Fimmtudagur, 20. október 2011
Füle í feluheimsókn til Jóhönnu
Ein snubbótt fréttatilkynning liggur eftir heimsókn stækkunarstjóra Evrópusambandsins til Íslands. Engin viðtöl við Stefan Füle þar sem annars vegar væri hægt að spyrja hann á hvaða áratug samningur Íslands og Evrópusambandsins gæti legið fyrir, miðað við hægaganginn, og hins vegar hvað evran á margar vikur eftir af líftíma sínum.
Í fréttatilkynningunni frá forsætisráðuneytinu um heimsóknina er skautað yfir óþægilegar staðreyndir eins og að Evrópusambandið neitar að ræða tvo samningskafla við Ísland fyrr en ríkisstjórnin hefji aðlögun að Evrópusambandinu.
Heimsókn Füle stækkunarstjóra er í felulitum því að Evrópusambandið hafði óþægilegan boðskap handa Jóhönnu og Össuri: game over.
Lýsa ánægju með viðræðuferlið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Yes! Breach promise.,,
Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2011 kl. 14:55
Hann laumaðist með skottið á milli fótanna yfir hafið eftir að Björn Bjarnason hafði bókað viðtalstíma við hann í Brusselherbúðunum. Björn mætti en stækkunarstjórinn hafði þá látið sig hverfa til funda í útlöndum án þess að Birni væri gert grein fyrir hvert hann fór.
Tignarlegt pakk ...
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 15:01
Er það þess vegna sem Össur vill flýta ferlinu?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2011 kl. 18:08
Er ekki hægt að senda Stefán Fúla aftur til Brüssel... með skófar á hinum óæðri....
Sigríður Jósefsdóttir, 20.10.2011 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.