Össur plottar ekki fyrir Pál

Össur Skarphéðinsson utanríkis stígur fram fyrir skjöldu Páls Magnússonar óvissuráðins forstjóra Bankasýslu ríkisins og segir óhugsandi að pólitískur fnykur sé af ráðningunni þar sem Páll sé framsóknarmaður. Málið er bara ekki svo einfalt.

Páll Magnússon var formannskandídat í Framsóknarflokknum 2009 en féll fyrir Sigmundi Davíð. Páll fékk ýmsa vini með sér í flokkinn í aðdraganda formannskjörsins, meðal annars Guðmund Steingrímsson sem kom úr Samfylkingunni að styðja Pál.

Guðmundur gekk úr Framsóknarflokknum með reynir að stofna nýjan flokk með velvilja og stuðningi Össurar Skarphéðinsonar sem skortir sárlega ESB-sinnað stjórnmálaafl til að rjúfa einangrun Samfylkingarinnar.

Stjórnmál er ekki bara framboð og þingmenn heldur ítök í samfélaginu. En auðvitað er óhugsandi að Össur stundi valdaskak á bakvið tjöldin. Hann er bara ekki þannig stjórnmálamaður. Eller hur?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst vanta í þessa færslu vangaveltur um eftirfarandi:

  • Bankasýsla heyrir undir Steingrím J
  • Í lögum um Bankasýslunar má sjá að Fjármálaráðherra hefur enga beina leið til að hafa áhrif á bankasýsluna
  • Minni á að það er stjórn Bankasýslunar sem réð viðkomandi Pál til starfa eftir úttekt ráðningafyrirtækis.
  • Hvaða fólk í stjórninni á að vera að plotta fyrir Össur þarna inni: orsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur, stjórnarformaður, Sonja María Hreiðarsdóttir, lögmaður, varaformaður, Steinunn Kristín Þórðardóttir, rekstrarhagfræðingur og Jón Sigurðsson, lögmaður, til vara.
Sé ekki hverjir þarna inni eiga að vera sérstaklega límdir við Samfylkinguna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2011 kl. 17:35

2 identicon

Magnús.  Lesa pistilinn því þar kemur það glögglega fram hvað vakir fyrir Össa "heiðarlega", og láttu okkur svo vita hvort að málið flækist nokkuð fyrir þér.

Það var mikið lán fyrir laxfiskastofninn að jafn "heill" og "hæfileikaríkur" maður og hann snéri sér að stjórnmálum. 

En hvað eru menn að væla um menntunarleysi Páls Magnússonar, þegar jarðfræðinemi er fjármálaráðherra, gagnfræðingur forætisráðherra og laxfiskafræðingur utanríkisráðherra, sem að vísu viðurkennir opinberlega að hann hafi ekki hundsvit á efnahagsmálum .. né nokkurn áhuga á þeim. 

Hann ber ábyrgðina á bjölluatinu hjá ESB í Brussel.... sem hefur væntalega ekkert með efnahagsmál að gera ....!!!! 

Er nema von að engin stjórn hefur mælst með minna fylgi og allt er í tómu klúðri  sem þetta ólánslið kemur nálægt ....???  Meir að segja naut hrunstjórnin mun meira fylgis daginn sem hún féll... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 19:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðmundur 2. Gunnarsson: Óþarfi að eyða púðri á ígildi Hómer Simpsons okkar Íslendinga. Hann skilur ekki hvað þú ert að segja hvort eð er. Hann veit að bjórinn er ódýrari í ESB en hér og það er honum nóg.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2011 kl. 22:04

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er árstíð októberfestanna, svo hann er aldrei skæðari en nú.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2011 kl. 22:06

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hómer Simpson teygir sig boginn í baki, í Rokkefeller-Bildenburg-Brasselveldis-kökuna, á meðan tindátarnir í ESB-Brussel-embættunum plokka síðustu seðlana upp úr vasa auðtrúa og sælgætis/kökusinnaða Hómers Simpsons og hans skoðanaþrælum, sem eru aðalleikara í frægasta leikriti Íslandssögunnar: Umsóknar/aðildarferli blekktra nammidags/köku-unnenda að ESB-kökunni, sem enginn hvorki þarf að kaupa efnið í, né leggja vinnu og aðildar-aðgangseyrir í að vera með í. Eða hvað? 

Jesús Jósefsson og Guð almáttugur sjá um reikninginn alveg skuldlaust til allrar framtíðar. Allt frítt, og hugsjónum íslenskra "friðarsinna" er framfylgt í hvívetna af "óeigingjarnri" hugsjón, að sjálfsögðu!

Amen, í Mammons (peningaguðsins) nafni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2011 kl. 00:10

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...Brusselveldis-kökuna átti þetta að vera í næst efstu línu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2011 kl. 00:16

7 Smámynd: Dexter Morgan

Munið eftir smöluninni hjá þeim bræðrum Páli og Árna (sem er starfsmaður Íslandsbanka),þegar þeir, ásamt konum sínum yfirtóku framsóknakvennafélagið í Kópavogi til að tryggja sér atkvæði. Ef þetta fellur ekki undir pjúra Framsóknamennsku, þá veit ég ekki hvað.

Dexter Morgan, 18.10.2011 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband