Miðvikudagur, 12. október 2011
ESB ítrekar kröfur um aðlögun
Í nýrri áfangaskýrslu Evrópusambandsins um umsóknarferli Íslands inn í sambandið er ítrekað að Ísland verði að aðlaga sig lögum og reglum sambandsins áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulegan samning.
Kröfur ESB beinast einkum að landbúnaði og sjávarútvegi. Um landbúnaðinn segir þetta
Overall, Iceland's agricultural policy is not in line with the acquis and no new legislative alignment has been undertaken. The appropriate administrative structures in this area will need to be set up.
Og um sjávarútvegsmál segir eftirfarandi
Overall, Iceland continues to apply a fisheries policy which has similar objectives to those pursued in the EU, but some rules differ substantially. No developments can be reported. The Icelandic legislation is not in line with the acquis. Mechanisms to implement and monitor EU support measures remains to be set up. The existing restrictions on foreign investment in fisheries and services are not in line with the acquis.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki heimild alþingis að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum Evrópusambandsins. Áður en lengra er haldið hlýtur alþingi að grípa í taumana.
Athugasemdir
Það er ekki skrítið þótt Össur og Co vilji ekki eiga samræðu við þjóðina um aðildarumsóknina. ESB talar ekki neina tæpitungu í málinu og það kæmi sér illa fyrir ríkisstjórnina að almenningur fái sannleikann í beinni.
Ragnhildur Kolka, 12.10.2011 kl. 10:59
Hvaða - hvaða ... Þeir sem trúa á jólasveininn pakkakíki segja að það er "tóm helvítis lýgi" að hér fari fram AÐLÖGUNARFERLI heldur er í gangi einhliða kaffispjall um ágæti þess að þjóðin gangi í ESB.
Að vísu er allt stopp í AÐLÖGUNARFERLINU og hefur verið í gott ár vegna þess að landbúnaðarráðherra, landbúnaðarráðuneytið og samninganefnd þeirra hafa neitað að fara eftir fyrirmælum ESB, utanríkisráðherra og ráðuneytis hans með að hefja ósamþykkt AÐLÖGUNARFERLI í stað inngönguviðræðna eins og þingið einungis samþykkti.
Hvar eru ESB - einangrunarsinnarnir núna, þeir sömu og dásömuðu evruna og heimtuðu að þjóðin borgaði Icesave I, II og III, sem hafa orgað hæst allt frá upphafi þegar þeim hefur verið bent á þá einföldu staðreynd að ESB býður aðeins eina leið fyrir þjóðir sem vilja inn, sem er að fara í einhliða AÐLÖGUN að sambandinu sem líkur með inngöngu þegar hin sambandsríkin hafa samþykkt AÐLÖGUNINA. Þessar reglur voru teknar upp eftir að norska þjóðin hafnaði samningi og "pakkanum" sem henni bauðst í tvígang. Það var áfall sem ESB mafían gat ekki liðið svo að eftir það að þjóðir hvorki sækja um inngöngu og hvað þá fara í "AÐLÖGUNARFERLI" nema hún vilji örugglega inn.
Eitthvað hefur heimavinna sambandsins brugðist þegar það lætur Össur og Samfylkinguna ljúga því til að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi inngöngu og þar stendur hnífurinn í kúnni. Málið er í óleysanlegri pattstöðu og landbúnaðarráðherra og bændur eru góðir blórabögglar einangrunarsinna þó svo að málið í heild sinni er var dautt áður en farið var af stað. Þess vegna liggja þeir svona vel við höggi tapsárra einangrunarsinna. Því miður hefur sambandið augljóslega ekki sterkara bakland en svo að þeir þori að segja opinberlega hingað og ekki lengra, þó svo að þeir eru sjálfsagt búnir að segja Össuri og Samfylkingunni það fyrir löngu.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 11:00
Hver er slóðin á þessa skýrslu?
Jonas kr (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 11:34
Treystum samt ekki Össuri. Hann getur talað þessa menn til svo þeir samþykkja okkur inn til prufu til að láta reyna á málið hér. Ég bara ber ekkert traust til Össur en einlægur brotavilji hann er svo augljós. Þetta er einlæg sannfæring hans og ekki lítið í húfi fyrir hann sem er seta ævilangt sem fulltrúi með milljónir á mánuði ævilangt.
Valdimar Samúelsson, 12.10.2011 kl. 11:57
Evrópuríkið býður eina leið inn og kúgunasamning í ofanálag. Óneitanlega er það óeðlilegt að einn stjórnmálaflokkur skuli hafa komist svona langt gegn vilja þjóðarinnar.
Elle_, 12.10.2011 kl. 12:00
Það er hrollvekjandi að lesa þessar tilvitnanir, sér í lagi þá seinni.
