Alkahólismi, snilld og stjórnmál

Karl Th. Birgisson ræðir ofneyslu áfengis Þráins Bertelsonar undir þeim formerkjum að þar sem alkahólisminn geti af sér snjallar bækur sé komin frambærileg afsökun á ofdrykkju. Stefið um vímusnilldina gæti átt við ef um væri að ræða rithöfund réttan og sléttan.

Þráinn Bertelsson er þingmaður en ekki stikkfrí snillingur. Þingmaður sem stundar ofdrykkju er ekki hæfur til þingmennsku. 

Tilefni greinar Karls Th. er stubbur sem hann las um Þráin á amx-vefmiðlinum. Áður en Karl stökk upp á nef sér vegna stubbsins hefði hann átt að rifja upp orð Ólafs Ragnars Grímssonar sem útskýrði hvenær væri réttlætanlegt að fjalla um einkalíf stjórnmálamanna með þessum orðum: ,,a public man in a public place is a public matter."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvern veginn finnnst mér áfengisneysla Þráins Bertelssonar hans einkamál.

Skil ekki að hún kalli á umfjöllun á opinberum vettvangi hvorki af hans hálfu né annarra.

Rósa (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 08:01

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ætli standi nokkuð til að senda þá í afvötnun sem er sjúkir af valda/peningagræðgi? Það er án efa hættulegasti sjúkdómurinn sem hrjáir marga í ábyrðarstöðum.

Slíkir sjúklingar eru hættulegir umhverfi sínu vegna óheiðarleika, spillingar og yfirhylmingar á verkum sínum, sem ekki þola dagsins ljós, og reyna slíkir sjúklingar að fela sína veikleika með því að blása út einhverjar ekki-fréttir af einkalífi annars fólks, sem venjulegt fólk hefur ekki áhuga á að skipta sér af og kemur ekki við.

Þráinn blessaður er hvorki verri né betri en hann hefur alltaf verið, og ekki hræðist ég að réttlætiskennd hans sé ekki í lagi. Það skiptir mestu máli. 

Ég hræðist hins vegar réttlætiskenndar-skort, óheiðarleika og yfirhylmingar ýmissa annarra innan veggja hins háa alþingis, en þeir sjá vonandi að sér, eða þeirra nánustu, og geta kannski komið þeim sjúklingum í einhverskonar óhefðbundna meðferð sem gæti hjálpað þeim með græðgisjúkdóminn hættulega.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.10.2011 kl. 08:17

3 identicon

Alkahólismi, meðvirkni og stjórnmál. Tek annars undir með Önnu Sigríði.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 08:27

4 identicon

Áfengisneysla Þráins var ekki meira en eitt fyllerí.

Ágúst Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 09:24

5 identicon

Miðað við stórkostlegheitin sem hann hefur haft fram að færa á þingi get ég ekki séð að það skipti nokkru máli fyrir þjóðina hvort að hann er fullur eða edrú á þeim vettvangi. 

Sama á líka við fleiri sem þar dvelja á kostnað þjóðarinnar.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 10:52

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst ósmekklegt að gera sjúkdóm Þráins að umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Hann gerði vel í því að drífa sig strax í meðferð, um leið og hann féll. Mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2011 kl. 12:12

7 identicon

Finnst þér það í alvöru boðlegt, Páll, að vísa lesendum þínum með krækju á þennan sorapistil eftir Karl Th. Birgisson? Hugsaðu þig betur um og fjarlægðu krækjuna!

Karl er vel að merkja sá, sem byrjaði að tala um Þráin og alkóhólisma, ef það skiptir einhverju máli. 

Sigurður (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband