Ein mynt; ein fjárlög = Stór-Evrópa

Án sameiginlegra fjárlaga 17-ríkja er evru-samstarfið dæmt til að mistakast. Með sameiginlegum fjárlögum eru lögð drög að Stór-Evrópu á meginlandinu. Þjóðríki eins og Bretland, Svíþjóð og Pólland munu ekki melda sig inn í Stór-Evrópu.

Aðeins tvær lausnir bíða evru-samstarfsins; Stór-Evrópa eða að evran verði úr sögunni sem sameiginleg mynt ólíkra þjóðríkja.

Andspænis þesum valkostum á Ísland að standa álengdar og bíð eftir framvindu mála. Drögum umsóknina tilbaka, skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Feginn að hafa ekki evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er spennandi að fylgjast með undirskriftasöfnuninni og hún gengur vonum framar.Hér er nýjsta talan og geri aðrir betur.

7142 hafa skrifað undir áskorunina.

gangleri (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 20:17

2 identicon

Gangleri: Undirskirftasöfnunin "Sammála" til stuðnings um umsókn stóð í nokkra mánuði og endaði í 15000 en hún var auglýst miklu meira en nokkur önnur undrskriftasöfnun sem haldin hefur verið á Íslandi (svo ekki sé talað um ókeypis kynningu í formi fréttaumfjöllunar).

"Skynsemi" er komin upp í tæpan helming undirskrifta sem fengust í "Sammála" á u.þ.b mánuði þrátt fyrir að hún hafi lítið verið kynnt.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 00:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Margir vilja hafa áskorunina harðorðaðri,vilja bara einfaldlega hætta við,mundu þá skrifa fúslega undir.

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2011 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband