60. Lettland og Slóvakía, 67. Ítalía, 69. Rúmenía, 73. Búlgaría og 78. Grikkland.
Tær snilld ....
http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 22:24
Þú virðist ekki einu sinni vera hæfur að blása í blöðru, væni minn.
Ertu drukkinn?
Þú vilt, vænti ég, bjáninn sem þú ert, staðsetja sjálf Bandaríkin ofar, ekki satt?
Þar sem 1% íbúa ræður yfir 40% eigna?
Hjalaðu næst um kvótakerfið...
Jóhann (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 23:04
Jóhrannar. Er þetta svona ofsalega sárt að sjá hversu allsber pervertinn Brusselkeisarinn er og hlægilegar varnirnar hjá þér og þínum líkum..??? Þið einir í öllum heiminum höfðu ekki minnstu hugmynd um að spillingu væri að finna í Grikklandi frekar en í nokkru öðru ESB ríkinu. Öll óspillt enda eru allir í kommahimnaríkinu jafnir. Jafn aumir.
Hvað er það sem þú skilur ekki í töflunni um spilltustu þjóðir veraldar..??
Tölur eins og 1. - 3/4. - 7. og 11/12. þar sem Ísland mælist eru sennilega viðunandi sæti ekki satt...??? En hvað með öll þessi hin ESB ríkin sem mælast orðið afar hátt á alheims spillingarkvarðanum og nokkur nánast það sama og hið þrælspillta Grikkland sem kom blöðrueftirlitsmönnunum svo á óvart.
Tölur eins og 14. - 15/16. - 20. - 22/23. - 25. - 26. - 27. - 28. - 30. - 32. - 37. - 41. - 46. - 50. - 53. - 59/60. - 67. - 69. og 73. Þrælspillta Grikkland.
Það er á hreinu að Ísland getur lært margt hvað spillingu varðar, aðlagast og fengið að kíkja aðeins í einn mesta spillingarpakka veraldar í boði ESB.
Hvað koma Bandaríkin spillingunni innan ESB við ... ???? Þau eru jöfn Belgíu eða í 22/23. sæti, þas. ef þú ert að reyna að halda þér innan umræðuefnisins og ert ekki farinn í enn eina skógarförina eins og með Bjarna Ben..??
Sandkassameðlimir halda sig öllu að jöfnu á Baugsfylkingareyjunni þar sem þræðir eru sérstaklega skrifaðir fyrir þá sem gera ekki miklar kröfur til sjálfs síns. Hrannar og svoleiðis lið heldur sér þar.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 00:04
Þú staðfestir bara enn og aftur hvað þú ert mikill vitleysingur.
Sækir í tölfræði um spillingu!
Segðu mér nú, væni minn, hvar Ísland var statt cirka rétt fyrir hrun á þessum skala þínum.
Jóhann (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 00:10
Það er mikill misskilningur að gríska ástandið sé aðeins Grikkjum að kenna. Samkeppnisstaða þeirra, Ítala og fleiri hefur látið undan síga, einkum gagnvart Þjóðverjum sem hafa sýnt umtalsverðan afgang á viðskiptum á meðan jaðarþjóðirnar hafa safnað skuldum. Vandamálið stafar því jafn mikið af styrk Þjóðverja og veikleika hinna.