Þetta höfum við ekki, viljum ekki og megum ekki taka upp. Það er ávísun á hnignun. Lokasetningin um eignarhald krefst þess að annað hvort gerist; að Ísland stjóri undan sér lappirnar eða að veittar verði varanlegar undanþágur frá meginstoðum ESB. Það hefur aldrei verið gert fyrir einstök ríki og verður ekki gert fyrir Ísland.
Það er tímabært að leyfa þjóðinni að ákvað að hætta þessari dellu á lýðræðislegan hátt.
Haraldur Hansson, 12.10.2011 kl. 13:00
,,Hver er slóðin á þessa skýrslu?"
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/key_documents/2011/package/is_rapport_2011_en.pdf
það er alveg rífandi gangur í samningaviðræðunum og við erum svo gott sem komin í EU.
Varðandi svokallaða ,,aðlögun" þá er sú umræða andsinna orðin svo broslega vandræðaleg að eigi ber að gefa neinn gaum og átti aldrei að gera.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2011 kl. 13:01
Ómar Bjarki. Þú bregst ekki í skrípalátunum. Þar sem þú skilur ekki nokkurt erlent tungumál, þá legg ég til að þú takir þann texta sem Páll birtir og setur hann í þýðingarvél Googles. Það ætti að gera eitthvert gagn umfram þá sjálfvirku "þýðingarþjónustu" sem þú rekur sem og margir aðrir ESB einangrunarsinnar. Síðan máttu leggja fram sannanlegan ESB texta á erlendu tungumáli (ekki skrifuðum af íslensku ESB deildinni), sem segir að við erum í UMSÓKNARVIÐRÆÐUM sem jafnframt hafa ekkert með AÐLÖGUNARFERLI að gera...!!!!
Textinn sem Páll birtir er á enskri tungu og beint úr gögnum Evrópusambandsins og er klárt að í íslenskri þýðingu utanríkisráðherrans sjálfumglaða steingleymdist orðið "AÐLÖGUNAEFERLI" af pólitískum ástæðum og til að blekkja einfeldninga, og sjáanlega hefur það gengið eftir með nokkra.
Ef þér tekst þetta ekki, gerðu þér og þínum þann greiða að halda þér úti og nýta hluta bloggtímaeyðslunnar td. í að vinna einhverja ærlega vinnu eins og annað fólk þarf að gera, þas. ef þú ert ekki að sjúga út bætur úr okkur hinum, eins og síams - snillingurinn þinn í blogglygasveit Baugsfylkingarinnar Jón nokkur Frímann gerir að eigin sögn. Það hlýtur að vera eitthvað hægt að finna fyrir ykkur gera eins og bloggræpan getur nýst í að punkta niður þar sem ýmsir annmarkar eins og td. ensku eða íslenskukunnátta skiptir ekki nokkru mál.
Það virkar nefnilega ekki hjá þokkalega gefnu fólki að einhverjir blogglúðrar einangrunarsinna eins og þú, orgið um að það er allt "LYGAR" og "ÓÞVERRASKAPUR" sem frá ESB efasemdarmönnum kemur, á meðan ykkur er fyrirmunað að leggja nokkuð það fram til að sýnir að öll stóru orðin eigi sér nokkra stoð, og því síður að málatilbúnaður ykkar standist lágmarks skoðun yfirleitt.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 13:54
PS. Ómar segir.:
"það er alveg rífandi gangur í samningaviðræðunum og við erum svo gott sem komin í EU."
...
Ætli brekkan skýri fyrir okkur nánar hvernig "SAMNINGAVIÐRÆÐUR" geta "GOTT SEM KOMIÐ OKKUR Í EU".... ????
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 14:01
Ómar hefur lesið fyrirsögn Fréttablaðs dagsins, þar sem skrifað er á íslensku "Þjóðverjar styðja hraðara ferli í viðræðum Íslendinga og ESB". Sem óskhyggjan túlkar vissulega sem "við erum svo gott sem komin í EU".
Auðvitað vilja þjóðverjar flýta fyrir innlimum. Íslenska fiskveiðilögsagan í höndum ESB gæti létt nokkru fargi af þýskum, því spænskir, portúgalskir og írskir fengju þar verulega búbót.
En hvað fáum við í staðinn; glys og glingur ef til vill, eins og frumbyggjarnir í nýlenduveldum Evrópuþjóðanna?
Það hefur nefnilega enginn nefnt það einu orði á hverju þjóðin á að lifa ef hún missir aðalatvinnuveg sinn.
Kolbrún Hilmars, 12.10.2011 kl. 14:31
Já já. þetta er allt bara klappað og klárt. ,,Aðlögunin" gengur mjög vel. Allir í EU og hefjum upp raust etc.
