ESB brýtur múrinn á Íslandi fyrir Kína

Evrópusambandið ætlar að opna kynningarmiðstöð hér á landi til að hafa áhrif á viðhorf almennings til sambandsins. Framkvæmdastjórn Heimssýnar mótmælir þessum fyrirætlunum í ályktun og vekur athygli því hættulega fordæmi sem hér er á ferðinni.

Ef Evrópusambandinu líðst bein íhlutun í íslensk stjórnmál er komið fordæmi fyrir því að önnur ríki eða ríkjasamtök setji hér upp áróðursmiðstöðvar til að knýja á um sína hagsmuni.

Hugmyndir okkar um lýðræði gera ráð fyrir að Íslendingar ráði sínum málum til lykta á eigin forsendum en veiti ekki viðtöku erlendu fjármagni til að komast að ,,réttri" niðurstöðu. Peningasekkir kaupa sannfæringu og gildir einu hvort sendingin komi frá Brussel eða Peking.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Hvað kemur Stefan Fule við hvort við höfum ´ótta og ranghugmyndir´ eða hvort okkur líkar yfir höfuð við sambandríki úti í Evrópu eða ekki??  Það á að stoppa Stefan Fule og skaðræðisflokk Jóhönnu og Össurar í sporunum.

Elle_, 15.10.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband