Fimmtudagur, 20. október 2011
Evran dauð á landsfundi Samfylkingar
Markaðir í Evrópu lækkuðu í morgun vegna slæmra frétta af neyðarfundi kanslara Þýskalands og forseta Frakklands. Tvíríki Evrópusambandsins er innbyrðis ósammála um hvernig eigi að bjarga evruríkjunum 17 úr skuldakreppu banka og jaðarríkja.
Sarkozy forseti Frakklands er borinn fyrir þeim orðum að ef ekki tekst að ná tökum á skuldakreppunni á boðuðum leiðtogafundi á sunnudaginn er úti um evruna og þar með Evrópusambandið.
Umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu var send til Brussel fyrir rúmum tveim árum, um það bil þegar fyrstu fréttir bárust af kreppu Grikklands. Við hæfi er að dánartilkynning evrunnar beri upp á sama tíma og Samfylkingin heldur landsfund.
Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir eru búnir að finna lausn á vandanum. Þeir ætla að banna að birtar verði tölur af lánshæfi landa í krísu. Snilldarbragð. Nú veit enginn hvort það gengur vel eða illa og markaðurinn verður lotterí sem enginn tekur þátt í.
Það er annars góður business að lána Grikkjum peninga, því þar er skuldatryggingarálagið ekki nema tæpir 6000 punktar og vextirnir um 80%. Semsagt þú færð borgað um leið og þú lánar.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2011 kl. 12:37
Sæll.
Ég veit ekki betur en stærstu matsfyrirtækin séu frá USA. Hvernig ætlar ESB að fara að því að banna þeim að birta svona upplýsingar? Brussel er farið að líkjast vitleysingahæli.
Helgi (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 23:13
Í Kína er líka bannað að fjalla um það sem stjórnvöldum finnst óþægilegt.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2011 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.