Íslenskir hagsmunir í þýskum vasa

Gangi Ísland í Evrópusambandið munu viðskiptasamningar okkar ekki lengur gerðir með íslenska hagsmuni í huga heldur hagsmuni ESB; samningar um veiðar úr flökkustofnun á Norður-Atlantshafi verða ekki gerðir af íslenskum samningamönnum heldur embættismönnum sem þekkja hvorki haus né sporð til okkar hagsmuna; ákvarðanir um heildarafla á Íslandsmiðum verða ekki teknar í Reykjavík heldur í Brussel; Evrópusambandið yfirtæki hagsmunagæslu Íslands á norðurslóðum.

Þjóðverjar sem ráðandi afl í Evrópusambandinu verða með hagsmuni Íslands í hendi sér. Þegar Þjóðverjar yrðu að velja á milli þýskra hagsmuna og íslenskra yrðu þeir þýsku ávallt ofaná.

Evrópusambandið var ekki stofnað til að auka og efla áhrif smáríkja í Evrópu, þótt íslenskir aðildarsinnar virðist trúa þeim spuna. Spyrjið bara Grikki.


mbl.is Samstarf við Þýskaland um norðurslóðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn fagnaði því að Ísland væri á leið í Evrópusambandið.

Þeir vilja ólmir gleypa Íslenskar auðlindir í sig.Er sannfærður um að búið er að múta Íslenskum stórnmálamönnum!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 23:48

2 identicon

Davíð Oddson lét ekki múta sér forðum þegar honum vora boðnar 300 milljónir.En öruggt er að fleiri hafa fengið tilboð hverjir skildu hafa bitið á agnið og selt ESB Berlínar sálu sína?Forseti Póllands talar um að Evrópusambandið hafi spillt (mútað) pósku yfirstéttini og Þjóðverjar séu að kaupa allt bitastætt upp í Póllandi.Sama er örugglega upp á teningnum hér.Ríkisstjórnini er stjórnað að einhverju leyti erlendis frá það er bara þannig!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 00:16

3 identicon

Heill og sæll Páll - og aðrir gestir, þínir !

Örn Ægir !

Þú skalt ekki dirfast; að bera nokkurt blak, af þeim Andskotans ódámi, sem átti hvað drýgstan þátt sinn í, hversu komið er málum, hér á Ísafoldu, ágæti drengur - og nefndur er; Davíð, þessi.

Ef ég; sem aðrir mínir líkar, fengjum við komið sætu : hann (DO) - Halldór Ásgrímsson - Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur J. Sigfús son / ALLIR; sem einn, í dýflissum Myrkviðum, hlekkjaðir vandlega - upp á fúlnandi vatn, sem skorpið brauð, Örn minn.

Í upphafi; skyldi hvern endi skoða, mundu það, ágæti drengur !

Með beztu kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 00:39

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég mun verjast ESB hrunaöflunum!

Sigurður Haraldsson, 12.10.2011 kl. 00:40

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

               Ég mun verjast ESB. hrunadjöflunum.

Helga Kristjánsdóttir, 12.10.2011 kl. 00:54

6 Smámynd: Elle_

ÍSLAND á leiðinni?  Maðurinn blekktist af Jóhönnu og Össuri og 19% flokknum og fáráðsumsókn stjórnvalda.  Er það nema von??  Póstfangið hans: guido.westerwelle@bundestag.de

Elle_, 12.10.2011 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband