Byggðin, Evrópusambandið og sjálfsvirðingin

Byggð á Íslandi tekur breytingum í samræmi við tækni, náttúru og mannasetningar. Fyrir hundrað árum uxu sjávarþorp hringinn í kringum landið þar sem vélbátaútgerð gerði veiðar að heilsársvinnu. Áður var litið á fiskveiðar sem aukabúgrein landbúnaðarsamfélagsins.

Þegar takmarka þurfti fiskveiðar fyrir þrjátíu árum eða svo var tekið upp kvótakerfi eftir tilraunir með annað fyrirkomulag. Margvíslegar skoðanir eru um kvótakerfið en það var niðurstaða innlendrar málamiðlunar. Kvótakerfið breytti byggðinni, styrkti bæjarfélög eins og Akureyri og Neskaupstað en kippti fótunum undan öðrum.

Engir eru betur til þess fallnir en Íslendingar að ákveða byggðaþróun hér á landi, að svo miklu leyti sem það er í mannlegu valdi að stýra búsetu fólks. 

Evrópusambandið býr ekki yfir neinni uppskrift að því hvernig hyggilegast sé að byggð breytist, hvorki hér á landi né annars staðar. Á hinn bóginn hefur Evrópusambandið gert það að sjálfstæðu verkefni að leiða saman byggðir milli ólíkra þjóðríkja. Tilgangurinn er að auka samheldni ólíkra þjóða. Aukamarkmið er að draga úr vægi þjóðríkja en efla svæðisbundna samvinnu.

Byggðastefna Evrópusambandsins á ekkert erindi hingað út. Hér er ekki um það að ræða að efla svæðisbundna samvinnu milli þjóðríkja. Ísland er eyland og aðstæður allar aðrar en á meginlandi Evrópu. Það sem meira er: næstu nágrannar okkar, Grænlendingar og Færeyingar, eru aldeilis ekki á leiðinni í Evrópusambandið.

Byggðastefna Evrópusambandsins hér á landi myndi aðeins ræna okkur sjálfsvirðingunni með því að láta kommisara í Brussel taka ákvarðanir um íslensk byggðamál. Og þjóð sem tapar sjálfsvirðingunni er ekki upp á marga fiska. 

 


mbl.is Niðurstaða í rýnivinnu um byggðamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,íslensk stjórnvöld leggi fram ítarlega og tímasetta aðgerðaáætlun þar sem fram komi skýr markmið að því er varðar framkvæmd byggðastefnunnar og þá stjórnsýslu sem nauðsynleg er. Slík áætlun sé mikilvæg í ljósi þess að Ísland hyggst ekki ráðast í stjórnsýslubreytingar í tengslum við aðildarviðræðurnar fyrr en eftir samþykkt aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Taka ber eftir að þetta er alveg það sama og í landbúnaðarmálum. Alveg það sama. Að vísu í byggðarmálum er enin stefna á Íslandi heldur allt einhvernveginn bara eftir því hvaða sjallinn kemst í kjötkatlanna í það og það skiptið.

Í Landbúnaðrmálum er ákveðin stefna en munurinn er að greiðslur styrkja er í raun á hedi bændasamtakanna. þetta er hvergi svona á byggðu bóli sem vonlegt er. Stórnvöld hafa í raun ekki aðgang að framkvæmdinni. þessvegna þar Ísland að setja fram áætlun um hvernig hún muni framfylgja styrktargreiðslum frá siðmenntuðu sambandi

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2011 kl. 21:47

2 Smámynd: Elle_

Nú förum við alheimssinnar og sækjum um inngöngu í Suður-Afriku eða Venezuela.  Við komum landinu þangað inn og JÓHÖNNU-ÓMARS-ÖSSURARLIÐIÐ VERÐUR EKKI SPURT.  Það er lágmark að við hin komum fram svipuðu fáráði gegn þeim og þau gerðu í júlí, 09 gegn okkur og halda enn við af mikilli ósvífni.  

Elle_, 12.10.2011 kl. 22:20

3 identicon

Ómar.  Hver skrifaði fyrir þig seinni hlutann?  Það munar ekki miklu að hann geti talist þokkalega málefnalegur og um leið afar ólíkur þínum hefðbundnu skrifum, þó svo allar stafsetningavillurnar draga innihaldið og heildareinkunnina verulega niður.
.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 22:33

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Aftur á vélbátaöld.

Mörghundruð þúsund tonn vantar upp á, að fiskimiðin skili

þjóðinni þeim fiskafla sem eðlilegt er, dregin veiðarfæri

og loðnuveiðar valda því.

Frjálsar handfæraveiðar leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda

Íslendinga, komum með nýja hugsun um fiskveiðarnar og

umgengnina á fiskimiðunum og lífið þar.

Aðalsteinn Agnarsson, 12.10.2011 kl. 22:36

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er alveg áberandi mjög, hve hinir andsinnuðu eru ómálefnalegir. það sem þeir vilja gera er að koma sér upp mýtum er þeir skálda aðallega upp í morgunnsárið er þeir eta sitt ameríska kornflekks og þetta ær eru svo kryddaðar með allskyns rangindum og falsi - síðan eiga allir að tala um og útfrá þessum mýtum þeirra.

Auðvita er löngu ljóst að hinir andsinnuðu hafa engamálefnastöðu og ennfremur að þeir ætla sér ekkert að ræða málefnalega.

það þýðir þó ekki að það sé bannað að benda þeim á ómálefnalegheitin. Eg veit ekki til þess að það sé bannað. Mér hefur ekki verið sagt frá því eða bent á laggrein sem segir það.

Sökum ómálefnalegheita hinna andsinnuðu sem stundum er ótrúleg bæði að hæð og breidd - að þá verður að benda eða fletta af ómálefnalegheitunum með einum og öðrum hætti. það eru nokkrar aðferðir. Sundum er vitleysan slík að einungis er um skemmtanagildi að ræða og verður þá að nálgast málið þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.10.2011 kl. 09:16

6 identicon

Ómar.  Allt að koma hjá þér.  En hverju veldur að þú nefnir ekki eitt einasta dæmi af "ÖLLUM" þeim "ÓSÖNNU MÝTUM" sem við efasemdarmenn og fullveldissinnar* höldum á lofti.... ???

*Fullveldi.:  http://is.wikipedia.org/wiki/Fullveldi

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 13:46

7 Smámynd: Elle_

FULLVELDI: Að hafa full völd.

Elle_, 13.10.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband