Mánudagur, 10. október 2011
Styrmir og Björn hafa formennsku Sjálfstæðisflokksins í hendi sér
Hanna Birna Kristjánsdóttir íhugar að gera skyndiatlögu að formannsstóli Sjálfstæðisflokksins eftir einn mánuð. Með því að tilkynna framboðið seint kemst Hanna Birna hjá því að taka afstöðu til umdeildra mála og halda stjórnmálasambandið við stóra hópa flokksmanna.
Sitjandi formaður, Bjarni Benediktsson, getur vísað til nokkuð stöðugs fylgis í könnunum sem að vísu mætti vera meira í ljósi óvinsælda ríkisstjórnarinnar en er risastökk frá síðustu kosningum.
Mennirnir sem munu skipta sköpum um það hvort leifturárás Hönnu Birnu heppnast eða hvort Bjarni Ben. haldi velli eru þeir Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason, sem halda úti Evrópuvaktinni.
Styrmir og Björn eru í þeirri stöðu að geta gefið út sakavottorð í málefninu sem ræður atkvæðum stærsta kjósendahópsins á landsfundinum; afstöðunni til umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Litlar breytingar á fylgi flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er varla hægt að trúa upp á flokksmenn Sjálfstæðisflokks að þeir láti tvo menn segja sér fyrir verkum, jafnvel þó um ágætis menn sé að ræða.
Gunnar Heiðarsson, 10.10.2011 kl. 17:09
Segðu mér Páll, ertu á leið á landsfund Sjálfstæðisflokksins?
Er ekki óþarfi fyrir fólk sem er ekki á leiðinni þangað til að kjósa, að vera með svona vangaveltur? Eru það aðrir en fulltrúarnir sjálfir sem kjósa?
Leifturárás Hönnu Birnu? Hvað eru menn eiginlega að fara?
Halldór Jónsson, 10.10.2011 kl. 17:27
Ég er alls ekki viss um að Styrmir mæti þar heldur?
Halldór Jónsson, 10.10.2011 kl. 17:28
Og hvorki Styrmir né Björn stjórna því hvað fulltrúarnir kjósa þér til upplýsingar.Það stjórnar enginn 2000 manna fundi hversu merkilegur sem hann heldur að hann sé.
Halldór Jónsson, 10.10.2011 kl. 17:30
er xd orðinn ESB nei flokkur?
hélt að xd væri með merkilegri stefnur en það.
svona hægri stefnur til hagsbótar fyrir ísland.
en jæja
gott að vita þetta... þá er greinilegt hvað fólk mun forðast að merkja við xd.
xb gæti alveg eins verið þessi ESB - NEI flokkur.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.10.2011 kl. 19:10
Helstu sjálfskipaðir sérfræðingar í ESB málefnum þekkja ekki stefnur stjórnmálaflokkanna málefnum sambandsins. Aðeins EINN flokkur, örflokkurinn Samfylkingin, (væntalega eina skuldlausa eign Jóns Ásgeirs Jóhannessonar) hefur skilyrðislausa heimseinangrun á sinni stefnuskrá með inngöngu í ESB báknið.
Með að gefa þeim Samfylkingunni atkvæði sitt er fólk um leið að heiðra og gefa atkvæði helsta skúrki hrunsins, auðrónanum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
Á landsfundi sínum sumarið 2010 samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn stjórnmálaályktun þar sem inngöngu í ESB var hafnað „enda er mikilvægara nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja.” Stóð orðrétt í samþykktinni.
Formaður flokksins undirrstrikaði þessa stefnu flokksins fyrir skömmu og uppskar fúkyrðaflaum inngönguóðra einangrunarsinna og málgan þeirra og flokkseiganda Samfylkingarinnar Fréttablaðið fór af hjörunum.
Vinstri græn, eru samkvæmt stefnuskrá og margítrekuðum flokkssamþykktum algerlega andvíg aðild að ESB bákninu.
Flokksformaðurinn Steingrímur J. hafði þetta að segja.:Stefna Framsóknarflokksins liggur ágætlega skýr fyrir eins og hún hefur gert í langan tíma, og ekki fær Samfylkingin þar nokkra samstöðu.
Þá er ekki eftir nema pólitískir lúserar sem sögðu sig úr Sjálfstæðis - og Framsóknarflokki vegna stefnu flokkanna í ESB málum. Varla mörg atkvæði sem hægt er að reikna með fyrir Samfylkinguna, þas. ef að þeim tekst að búa til flokk utanum uppgjafarliðið...???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 20:40
Ég vona að Hanna Birna sæki á í formannsstólinn.
Fínt að fá kellu eins og hana með bein í nefinu þangað.
jonasgeir (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 20:58
Er það ekki slæmar fréttir fyrir XD að vera ESB - NEI flokkurinn ef allir hinir flokkarnir eru það.
Djöfull mun fylgið hjá XD þynnast út.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.10.2011 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.