Og LÍÚ klíkan fær ENGAR undanþágur!! Hahaha.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2011 kl. 14:34
"The existing restrictions on foreign investment in fisheries and services are not in line with the acquis."
Hér verður allt opið fyrir fjárfestingum Breta, Spánverja, Þjóðverja, Dana, Hollendinga, Portúgala, að ógleymdum Frökkum, jafnvel fyrir Ítali og Íra, til að kaupa sig inn í íslenzkar útgerðir og yfirtaka þær og veiðiheimildir í krafti auðræðis, enda hefur hundruðum milljarða króna verið ausið af ESB inn í spænskan sjávarútveg einan saman, sem er alveg að springa af óþoli eftir að komast inn á Íslandsmið, til viðbótar við allar aðrar veiðar þeirra um heimshöfin sjö, sbr. eftirfarandi:
Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009).
Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" (30. júlí 2009), þ.e.a.s. himinlifandi vegna umsóknar Össurargengisins um innlimun Íslands í Evrópusambands-stórveldið.
Sjávarmálastjóri Spánar: auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í ESB (5. september 2009).
Jón Valur Jensson, 12.10.2011 kl. 14:54
Ómar. Núna ertu kominn á rétta braut. Eins og formaður Sterkara Ísland Jón Steindór Valdimarsson orðaði það á ESB þætti Útvarps Sögu fyrir góðu ári síðan.: "...að auðvitað værum við í AÐLÖGUNARFERLI og hann skyldi ekkert í því hversu fólk er hrætt við það... það þýddi að um leið og að þjóðin myndi samþykkja að ganga í ESB þá værum við orðnir fullgildir meðlimir daginn eftir, í stað þess að bíða í þann tíma sem aðlögunaferli tæki. þas. þau ár sem liði frá samþykkt Alþingis á umsókn og að ljúka viðræðum.." Undir þetta tók varaformaður Sterkara Ísland.
Formaður bændasamtakanna Haraldur Benediktsson sagði í sama þætti fyrir skömmu,..." að umsóknarviðræðurnar (les AÐLÖGUNARFERLIÐ) eru stopp og hefur verið það í ár vegna þess að landbúnaðarráðherra, landbúnaðarráðuneytið og ESB nefnd þess sem hann er meðlimur í fékk aðeins umboð alþingis að hefja umsóknarviðræður en hvergi nokkra heimild að hefja AÐLÖGUNARFERLIÐ sem ESB krefðist..." Og það besta var ..... "að hann sagði að engin hafi nokkru sinnum spurt hvort hann og bændasamtökin hefðu eitthvað á móti "AÐLÖGUNARFERLI". Um það hefur aldrei verið spurt..."
Málið snýst um þá staðreynd og öll gögn ESB sýna og segja sem og framámenn þess hafa fullyrt að ENGAR VARANLEGAR UNDANÞÁGUR ER HÆGT AÐ FÁ Á LÖGUM OG REGLUM SAMBANDSINS.... AÐEIN TÍMABUNDNAR UNDANÞÁGUR".... Um það deilir engin óvitlaus lengur, þó svo það var reynt lengi. Og þá er spurningin... hverju máli skiptir sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn okkur í raun og veru vs. ESB og hvers vegna er nokkur ástæða að eyða þessum tíma í barnalegt karp hvað þá varðar þegar allir vita að ESB mun gleypa hvorutveggja..??? Hvorutveggja er historý ef að inngöngu verður, og málið snýst um meiri hagsmuni vs. minni. Hvers vegna geta ESB einangrunarsinnar ekki talað tæpitungulaust um málið eins og það er, í stað þess að vera teknir nánast í hvert sinn sem þeir láta ljósið skýna fyrir útúrsnúninga, rangfærslur og hreinar lygar. Er það gert til að reyna að stýra umræðunni frá öllum öðrum vanköntum þess að ganga inn í Brussel dýrðina...?? Nóg er örugglega af öðrum óljósari hagsmunamálum til að deila um í stað þessara tveggja sem allir vita orðið hver sannleikurinn er að... ENGAR VARANLEGAR UNDANÞÁGUR ER HÆGT AÐ FÁ UM .... SORRÝ...!!!
Þakka Ómari sérstaklega fyrir kokhreystina og spádómsgáfurnar sem nýttust honum býsna vel í Icesave I, II og III sem átti að vera gjörsigrað Icesave og ESB einangrunarsinnum áður en til þjóðarskoðanakönnunarinnar kom. NEI sagði 98.2% þjóðarinnar, og hún segir stórt NEI við ESB í dag og það eru engin fordæmi þess að inngöngusinnar annarra þjóða hafi fengið hærra atkvæðahlutfall þegar til kosninga kom. Því miður fáum við aldrei að kjósa um eitt né neitt, heldur verður aðeins um óbindandi skoðanakönnun að ræða, ef málið fer svo langt...???