Stefán (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 00:35
Jóhrannar. Já það hlaut að vera að þú veist allt mun betur en þær stofnanir sem vinna að slíkum rannsóknum. Getum við þá yfirleitt eitthvað frekar treyst rannsóknum sem koma frá ESB...??? Skýrslur eins og þessi eru unnar af fræðifólki í sérstökum stofnunum og hafa verið gerðar í áratugi. En auðvitað finnast sófasnillingar eins og þú sem vita betur. Ekkert nýtt. Meðal annars taka fyrirbæri eins og ESB beinan þátt í gerð rannsókna að þessu tæi þó svo að þær vilji helst ekki flagga óheppilegum niðurstöðum. Eins og þegar það kom í ljós að aðeins 19% íslensku þjóðarinnar taldi einhvern hag fyrir þjóðina í að ganga í ESB . - AÐEINS 19%, - og það var könnun á vegum ESB sem ekki tókst að fela. Rannsókn sænskrar stofnunar sýndi fram á að ef ESB yrði tekið inn í einu lagi í Bandaríkin og gert að einu fylkinu þar, þá yrði það no. 3 að NEÐAN hvað fátækt og lélegheit varðar. Fengi sæti næst við hlið Vestur Virginíu. Þeir sem þangað hafa komið geta örugglega vitnað um ágæti kolanámufylkisins. Það var sænsk stofnun tengd ESB dýrðarveröldinni sem vann þetta verkefni. Nógu sjálfstætt til að niðurstöðurnar týndust ekki.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 00:54
Það er morgunljóst að hann Jóhann getur ekki staðið fyrir máli sínu. Það er verið að tala um spillingu nokkurra erlendra ríkja og hans rök í málinu eru drulluslettur úr skjóðu sem hann skilur aldrei við sig. Það er verið að skoða það sem skrifað er um í virtum erlendum blöðum um stöðu evrunnar og hann svarar með níði um persónur sem koma málinu ekkert við . Hugsið ykkur sjálfur vörður Baugsveldisins . Maður hefði haldið að slíkur maður þyrfti að hafa meira til að bera.
Snorri Hansson, 21.10.2011 kl. 01:01
Gummi litli annar kemur nú með þessa sneið:
"Getum við þá yfirleitt eitthvað frekar treyst rannsóknum sem koma frá ESB...??? "
Var það ESB sem lýsti yfir spillingarleysi Íslands í den?
Þegar gaurarnir þínír fóru hamförum og knésettu íslenska þjóð?
Þú ert ekki svaraverður.
Þú ert bjáni.
Jóhann (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 01:21
Jóhann gáfaði í Baugssandkassanum.
Hvaðan hefur þú og ESB að GRIKKIR ERU SVONA SPILLTIR...... ??????
Er það ekki tóm vitleysa líka .... ????
Stendur í sömu skýrslu ....
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 01:33
Verð að bakka yfir Jóhrannar í Baugssandkassanum...
.
Vefþjóðviljanum hafa borist þrjár tilkynningar.
Í fyrsta lagi hefur borist ályktun stjórnar Hagsmunasamtaka skottulækna, þar sem þess er krafist að hætt verði að gera blóðprufur á sjúklingum, mæla líkamshita eða gera aðrar áþreifanlegar mælingar á heilsufari þeirra. Segir í ályktuninni að söfnun slíkra upplýsinga um sjúklinga verði til þess að auka álag á þeim sem veikastir séu og hlotið hafi verstu meðferðina. Dragi það úr trausti á skottulæknum og skekki samkeppnisstöðu þeirra gagnvart læknum sem kunna eitthvað í læknisfræði.
Í öðru lagi hefur aðalfundur Landsamtaka lélegra knattspyrnuliða nú samþykkt ályktun þess efnis að þegar í stað verði hætt að telja skoruð mörk í leikjum. Sá úrelti siður gefi áhorfendum til kynna að lið sé misöflug og sum hreinlega afleit. Slík talning sé mjög ósanngjörn gagnvart þeim sem skori fá mörk, en fái á sig mörg. Eðlilegra sé að hætta þessari hvimleiðu talningu, en fela einfaldlega þjálfara hvers liðs að skera úr um hversu sterkt lið hans sé og vel þjálfað.
Loks hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekið til íhugunar hvort ekki sé rétt að banna birtingu lánshæfiseinkunna einstakra aðildarríkja. Félagi Michel Barnier, sem kosinn var með engu atkvæði til að „fara með málefni innri markaðar“ í framkvæmdastjórninni, hefur því nú þegar samið drög að samkomulagi um að ný stofnun verði sett á fót sem leggi „bann við mati á slíkum greiningum á greiðsluþoli ríkja“. Slíkt mat er augljóslega til þess fallið að gefa til kynna að einstök evruríki séu við það að verða gjaldþrota, nú örfáum árum eftir að stjórnmálamenn þeirra ákváðu að þau skyldu taka upp evru.
http://andriki.is/
Tær snilld ...
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 01:47
Ég er sammála Snorra. Guðmundur er kallaður öllu illu fyrir að benda á evrópska spillingu. Má ekki anda á heilaga veldið?
Elle_, 21.10.2011 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.