Ekki nægar sannanir að mati Hreins Lofts

Lesandi sendi þættinum línu um Baugsmálin til að vekja athygli á ummælum Hreins Loftssonar stjórnarformanns Baugs í Viðskiptablaðinu. B. segir:

Merkilegt komment hjá Hreini Loftssyni í Viðskiptablaðinu á fimmtudaginn :,,Ég veit að það verður sýknað í öllum þessum liðum í þessu máli sem er að fara af stað. Þeir hafa ekki næginlegar sannanir fyrir einu né neinu."

Ekki sýknað vegna sakleysis og ekki vegna þess að þeir hafa engar sannanir, heldur bara "ekki nægar".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óheppilegt orðaval.

Það geta bersýnilega fleiri gert 'tæknileg mistök'.

Jafnvel löglærðir menn

ÓliG (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 15:28

2 identicon

þú klikkaðir samt illilega á commentinu um fríblað Baugsmanna í USA....það kemur fram í blöðum í Boston að slíkt fríblað sé að fara af stað í samvinnu við þarlenda aðila.....

Er ekki spurning að segja sorrí yfir að hafa efast um viðskiptahæfileika Gunnars Smára og co ?

Björn Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 16:28

3 identicon

Enn, heldurðu áfram að hræra í misuni, Palli, þeir hafa verið sýknaðir, einfaldlega vegna þess að saklausir hafa þeir verið. Ef nægjanlegar sannanir finnast ekki fyrir ábornum sökum, þá eru sakir ósannar eða tilbúnar.

Gestur Halldórsson (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 00:52

4 identicon

"Er ekki spurning að segja sorrí yfir að hafa efast um viðskiptahæfileika Gunnars Smára og co ?"

Hefur þú ekki verið að fylgjast með? Veistu hvernig Dagsbrún hefur gengið síðan Gunnar Smári, sprenglærður maðurinn, var gerður að forstjóra? Hvernig getur þú litið á þessa hugsanlegu útgáfu á fríblaði í Bandaríkjunum sem sönnun þess að Gunnar Smári, sprenglærður maðurinn, búi yfir "viðskiptahæfileikum". Ef við berum þetta saman við klúðrið í Danmörku þá er þetta ekkert annað en kristalskýr sönnun þess að Gunnar sé sprenglærður og lærir af mistökum sínum.

Slöttólfur (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 03:41

5 identicon

ég var nú bara að djóka soldið.....annars var gaman að lesa staksteina mbl í dag....nú hefur komið í ljós að Baugsmenn leka sjálfir gögnum til fjölmiðla...spurning í hvaða tilgangi eins og staksteinar spyrja t.d. til hvers að koma höggi á aðila sem tengjast sér...

Greyið Hreinn Loftsson.....virðist vera honest gaur, bara soldið óheppinn með félaga....

Siggi Gunn (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 12:21

6 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Líklega er erfitt að halda uppi viti borinni umræðu, þegar útúrsnúningunum eru engin takmörk sett.

Eiður Svanberg Guðnason, 11.2.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband