Mánudagur, 10. október 2011
Guðmundur í könnunarviðræðum sem ekki eru til
Guðmundur Gunnarsson er ákafur talsmaður þess að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu og situr í viðræðunefnd Össurar. Guðmundur bloggar og segir könnunarviðræður standa yfir þegar flestir þeir sem gefa málinu gaum vita að aðlögunarferli er eina leiðin inn í Evrópusambandið.
Króatía er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu og verður brátt aðildarríki númer 28. Í fyrra gaf Evrópusambandið út rýniskýrslu um aðlögun Króatíu að lögum og reglum Evrópusambandsins. Þar segir í kafla (bls. 37) um landbúnað að nýtt greiðslukerfi hafi verið sett upp til að mæta kröfum Evrópusambandsins.
Overall, good progress can be reported in this chapter, in particular on establishment and implementation of the paying agency
Evrópusambandið gerir sambærilegar kröfur til allra umsóknarríkja um aðlögun. Í bréfi sem pólska formennskan sendi Íslendingum nýverið er ítrekuð krafa um aðlögun, einmitt á sviði landbúnaðar.
Ísland getur ekki haldið áfram aðlögun að Evrópusambandinu þar sem engin heimild er frá alþingi til framkvæmdavaldsins að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum Evrópusambandsins.
Guðmundur Gunnarsson og aðildarsinnar gera ekki annað en að auka á tortryggni gagnvart umsóknarferlinu með því að segja könnunarviðræður standa yfir.
Til að hjálpa alþingi að komast að þeirri niðurstöðu að réttast sé að leggja umsóknina til hliðar er hægt að skrifa undir hjá skynsemi.is
Athugasemdir
Fátt er jafn kærkomið fyrir okkur alheimssinna og ESB efasemdarmenn en að fletta í gagnabönkum þar sem allar lygar ESB - einangrunarsinna eru afhjúpaðar og löngu kominn tími á vandaða samantekt í sér vefsíðu þar sem slíkum er safnað saman.
Gott dæmi eru allar yfirlýsingar ESB - einangrunarsinna að hér eru einungis sárasaklausar viðræður og kaffi - kynningarfundir um ágæti ESB að ræða og hefur ekkert með neitt aðlögunarferli að gera, þó svo ESB krefst þess að vísu af öllum umsóknarþjóðum. En auðvitað þarf jafn "merkileg" þjóð eins og við ekki að fara eftir nokkrum leikreglum frekar en fyrri daginn.
Hverju veldur að "aðildarviðræður" hafa verið stopp síðan í vor vegna meintrar andstöðu landbúnaðarráðherra sem segist vera að vinna nákvæmlega eftir því sem alþingi samþykkti á sínum tíma að fara í aðildarviðræður. Hvernig í ósköpunum geta kynningar á landbúnaðarmálum ESB og saklaust spjall um þær orðið til þess að allt annað er stopp...??? Kynning ESB manna á 90.000 þúsund síðum af reglugerðagfargani sem vegur eitthvað tæp 300 kg sem sjórnvöld neyðast til að bera út í hvert heimili ef að farsinn heldur eitthvað áfram.
Í fjölmiðlum má ma. finna frétt sem er skrifuð fyrir 14 mánuðum síðan þar sem landbúnaðarráðherra skýrir út stöðu mála sem heyra undir hans ráðuneyti.:
"Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir erfitt að túlka minnisblað ráðuneytisstjóra um stöðuna í undirbúningi fyrir ESB-aðildarviðræður um landbúnað á annan hátt en að aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu sé hafið.
Í minnisblaðinu segir m.a.:
Þetta er ekki minnisblað landbúnaðarráðherra heldur deildarstjóra utanríkisráðuneytisins sem ber ábyrgð á þeirri vinnu sem fer fram á milli samninganefndar Íslands og ESB. Það verður gaman að sjá hvernig áhuga ESB - einangrunarsinnar reyna að ómerkja orð ráðuneytisstjórans sem vill svo til að ætti að ver einn fróðastur manna um aðlögunarferlið í ESB sem kostar þjóðina milljarða eins og hefur komið fram. Hvað kemur það til með að kosta að vinda ofan af allri aðlöguninni þegar þjóðin segir stórt NEI við ESB .... ???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 14:11
Guðmundur 2. Gunnarsson: Það er eins og þið menn séu hætti að skilja Íslensku. Þú vísar í "að undirbúa AÐLÖGUN landbúnaðarstefnu Íslands að landbúnaðar- og dreifbýlisstefnu ESB"
Bara svona að benda þér á að þegar stendur "undirbúa" þá þýðir það á íslensku að gera eitthvað klárt fyrir, vera tilbúinn og svoleiðis. Það þýðir ekki að hefja framkvæmdir.