Samfylkingin og VG þorðu ekki að láta lýðræðislega kosningu ráða því að gengið yrði í ESB. Hverju skyldi valda..???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 15:39
Aðaæatriðið er það, að við erum svo gott sem komin í dýrðina. ,,Aðlögunin" hefur gengið svo prýðilega alveg hreint. Alveg ljómandi. Rífandi gangur.
Með Icesaveskuld ykkar sjalla sem þið settuð landið í bakábyrgð fyrir á einræðistíma ykkar sem endaði með rústalagningu landsins, að þá er það mál bara í ferli hjá þar til gerðum stofnum er hafa eftirlit með að lönd uppfylli skuldbindingar sýnar samkv. EES Samningum.
Nú, ESA hefur lýst afstöðu sinni í því máli. Gjörðir Sjalla fólu í sér bakábyrgð landsins eins og margútskýrt var af einum manni á Íslandi. EU Commission er sammála afstöðu Eftirlitsstofnunnar ESA. það er nú bara þannig. Eigi svo flókið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2011 kl. 15:57
Ekki skritið þó Jóhanna vilji Jón Bjarna úr Rikisstjórninni ...sa sem hefur staðið vörð um að Islandi yrði ekki skellt inn með látum i Evrópusambandið og dyrunum lokað á eftir okkur !!..... Og eg er svo hissa að einhverjum detti i hug þjóðar atkvæðagreiðsla ...! Össur verður tilbúin með lygaræðu aldrarinnar um það af hverju það gildi" önnur lög" um Islandn,og við þurfum ekkert svoleiðis !! Eg á ekki orð um þetta aulanna land og það er ekkert skritið við það Elli að þetta se svona komið ...spáðu i samstöðuna herna ...allir úti að aka nema örfáir sem glamra eitthvað og allir löngu hættir að hlusta á !!!!!!!!
Ransý (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 15:59
Alveg er tetta magnadur søfnudur tetta Samfylkingarlid.
Ad annad eins parti se til er bara alveg med olikindum.
Omar passar svo sem vel tar, liklega merkilega vel.
En einhvers stadar verda vist slæmir ad vera segja teir...
jonasgeir (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 16:18
Ómar. Þér er fullkomlega ómögulegt að taka þátt og svara einu né neinu án þess að svara sjálfvirkt út í hött og hvað þá leggja eitthvað fram sem kemur málinu við. Ef þú værir húmoristi væri sennilega hægt að fyrirgefa þér ýmislegt. Því miður er ekki svo heldur er eins og barn eða þroskaskertur er að ræða. Sennilega er það ástæða þess að ekki nokkur maður sér ástæðu að svara þér svona yfirleitt. Sjálfsagt ekki ólík tilfinning fyrir þá sem lemja á þér í rökræðum og að leggja fullfrískur í stæði merktu fötluðum.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 16:47
Aumingja Ómar Bjarki, ég segi nú ekki annað,––ekki vegna orða síðasta ræðumanns, heldur vegna Ómars eigin innleggja hér
Jón Valur Jensson, 12.10.2011 kl. 16:51
Spyrjum Slóvaka sem voru að segja Nei takk við kröfu um 1200 milljarða í reddingasjóðinn. Sulik forseti þingsins hefur sagt að þeir hafi verið blekktir í inngönguferlinu, sérstaklega hvað varðaði málefni evrunnar. Þeir gætu átt góð ráð til oss.........
GB (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 10:15
Stór meirihluti fyrir málinu i slóvenska þinginu. Atkvæðagreiðslan snerist um allt annað. Snerist um nýjar kosningar. Til að knýja þær fram sátu menn hjá og ætla að samþyggja sjóðsmálið á morgun eða hinn. Kynna sér mál einu sinni til tilbreitingar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.10.2011 kl. 10:26
Það er fráleitt að næstfátækasta ríkið á evrusvæðinu verði látið leggja fram 1200 milljarða til að bjarga frönskum og þýzkum stórbönkum og mun stærri ríkjum, sem hafa farið illa að ráði sínu, eins og Grikklandi og jafnvel Ítalíu! En Ómari Bjarka, andstæðu skynseminnar í svo mörgum málum, þykir það bara sjálfsagt, enda var hann einn þrjózkasti og eindregnasti málsvari Icesave á bloggsíðum hér og á Eyjunni og talaði ítrekað niður til okkar Íslendinga í grófari mæli en sézt hefur, að ég hygg, síðan á dögum Ditmars Blefkens á 17. öld!
Jón Valur Jensson, 13.10.2011 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.