Árni Páll til varnar baugsarfleifðinni

Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra komst til áhrifa í íslenskum stjórnmálum á öldufaldi útrásarinnar. Stórfyrirtæki keyptu sér stjórnmálamenn með fjárstuðningi í prófkjörsbaráttu. Auðhringurinn Baugur lét sér sérstaklega dælt við stjórnmálamenn Samfylkingarinnar.

Eftir hrun kom á daginn að Baugur hafði í gegnum margar kennitölur fjármagnað Samfylkinguna. Sannleiksnefnd flokksins endurskoða regluverk flokksins og girða fyrir þann möguleika að þingmenn yrðu til sölu í prófkjörum.

Árni Páll Árnason má ekki til þess hugsa að stjórfyrirtækjum sé meinað að kaupa sér þingmenn og skrifar ádrepu um það.

Líkt og aðrir stjórnmálaflokkar fær Samfylkingin bein framlög úr ríkissjóði. Í veröld Árna Páls skipta stjórnmálaflokkar ekki máli nema sem heiti á framboði. Rökrétt er að Árni Páll leggi til að afnema opinberan stuðningin til stjórnmálaflokka, en árlega hleypur sá kostnaður á hundruðum milljóna króna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í öllum þessum niðurskurði á að afnema styrki til stjórnmálahreyfinga, eða í versta falli að styrkja alla með sömu upphæð og þá einhverja lágmarksupphæð.  Stjórnmálin eru orðin svo spillt og langt frá lýðræði sem hugsast getur.  Manni fallast eiginlega hendur við allt þetta bruðl, misskiptingu og klíkuskap.  Hér þarf svo sannarlega að hreinsa til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2011 kl. 19:48

2 identicon

Samfylkingin er ekki lengur stjórnmálaflokkur. 

Það er hagsmunasamtök fyrir þá sem stjórna þar.

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 20:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einfaldlega rétt, þess vegna á að taka hana út af pólitískri umræðu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2011 kl. 20:47

4 identicon

Sagan segir að Jón Ásgeir muni kaupa sér formannssætið hjá Samfylkingunni næst þegar verður kosið.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 21:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahahaha!!!enda vantar þá tilfinnanlega formannsefni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband