Krónan bjargar okkur frá ESB-atvinnuleysi

Atvinnuleysi á Íslandi er tvöfalt minna en á Írlandi. Bæði löndin urðu fyrir hruni vegna ofþenslu fjármálageirans. Ísland bjó að eigin gjaldmiðli sem í einni svipan gerði hagkerfið samkeppnishæft eftir að bólan sprakk og bankarnir hrundu. Meðaltal atvinnuleysis í Evrópusambandinu undanfarin ár er tíu prósent.

Írland er með 16 öðrum í evrulandi og gat ekki lækkað innlendan kostnað í samræmi við veruleika eftirhrunsins. Evran tekur mið af hagkerfi stærsta evru-ríkisins, Þýskalands.

Ísland utan Evrópusambandsins og með eigin gjaldmiðil nær fyrr viðspyrnu eftir hrun og þar af leiðir er minna atvinnuleysi hér á landi en annars væri.


mbl.is Lítið atvinnuleysi á Íslandi í alþjóðlegum samanburði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert að sjá að þegar krónan vs. evran eru í umræðu þessa dagana þá fá anstæðingar ESB inngöngu og upptöku evrunnar algerlega frítt spil til að halda uppi einræðu.

Wonder why ... ???  

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 18:43

2 Smámynd: Óskar

Já og krónan hrundi um 50% sem er hrein lífskjaraskerðing.  ESB andstæðingar tala lítið um kostnað þjoðarbúsins við að halda í krónuna sem nemur tugum milljarða á ári hverju.  Enn meiri lifskjaraskerðing en náhirð DO er andskotans sama um það.

Óskar, 11.10.2011 kl. 21:04

3 identicon

Semsagt Óskar vildi vera búinn að taka upp evruna, væntalega vegna þess að einhver ímynduð náhirð vill hana ekki, svo að hann hefði geta notið hrunsins á henni líka ...

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 21:35

4 Smámynd: Óskar

já Guðmundur, saga Evrunnar er náttúrulega ...hvað?  Hún er í dag 15 -20% hærri gagnvart flestum gjaldmiðlum heldur en þegar hún var tekin upp!  Ekki alveg hægt að segja það sama um krónuna því miður.

Óskar, 11.10.2011 kl. 22:28

5 identicon

Semsagt Óskar ...  Þitt hyggjuvit segir þér að það er hið mesta ólán fyrir þjóðina að vera ekki með evruna til að vera í sama drullupyttinum og þær þjóðir sem seldu sig brusselsku mafíunni.  En hvaða sögu hefurðu til að segja okkur um einhverja aðra 200 gjaldmiðlana sem eru í notkun í heiminum...???   Er þá ekki einhver annar sem óumdeilanlega á sér lífsvon.  Hvað með dollarann... ???  Núna hefur alla tíð verið mun einfaldara að taka hann upp.  Við þurfum ekki að ganga í Bandaríkin eins og Brussel mafían krefst að verði gert í tilfelli áhugasamra um handónýta evruna, sem þeim hefur að vísu ekki tekist að svæla inná nem rétt rúmlega helming sinn eigin þjóða.  Og hverju skyldi valda að vel fyrir hörmungarnar hjá þeim núna sögðu meirihluti íbúa evruríkjanna í könnun að þeir væru óánægðir með gjaldmiðilinn..???

Bloomberg Fréttaveitan segir 15. september 2010.:

"Majorities across Europe view the euro as a “bad thing” in the wake of the sovereign debt crisis that rattled the continent, a survey showed.

Fifty-five percent of Europeans voiced negative sentiments about the currency, led by a 60 percent disapproval rate in France and 53 percent in Germany, according to a poll released today by the German Marshall Fund of the United States and the Italian foundation Compagnia di San Paolo."

Magnað að enn finnast slíkir snillingar og beturvitar og það á þessu landi sem vita mun betur en milljónahundruðir íbúa ESB landa og það þegar stjarna evrunnar reis sem hæst. 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 23:33

6 Smámynd: Óskar

Afhverju talar þú ekkert um könnunina meðal Írskra bænda en 80% þeirra telja það hagkvæmt að vera í Evrópubandalaginu?  Íslenskir bændur eru nú ekki alveg skörpustu hnífarnir í skúffunni, hafa litið lært síðan þeir mótmæltu því að fá síma á sínum tíma. 

Óskar, 11.10.2011 kl. 23:43

7 identicon

Það var nefnilega það .. Var einfaldlega ekki nógu hugkvæminn að grínast á jafn írónískan hátt um málið og bland írskum bændum í það.  Þú heldur að írskir bændur eru mun betur að sér í ESB og evrufræðunum en yfir helmingur íbúa evruþjóðanna.

Könnun Eurobarometer ágúst 2010.

Traust almennings í öllum ESB-ríkjum í garð Evrópusambandsins hefur stórminnkað í flestum aðildarríkjum þess vegna vaxandi atvinnuleysis og erfiðleika á evru-svæðinu að því er könnun Eurobarometer sýnir.

Minna en helmingur íbúa ESB-ríkja (49%) telur, að land sitt hafi hagnast af ESB-aðild, er þetta minnsti stuðningur við þessa skoðun í sjö ár.
Traust í garð stofnana ESB hefur fallið um 6 stig miðað við haustið 2009 í 42%.

Afstaðan til ESB versnaði verulega á Grikklandi, Kýpur, í Portúgal, á Spáni, í Rúmeníu, Ítalíu og Lúxemborg – þar minnkaði álit á ESB-stofnunum um 10 til 18% miðað við 2009. Ungverjar og Danir voru hinir einu, sem höfðu aðeins meira álit á valdakerfinu í Brussel en áður, skoðun Belga breyttist ekkert milli ára.

Atvinnuleysi er helsta áhyggjuefni flestra ESB-íbúa (48%), næst í röðinni er efnahagsástandið almennt (40%).


Þegar fólk var spurt, hvað það tengdi ESB, nefndu flestir frjálsa för milli landa og evruna. Friður var þriðja vinsælasta svarið en rétt á hæla hans kom „peningaaustur“ (23%). Austurríkismönnum þótti minnst til þess koma, hvernig ESB fer með fé skattgreiðenda (52%) Þjóðverjar næstir (45%) og þá Svíar (36%).

Aðeins 19% tengdu lýðræði við ESB
, sem er sjö punktum minna en 2009. Aðeins 10% Finna, Breta og Letta settu kross í lýðræðis-kassa könnunarinnar. Rúmenar (33%), Búlgarar (32) og Kýpverjar (30%) tengdu lýðræði og ESB meira saman.

Það þarf ekki að spyrja af "skörpu íslensku hnífunum" að þeir vilja stökkva um borð í ESB Titanic, væntalega vegna þess að ekki nema um helmingur íbúar sambandsins  segjast vera ánægðir og það langt fyrir hörmungarnar sem ganga núna yfir hjá sambandinu.

Aftur á móti er það örugglega mikill misskilningur að álit íslenskra bænda skipti sköpum hvað varðar lítin áhuga þjóðarinnar á inngöngu í ESB.  Þar ráða úrslitum mun stærri hagsmunir.  Hvað með sjómenn ... vilja þeir inn..???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband