Laugardagur, 15. október 2011
Bækur í ruslið og bækur á bálið
Þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fékk gefins bók um stjórnmál. Gefins bækur les maður eða leggur til hliðar; ef maður er sannfærður að bókin sé einskins virði lætur maður hana á stða þar sem hún finnst ekki aftur. En það þarf sérstaka andstyggð á bókum til að láta sér til hugar koma að setja bókina í ruslafötu og hrósa sér af því, líkt og Björn Valur Gíslason gerir í bloggfærslu.
Laust fyrir miðja síðustu öld voru bókabrennur tíðkaðar í ríki á meginlandi Evrópu. Rithöfundi var að orði að þeir sem brenna bækur víla ekki fyrir sér að brenna fólk.
Heimfært upp á Ísland á 21. öld: þeir sem gorta sig af því að fleygja bókum í ruslið láta sig ekki muna um að setja fólk í sorpið.
Til hamingju, Vinstri grænir, með Björn Val Gíslason.
Athugasemdir
Það hefur ekki þvælst fyrir gáfumenninu Birni Vali að afgreiða mál án þess að kynna sér innihald þeirra. Ferskasta dæmið var ótrúleg framganga hans í Icesave I, II og III sem hann ásamt flokkfélögum í báðum stjórnarflokkunum samþykktu þá óséða. Og hann er enn að og hefur ekki greind til að stein halda sér saman eftir endurteknar rassskellingar þjóðarinnar.
Það er með ólíkindum hvernig Eyjan hefur opnað bloggið hans á sínum síðum í hvert sinn sem garmurinn hamrar inn ruglið. Nema að Eyjan er einfaldlega að henda gaman að trúðnum..???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 22:51
Eins ómanneskjulega og hann kemur fram í öllu taldist hann aldrei með ósmalandi köttum eða villiköttum Jóhönnu. Hvað veldur?????
Elle_, 15.10.2011 kl. 22:56
Björn Valur Gíslason er mjög sorglegur maður.
Baldur (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 00:24
Ég hefði talið að ef einhver þyrfti að lesa sig til um stjórnmál, þá væri það Björn Valur.
Lágmark væri fyrir hann að renna yfir stefnuskrá VG fyrir síðustu kosningar, bara svona for the heck of it. Hann hefur ekki vinstri græna glóru um það sem þar stendur.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2011 kl. 00:50
Kannski að Eyjumenn hafi svona mikinn húmor. Það er svipað fyndið að sjá togarajaxl tjá sig um stjórnmál og að horfa á gröfustjóra vinna við heilaskurðlækningar. Afleiðingarnar þurfa ekki að vera eins fyndnar samt.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2011 kl. 00:54
Að gera þennan dreg að flokksformanni VG er eins og að láta sér detta í hug að gera Jón okkar Frímann að formanni Samfylkingarinnar.
Semsagt...ég er afar ánægður með þessa strategíu VG. Meira af þessu. Þetta er akkúrat stjórnviskan, sem hefur keyrt allt fjandans til hérna, svo varla var við öðru að búast?
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2011 kl. 01:00
Hver ertu Páll?
Þú ert ekki samfylkingarmaður. Ekki heldur vinstri grænn.
Ef marka má þá sem sækjast hér að þér til að strjúkja þér réttsælis, sérstaklega Sjálfstæðismanninn og fávitann Guðmund annan, þá ertu að líkindum leigupenni.
Án hugsjóna.
Hvað fékkstu mikið?
30 silfurskildinga?
Jóhann (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 01:10
Guðmundur 2. Gunnarsson er snilldarbaráttumaður.
Páll Vilhjálmsson er vel upplýstur, vonsvikinn fyrrv. krati.
Jóhann virðist blauður mjög að tala úr launsátri sama sem nafnleysis, enda hundrð Jóhanna til á landinu.
Jón Valur Jensson, 16.10.2011 kl. 02:07
...en aðeins einn Jón Valur.
Sem betur fer.
Jóhann (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 02:13
Og hversu oft ætli "Jóhann" litli hafa verið rassskelltur af hægri mönnum undir öllum sínum nikkum sem hann hefur reynt að fela sig á bak við, þegar hann hefur gengið erinda auðrónans sem er með allt niðrum sig eins og sá litli sem grætur svo sárt. Það vonandi að hann kemur inn á nýju óskemmdu nikki því að þetta er handónýtt eins og öll hin horfnu en skrifuðu eins og með sömu stafsetningavillunum. Þó svo líkurnar að það verði ekki strax málefnalega gjaldþrota eins og öll hin eru minni en engar. Það má alltaf hafa gaman af trúðum... svona að vissu mörkum.
Páll síðustjóri hefur vissulega sýnt af sér kæruleysi í meðferð atkvæða með að styðja hér áður fyrr Samfylkinguna hans og toppaði ruglið með að kjósa Vinstri græn í liðnum kosningum. "Jóhanni" litla er hugsanleg flokkstengsl Páls mikið hjartans mál og vegna þess er ekki síður forvitnilegt að vita hvað hann sjálfur muni kjósa þegar hann loksins kemst á kosningaaldur...???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 02:51
Frábærlega skrifað Páll.
Alveg sama hvar í flokki herra þingflokksformaður VG væri, þá er þetta snilldar, sorglega satt. (....En auðvitað er hann þingflokksformaður VG. hvað annað?)
Þú Páll. Snilli!
jonasgeir (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 09:51
Jóhann, þú ógnar ekkert þeim sem skrifa að ofan með skapofsa. Við hættum ekkert að skrifa í síðuna þó þú endilega viljir það.
Elle_, 16.10.2011 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.