ESB er nú þegar búið að senda okkur bréf þar sem þeir vilja sá fullmótaðar áætlanir um hvernig við ætlum að innleiða reglur ESB ef til aðildar kemur. Við verðum að vera með þær fullmótaðar. EN um leið hafa þeir sagt að þeir geri sér grein fyrir að við ætlum ekki að hefja innleiðinguna fyrr en samningar hafa náðst og samningurinn samþykktur. Hvað er svona erfitt að skilja í þessu?
En reynda held ég eins og fleiri að það væri full þörf á að breyta því að hagmunasamtök bænda haldi ekki sjálf á kostnað okkar utan um úthlutun styrkja, tölfræði fyrir landbúnað og í raun all umsýslu. Við kostum jú hálfum milljarði í að reka Bændasamtökin að mestu leiti. Með öllu ósættanleg og þessu vill ég breyta óháð því hort við göngum í ESB. Eins vill ég að styrkir til þeirra séu ekki framleiðslutengdir þannig að við séum að borga þeim fyrir kjöt sem þeir selja erlendis. Held að það sé mikill meirihluti fyrir þessum breytingum. Síðan minni ég á að lögbýli á Íslandi eru um 4500. Menn láta alltaf eins og bændur séu helmingur þjóðarinnar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.10.2011 kl. 14:35
Magnús,
Í bréfi pólsku formennskunnar segir ,,
,,Iceland presents a strategy including a planning schedule of measures to be taken progressively in order to ensure full compliance with the acquis under chapter 11 Agriculture and rural development by the date of accession as regards agricultural policy, legislation and administrative capacity, taking into accoount the specific circumstances for agriculture in Iceland."
Hér er talað um heildaráætlun (strategy) og að framkvæmdaáætlun (schedule of measures) verði hrint í framkvæmd jafnt og þétt (to be taken progressively) til að íslenska landbúnaðarkerfið uppfylli lög og reglur ESB frá fyrsta degi aðildar.
Hér er ekki talað um að undirbúa aðlögun heldur beinlínis að aðlaga áður en Ísland yrði aðili að sambandinu.
Bréfið er krafa um aðlögun að Evrópusambandinu og í fullu samræmi við þá yfirlýstu stefnu sambandsins að eina leiðin inn er leið aðlögunar.
Guðmundur 2. hefur rétt fyrir sér.
Páll Vilhjálmsson, 10.10.2011 kl. 15:29
Magnús ESB fræðingur er væntalega ESB samninganefndarmaður miðað við ótrúlegar innkomur í umræður um málefni þess. Nema að þar er kominn einn "ESB kjánanna" sem er farið að kalla einfeldninga í fjölmiðlum sem (þykjast) trúa á ESB - jólasveininn og "pakkakíkið..''... ???? Hverju svarar hann því að rúmu ári síðan fréttin var skrifuð er allt nákvæmlega jafn stopp einmitt vegna þess að landbúnaðarráðherra og ráðuneytið neitar að AÐLAGAST ESB heldur krefst þess að það verði haldið í það sem samþykkt var á þingi að fara í AÐILDARVIÐRÆÐUR.
Formaður bændasamtakanna Haraldur Benediktsson lýsti þessu ágætlega og gremju ESB - einangrunarsinna í ríkisstjórninni að öll AÐLÖGUN er einfaldlega stopp vegna þessa og engar viðræður væri í gangi í ESB þætti Útvarps Sögu Já eða nei fyrir skömmu. Að ESB setur það sem skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum að landbúnaðarráðuneytið og ráðherrann og bændasamtökin fari tafarlaust í AÐLÖGUNARFERLI og á meðan er allt stopp.
Afar skemmtileg staða sem er uppi og bændur með ráðherra hafa líf stjórnarinnar og ESB umsókninni í höndum sér. Formaður bændasamtakanna er í ESB nefnd og kemur beint að viðræðunum. En það sem var skondnast í viðtalinu að hann sagði að hann eða bændasamtökin hafa aldrei tjáð sig um hvort að þeir væru á móti AÐLÖGUNARFERLINU. Það var einfaldlega ekki neinn kostur þegar þeim var kynnt að aðeins væri um aðildarviðræður að ræða og það væri það umboð sem þeir hefðu.
Augljóst er að Magnús eins og svo margir einangrunarsinnar skilja ekki einföldustu ensku eða önnur tungumál því að engin vafi er á hvað stendur í aðlögunar og inngönguskilmálum ESB.:
Hvað skyldu vera margir ESB - Magnúsar sem hafa ekki minnstu hugmynd um hvað er í gangi heldur vaða áfram í froðufellandi vörn fyrir Brussel skrýmslið sem er með allt á hælunum..??? Aðilar sem koma aldrei til með að lesa staf í samningsboðinu heldur ætla inn sama hvað kostar. Hverju veldur ... ???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 16:16
Já, liggur við alheimssinnum geti verið skemmt, loksins, enda eiga það skilið eftir allar blekkingarnar og skáldsögurnar um pokann sem var verri en galtómur. Hann var eftir allt götóttur eins og svissneskur ostur og láku úr honum samfylkingarlygarnar.
Elle_, 10.10.2011 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.