Þorsteinn hvekkir Björn Val

Þorsteinn Pálsson talsmaður samfylkingarfólks í Sjálfstæðisflokknum og fulltrúi Össuar í samninganefnd Íslands í aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið segir að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. muni ekki landa samningi við Evrópusambandið - til þess sé stjórnin of sundurþykk.

Þingflokksformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, hneykslast á þessum orðum Þorsteins og spyr með þjósti hvort ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé líkleg til að ljúka samningum við Evrópusambandið.

Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarsóknarflokkur eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu og forystufólk þessara flokka eru hlynnt því að umsóknin verði lögð til hliðar.

Áhyggjur þingflokksformanns Vinstri grænna af afdrifum umsóknar Samfylkingar um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru ekki í samræmi við margyfirlýsta stefnu Vg um að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. En maður sem hendir bókum í ruslið og gortar sig af því er vitanlega búinn að marka sér sérstakan bás.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn Valur er örugglega verst gefni þingmaður þjóðarinnar fyrr og síðar.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 21:10

2 identicon

Guðmundur, á því er ekki nokkur vafi. Hann er hins vegar hlýðinn eins og hundur sem hleypur eftir beini sem húsbóndinn kastar.

Björn (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 21:52

3 identicon

Rosalega ert þú vitur, G2G, geturðu ekki sagt okkur fleira flott um þennan BV?

Magnús (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 22:32

4 identicon

Magnús í dag (sennilega ekki svo vitri) og Jóhann í gær...???  og hver svo næst..???  Og hvað viltu fá að vita...???  Það er af svo mörgu að taka að hálfa væri nóg þegar brekkan Björn Valur er annarsvegar.

Þekkiru söguna af fjölskyldumeðlim Björns Vals sem sá ástæðu til að skrifa blaðagrein og vara þjóðina við þessum manni sem var að setjast á þing, vegna afar vafasams siðferðis sem hafði bitnað afar illa á náskyldum..???

Eða þegar hann fullyrti að starfandi þingmaður hefði þegið mútur og um leið að sá hinn sami skuli AFSANNA þessa fullyrðingu sína...???  Þar sem Björn Valur hefur því miður starfa af því að semja og setja lög, þá er augljóst að hann hefur ekki minnstu hugmynd um hvað hann er að gera þegar hann veit ekki að grunnregla réttarríkisins er sú að sá sem ásakar þarf að sanna sekt viðkomandi en ekki öfugt.

Eða þegar brekkan fullyrti fyrir skömmu að þjóðin þyrfti að greiða Icesave "SKULDINA" hvort sem henni líkar betur eða verr.. eftir að hann hafði heyrt viðtal við stærðfræðinginn og peningamanninn Pétur Blöndal þar sem Pétur skilaði útreikningum um hversu mörgum milljarðatugum þjóðin hefði sparað sér með aðstoð forsetans með að hafna Icesave samningunum. 

Snillingurinn Björn Valur sagði.: 

"Niðurstaða málsins er einföld: Icesave-skuldin verður greidd að fullu eins og Pétur veit rétt eins og allir aðrir.... Það hefur aldrei annað staðið til. Breytir þar engu um hvort Pétur verður áfram á vaktinni eða kominn í koju.

Nú er ekki lengur um það deilt nema þá hjá sérstökum einfeldningum að það var aldrei um neina skuld að ræða heldur ólögvarða kröfu sem dómstólar munu kveða á um hvort að einhver ástæða er fyrir þjóðina að svara yfirleitt og hvað þá greiða, þas. ef einhver kæra mun þá berast frá Bretum og Hollendingum á endanum...???   Stjórnvöld hafa loksins tekið upp málstað þjóðarinnar og ríkisstjórnin svarað þessum aðilum á nákvæmlega sama hátt og nánast þjóðin öll allt frá upphafi.  Björn Valur skilur ekki út á hvað málið gengur frekar en fyrri daginn og fullyrðir að eitthvað allt annað er í gangi á bak við tjöldin en það sem þjóðin telur og á að vera að gerast.

Eða þegar fjármálasnillingurinn (álit fjölskyldumeðlims hans sem skrifaði blaðagreinina) Björn Valur, fulltrúi VG í fjárlaganefnd Alþingis þegar slagurinn stóð sem hæst á þingi varðandi Icesave II, fullyrti að skjölin sem  breska lögmannsstofan Mishcon de Reya lagði fram væru í pólitískum tilgangi.  Skjölin sýndu að ríkisstjórnin hafi leynt upplýsingum, og að fulltrúar VG hafi leynt Samfylkinguna upplýsingum.  Björn Valur sagði það samdóma álit meirihlutans, embættismanna og fulltrúa tryggingasjóðsins að ekkert nýtt hafi komið fram í þessum skjölum sem ætti að breyta afstöðu manna í málinu og fullyrti tímasetninguna enga tilviljun. "Þetta eru bara stjórnmál eins og þau gerast best. Það er bein tenging milli Sjálfstæðisflokksins og Mishcon de Reya,"  fullyrti lagaséníið Björn Valur og að.. "svona lagað gerist ekki af tilviljun."  Hann sýndi aldrei fram á nein tengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og lögfræðistofuna, og álit hennar var þungamiðjan í því starfi sem samninganefnd Lee Buchheits lagði út frá í samningavinnunni í Icesave III, og að mati Björns Vals og stjórnarliða náðu "stórkostlegum" árangri og spöruðu þjóðinni tugi ef ekki hunduði milljarða frá því "að ekki breytti neinu" sem lagt var fram fyrir 98.2 % NEI heimsmets rassskellingu komma og krata í stjórnarflokkunum.

Glæsisamningi Björns Vals og félaga hafnaði þjóðin með ógleymanlegum hætti eða 98.2% NEI ... sem hefði átt að duga að hann og hans lið hefði átt að hundskast til koma sér á brott af þingi fyrir fullt og fast.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband