Evru-kreppan í beinni

Skuldakreppa evru-landanna 17 er vítisvélin sem tifar undir alþjóðahagkerfinu. Bein ,,útsending" er frá hlutabréfavísitölum, pólitískum fundum og álitsgjafaumræðunni sem varðar evru-hagkerfið. Til hliðar við  kunna fjölmiðla eru sérútgáfur sem útskýra hvernig hægt sé að græða að evru-kreppunni. Á eftir Grikklandi kemur Ítalía, segir Money Morning.

Evru-kreppan skapar óvíssu á mörkuðum og með veðmálum er hægt að græða lifandis býsn á því að giska rétt um tiltekna þróun.

Evrópusambandið er sjálft í húfi í evru-kreppunni og það bæði eykur óvissuna til muna og fjölgar tækifærum markaðarins til að stunda milljarðaveðmál þar sem undir eru gjaldþrot evrópskra stórbanka og jaðarríkja Evrópusambandsins.

Við sem sitjum í friði á útsýnisstað á Norður-Atlantshafi vonum vitanlega að farsæl lausn finnist á sambúðarvanda Evrópusambandsins og markaðarins, líkt og við óskuðum eftir hagfelldri niðurstöðu í Evrópu árin 1939 - 1945. Við skulum á hinn bóginn ekki láta okkur til hugar koma að veðsetja íslenska hagsmuni Evrópusambandinu.


mbl.is Hlutabréfaverð hækkaði í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Evru-kreppan skapar óvíssu á mörkuðum og með veðmálum er hægt að græða lifandis býsn á því að giska rétt um tiltekna þróun.

Með options veðmálum

>to buy (call) á leiðinni upp

>en, sell (put) á leiðinni niður

En til þess þarf vanalega að hafa tiltekna risa summu peninga í handraðanum til að veðja með. Marg oft sinnum lánsfé eins og reikningar séu margin svo dæmi séu tekin. Og þá hjá risa fjár-hættuspilaranum oft RISA-MARGIN (margin er lán miðlara á móti inneign fjárfesta á reikningi).

Það má segja að allt séu þetta peningar sem viðkoma frá launaframlagi almenning til að bankar geti lánað fjárfestum og þar með spilað með gervipeninga sem spilast upp frá útlánum banka og fjármálafyrirtækja. 

Guðni Karl Harðarson, 17.10.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband