Laugardagur, 15. október 2011
ESB brýtur múrinn á Íslandi fyrir Kína
Evrópusambandið ætlar að opna kynningarmiðstöð hér á landi til að hafa áhrif á viðhorf almennings til sambandsins. Framkvæmdastjórn Heimssýnar mótmælir þessum fyrirætlunum í ályktun og vekur athygli því hættulega fordæmi sem hér er á ferðinni.
Ef Evrópusambandinu líðst bein íhlutun í íslensk stjórnmál er komið fordæmi fyrir því að önnur ríki eða ríkjasamtök setji hér upp áróðursmiðstöðvar til að knýja á um sína hagsmuni.
Hugmyndir okkar um lýðræði gera ráð fyrir að Íslendingar ráði sínum málum til lykta á eigin forsendum en veiti ekki viðtöku erlendu fjármagni til að komast að ,,réttri" niðurstöðu. Peningasekkir kaupa sannfæringu og gildir einu hvort sendingin komi frá Brussel eða Peking.
Athugasemdir
Hvað kemur Stefan Fule við hvort við höfum ´ótta og ranghugmyndir´ eða hvort okkur líkar yfir höfuð við sambandríki úti í Evrópu eða ekki?? Það á að stoppa Stefan Fule og skaðræðisflokk Jóhönnu og Össurar í sporunum.
Elle_, 15.10.2011 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.