Umsóknarspuni á vegum Össurar

Fréttablaðið heldur áfram að þjónusta spunavél Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Haft er eftir Össuri á forsíðu að samningur liggi fyrir innan skamms. Spuni Össurar er í samræmi við þann áróður aðildarsinna að ,,klára samninginn og kjósa."

Hvorki Össur né aðilarsinnar yfirleitt hafa áhuga á umræðu um Evrópusambandið, hvernig það stendur og hvert það stefnir. 

Í ákafa sínum að halla réttu máli tekur Fréttablaðið ekki það smáatriði með í reikninginn að Evrópusambandið hefur nýverið frestað viðræðum við Ísland um landbúnaðarmál. Hver það getur aukið hraðann á aðlögunarviðræðunum verður líklega spuni morgundagsins. Fréttablaðið stendur sem fyrr með sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver þjónustar hvern í spunanum? Þjónustar attac ESB? Þjónusta Hagsmunasamtök heimilanna ESB? Ólíklegasta fólk hefur ekki gert upp hug sinn til ESB aðildar.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=259019&pageId=3623990&lang=is&q=Landsp%EDtalinn%20og%20samkeppni

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 09:24

2 identicon

Þeir eru svo margir sem vilja ná hagstæðum samningum við Auði II í Litlu hryllingsbúðinni á milli þess sem þeir hrópa: Þarf það að vera mannablóð?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 09:45

3 identicon

Merkilegt hversu hljótt hefur farið um þegar stjórnarformaður MATÍS rassskellti í grein í Morgunblaðinu, Ólaf Stephensen ritstjóra Samfylkingarblaðsins varðandi leiðara hans um málefni félagsins sem var frá A til Ö undirlagður rangfærsum vegna þekkingarleysis ritstjórans eða einfaldlega enn ein hefndarlýgi einangrunarsinna sem veit að ESB draumurinn er löngu búinn.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband