Mánudagur, 10. október 2011
Steingrímur J. hlessa á bölmóði
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna komst til valda á bylgju svartsýnis og heimsendaótta veturinn 2009. Sjálfur dró hann ekki af sér þegar hann teiknaði upp efnahagslega helför Íslendinga. Tveimur og hálfu ári seinna er Steingrímur J. aldeilis hlessa á bölmóði í samfélaginu og hve skilningurinn á björgunarstarfi ríkisstjórnarinnar sé lítill. Hann skrifar í Fréttablaðið
Ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi hafa ein og tiltölulega óstudd þurft að axla pólitískar óvinsældir og bera ábyrgð á erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum til að gera þetta mögulegt.
Þótt Steingrímur J. beini orðum sínum einkum að Samtökum atvinnulífsins og ASÍ er ástæða greinarinnar andúð þjóðarinnar á ríkisstjórninni.
Ríkisstjórnin stóð fyrir ,,erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum" í kjölfar hruns, eins og fjármálaráðherra segir. En jafnframt hóf ríkisstjórnin stórfelldan hernað gegn fullveldinu, með umsókn um aðild að Evrópusambandinu; gróf undan stjórnskipuninni með atlögu að stjórnarskrá lýðveldisins og varð sek um stórkostlegt dómgreindarleysi í Icesave-málum.
Mistök Steingríms J. og ríkisstjórnarinnar er að haga sér eins og aðgerðasinnar í stjórnarráðinu. Bölmóðuirnn í samfélaginu stafar af höfuðverkjum þjóðar sem taldi sig kjósa til starfsstjórnar eftir hrun en fékk yfir sig vanstillta ójafnaðarmenn sem vinna hvert hervirkið á fætur öðru í málaflokkum sem koma hrunbjörgun ekkert við.
Athugasemdir
Í grínpistli Jóns Trausta Reynissonar, Takk, Jóhanna og Steingrímur, segir að ráðherrum og þingmönnum leyfist nú að vera ósammála forystunni. Í kjölfarið er tekið viðtal við framkvæmdastjóra Olweusar-verkefnisins gegn einelti og rætt um fullyrðingar þingmanna þess efnis að tilteknir þingmenn innan VG hafi verið kerfisbundið brotnir niður. Friðarframboðið VG reynist vera miðstöð ofbeldis og kúgunar þegar að er gáð. Jú, það er ekki nema von að fólki ofbjóði.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 09:40
Ríkisstjórnin stóð fyrir ,,erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum" í kjölfar hruns, eins og fjármálaráðherra segir. En jafnframt hóf ríkisstjórnin stórfelldan hernað gegn fullveldinu, með umsókn um aðild að Evrópusambandinu; gróf undan stjórnskipuninni með atlögu að stjórnarskrá lýðveldisins og varð sek um stórkostlegt dómgreindarleysi í Icesave-málum.
Gleymist ekki að taka fram hjá þér hluti eins og þegar Steingrímur gaf vogunarsjóðum bankana svo þeir gætu nú hreinsað ansi vel af almenningi það litla sem eftir var, endalaus skatta og gjaldheimta ásamt þeim hundruðum milljarða sem hann hefur hent í ákveðinn sparisjóð, dæmið með Byr og Sjóva... lengi mætti telja upp.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.10.2011 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.